Monday, October 3, 2011

Save Our Schools



Ármann Halldórsson skrifaði þann 6. ágúst 2011 kl. 10:40
Hef svona aðeins með öðru auganu, aðallega gegnum Twitter, verið að fylgjast með baráttu kennara í Bandaríkjunum og SOS göngunni 30. júlí.  Bendi á vídeóin tengd því sem ég hef póstað hérna á síðunni minni.Áhugavert er að sambærileg (ekki eins dramatísk en samt) barátta er í gangi í Kanada þar sem uppi eru áætlanir um einkavæðingu bókasafna - sem byggir á sömu feðraveldislegu MBA prinisippunm og 'no child left behind'. 

Ég held að við íslendingur þurufum að taka alla svoleiðis hugsun til mjög rækilegar íhugunar og síðan að losa okkur við hana. Ef við skoðum t.a.m. umræðu í kringum innritun í framhaldsskóla, ýmsar hugmyndir um gæðamat o.s.frv. að við séum á vissan hátt illa smituð af þesari meinsemd. 

Réttlátt menntakerfi sem allir njóta er undirstaða réttláts og lýðræðislegs samfélags - óréttlátt menntakerfi sem mismunar nemendum, kennurum og skólum skv. einhverjum fyrirframleiddum vitleysishugmyndum um skilvirkni og greind er grunnur samfélags sem einkennist af misrétti, kúgun og ofbeldi - og við skulum alveg hafa það á hreinu að stór hluti hugmynda um 'góða nemendur' sem hægt sé að finna með réttum prófum byggja í grunninn á skemmtilegum fyrirbærum eins og rasisma og kvenfyrirlitningu. 

Stöndum vörð um skólana okkar, lýðræðið og frelsið í þeim og þar með í samfélaginu öllu. Við þurfum bæði að há baráttuna á opinberum vettvangi en ekki síður í okkur eigin vitund og hugsun. Einfeldningslegar frjálshyggjuhugmyndir fóru ekki vel með fjármálakerfið og eiga ekkert erindi í menntamálum. 

No comments:

Post a Comment