Tuesday, June 28, 2016

Tólf prinsipp Fluxus og nektarskrið Curvers

Sá litli gjörningur að skirfa þennan texta hér inn í þetta blogg um menntamál er kannski óviðeigandi, en engu að síður nauðsynlegur þar sem efni hans hefur leitað á mig um skeið. Ég ætla kannski að setja einn eða tvo fleiri svona listatengda pistla á næstunni, sjáum til.

Ég hef síðan ég var unglingur verið áhugamaður um listasögu tuttugustu aldar, sumsé svona sirka frá dada og fram til dagsins í dag, og einkum þá frá hugmyndalegu sjónarmiði. Ég hef eiginlega þá (fremur óvenjulegu, allt því dónalegu) skoðun að hugmyndastraumar dada, fluxus, performanslistar og hvað þetta nú heitir, með öllum sínum niðursoðna kúk, þögn og nekt sé alveg örugglega mikilvægari hugmyndasögulega en flest það sem heimspekingar voru að bauka á þessu tímabili, og jafnvel mikilvægara en margt það sem vísindin hafa fært okkur. Ég ætla ekki að rökstyðja þetta með einföldum hætti hérna strax heldur leyfa lesendum mínum að svitna.

Nýlega hafa tvö listaverk vakið nokkra athygli hérlendis sem eru sprottin úr þessum straumum, og bæði hverfast þau um nakta karlmenn - sumsé Almar í fiskabúrinu og nektarskrið Curvers. Umræða um verkin hefur nú kannski verið frekar yfirborðskennd, og einkum og sér í lagi þó um Almarsgjörninginn, og það furðulegasta af öllu er að þetta skuli þykja eitthvað rosalega frumlegt, og að enn og aftur kemur upp umræða um 'að þetta sé nú ekki list' - að sjálfsögðu er þetta list, en kannski hafa ekki allir smekk fyrir þessum verkum. Persónulega er ég hrifnari af verki Curvers en ég er náttúrulega hlutdrægur.

Jæja. Eitt einkenni listahreyfinga sem hafa komið og farið í þessum straumi eru ýmiskonar manífestó og yfirlýsingar. Eitt slíkt sem ég rakst á nýverið í einhverju netbrölti var tólf hugmyndir Fluxus, sem mér finnast dáldið góðar. Hugmyndin mín hérna er að máta listaverk Curvers sem ég nefni að ofan við þessar hugmyndir. Ekki er hugmyndin að halda því fram að Curver sé Fluxus maður eða neitt svoleiðis, hér er bara um að ræða smá tilraun til að tengja saman ólíka hluti, og hráa og hressa bloggið felur alltaf í sér einhvern smá leik og tilraunamennsku.

Curver Thoroddsen's Profile Photo
1) Alþjóðahyggja (globalism). Sköpun á að geta farið fram óháð landamærum og óeðlilegum þvingandi aðstæðum vegna þjóðernis og slíks. Curver skreið nakinn í öðru landi, þ.e.a.s Frakklandi og á tíma þar sem hið mjög svo alþjóðlega sport fótbolti umvafði allt. Inni í þessu er líka pæling um antí-elítisma: listamaður fjær fílabeinsturninum en skríðandi nakinn á gólfinu er erfitt að gera sér í hugarlund.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
2) Samruni lífs og listar (unity of art and life). Einn af mótsagnakenndu þáttunum í allri þeirri sögu sem ég byrja að rekja hér að ofan er að verkefni listarinnar sé að þurrka út listina, list verður and list. Þannig eru verk á borð við gjörning Curvers oft gagnrýnd með því að 'ég hefði alveg getað gert þetta' ... hins vegar er á það að líta að að fæstir gera það, en í mínum huga er það að listamaðurinn geri eitthvað sem ég gæti alveg gert (en geri ekki) í senn uppörvandi, ógnvekjandi og frelsandi. Ég vil ekki leggja til einhverja einfeldningslega afstæðishyggju um list hins vegar, eitthvað 'allt er list' - hins vegar gæti verið að 'allt getur orðið list' kannski nær lagi.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
3) Margmiðlun (intermedia).... tónlist, myndlist, leiklist allt rennur saman. Ég held reyndar að þetta eigi ekki sérstaklega vel við þetta tiltölulega einfalda verk, hins vegar er Curver maður ekki einhamur heldur beitir hann sér í hinum ýmsu miðlum og sem listamaður er klárt að hann flokkast sem margmiðlari.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
4) Tilraunastarfsemi (experimentalism). Hér kemur inn sú pæling að listamenn vinna í samvinnu og verkin verða hugsanlega til í vitrænu samtali. Á ekki beint við. Hins vegar þá er hægt að líta á verk sem félagslegar tilraunir sem segja okkar eitthvað um okkur sjálf, samfélagið og svo framvegis greinilega við hæfi hér, og að 'iconoclasm', eða helgimyndabrot sé inni í þessum pakka þá getur nú nakinn Curver framan við fjallkonuna varla gengið mikið lengra í þá átt. Jafnframt felst í þessu ákveðið uppgjör við hugmyndina um snillingin, en það uppgjör er vitaskuld nokkuð flókið.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
5) Tilviljunaraðferð (chance). Nú þekki ég ekki tilurð verksins, en þetta er lykilatriði í Dada, hjá Duchamp og Cage, en Curver hélt einmitt með fleirum frábæra tónleika nýlega í Mengi þar sem verk Cage voru flutt fyrir börn. Tilviljunin sem vinur listamanns, og vinur okkar allra, tengist pælingum ættuðum úr austrænni heimspeki (i ching), og er almennt séð ótrúlega frelsandi undan stöðugum tilburðum í okkar menningu til að ná valdi á og eigna sér alla mögulega og ómögulega hluti.
Curver Thoroddsen's Profile Photo

6) Leikur (playfulness). Þetta verk felur í sér mikinn leik og húmor, þetta skýrir sig sjálft.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
7) Einfaldleiki (simplicity). Nakinn maður á gólfi, gerist ekki öllu einfaldara.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
8) Nákvæmni (specificity). Þessi hugmynd á að fjalla um það að verk hafi nákvæm skilaboð og sé sjálfur sér nógt, og leki ekki merkingu út um allt. Ég sé nú ekki endilega flöt á því að það passi hér.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
9) Felur-margt-í-sér-leiki (implicicativeness). Áhugaverð þýðing hjá mér. Ég þarf aðeins að hugsa um þetta, en mér detur í hug að þetta sé kannski í smá mótsögn við 8) ... hins vegar er þetta að mínu viti eitt það áhugaverðasta við list almennt, hvernig hvert listaverk felur í sér annað. Nektarmyndir og nekt almennt er mikilvægt element í listasögunni, þannig eru allar nektarmyndir listasögunnar faldar í, eða 'implicit' í verki Curvers.
Curver Thoroddsen's Profile Photo

10) Dæmis-leiki (exemplativism). Þetta er sá eiginleiki verkst að vera klárt dæmi um hugmyndina, kenninguna eða hugmyndafræðina sem hún er innblásin af. Líkt og ég nefni að ofan þá þekki ég ekki alveg tilurð verksins, en mig grunar að hér eigi þetta alls ekki við.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
11) Staðsetning í tíma (presence in time). Hér virðist um að ræða að tíminn sé mikilvægt element í verkum fluxus-fólks. Þetta verk tekur ákveðinn afmarkaðan tíma, 1 klukkustund, sem virkar kannski ekki langt, en þegar maður skríður nakinn á gólfi hlýtur það að virka dáldið langt...
Curver Thoroddsen's Profile Photo
12) Tónlist (musicality). Þetta skýrir sig sjálft, og tengist náttúrulega margmiðluninni. Er þetta kannski að einhverju leyti eins konar dans?

(takið eftir að röðin fokkaðist aðeins upp hjá mér)

góðar stundir