Sunday, January 29, 2012

Meira um samræðupælingar

 Þetta er nú svona óbeint framhald af síðasta pósti. Ég er mikið að pæla í þessari greiningu í strúktúrerað og óstrúktúreraða umræðu sem ég nefndi síðast. Ég held kannski líka að maður hreyfi sig á milli þessara aðferða. Önnur mikilvæg pæling er hversu mikið stjórnandinn blandar sér í umræðurnar. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að blanda mér frekar mikið. Ég átta mig á að þetta á ekki alltaf við en samt.... ég lít líka á það þannig að stjórnandinn, kennarinn, nýti samræður til að opna fyrir fræðslumóment - ef eitthvað kemur upp um einhver fræðileg mál þá eigi að grípa þann möguleika til uppfræðslu (án þess að verða leiðinlegur, en fróðleiksmolar öðlast merkingu og tengingu ef þetta er gert vel). Annað atriði sem er áhugavert er að ef einhver þátttakenda segir eitthvað mjög dramatískt og sérkennilegt, sem kannski passar ekki við strúktúrinn. Í slíku tilfelli verður annað hvort að fara inn í það mál af alvöru og kryfja það, eða kasta því út og segja að þetta verði að taka við annað tækifæri o.s.frv. Þar sem þetta gerist kannski ekki oft er það freistandi að grípa svona á lofti, en það kann að vera slæm ákvörðun engu að síður.... Síðasta atriðið sem ég ætla að pæla í núna er erfiðleikastig samræðna. Það er mikilvægt að vera ekki of feiminn við það að fara á djúpið en þá þarf stjórnandinn að velja sér stað þar sem hann stoppar og spyr hvort fólk skilji. Þannig væri málið kannski að stoppa og benda bara á einhvern og spyrja hvort viðkomandi fatti hvað er í gangi. Ef ekki þarf þá að spóla til baka og hægt að gera það með ýmsum hætti. Hins vegar er það líka mikilvægt að samræðan geti dvalið í óþægindunum, og það er gott að leyfa smá dramatík og átökum að hanga í loftinu, en eins og í góðum harmleik þarf náttúrulega helst að leiða allt til lykta í sátt sem flestra.... (sbr. Aristóteles.... ) ....

Wednesday, January 25, 2012

Einlægni, áhugi og hæfileikar

Átti mjög athyglisverða umræðusessjón um einlægni, tilgerð og hvenær umræða um tiltekin mál hættir að vera rökræn og færist yfir á tilfinningasviðið. Ein pæling sem kom fram var að ef maður væri ekki einlægur þá væri maður tilgerðarlegur, og þá var pælingin að ef maður væri ekki einlægur þá væri maður tilgerðarlegur. Ég held samt ekki, en ég er ekki viss.... Mín pæling er sú að maður geti verið einlægur þó maður fari ekki á dýptinni og gangi ekki alla leið í tjáningunni - og þá lítur maður kannski á umræðuna sem e.k. leik.

Önnur umræða, sem er líka áhugaverð er hvort maður geti verið rosalega góður í einhverju en jafnframt fundist það alveg drepleiðinlegt. Ég er efins, en fékk samt nokkur dæmi sem ollu mér heilabrotum.....

Mikilvæg pæling í sambandi við kennslu og samræður er svo munurinn á opinni og flæðandi umræðu vs. strúktúreraðri og reglubundinni umræðu. Ég hygg að oft sé það þannig að með reglum og strúktúr náist oft meiri virkni og almennari þátttaka þó að það kunni að hljóma mótsagnakennt....

Wednesday, January 18, 2012

Rökvillur, hugsanavillur og félagssálfræði

Í meðferð á kaflanum Rök þá bjó ég til spurningar, eina á miða fyrir hvern nemanda, en ég var með sett af fjórum spurningum. Svo var hver nemandi með eitt orð úr setningu og þegar búið var að leysa úr spurningunni var að finna þá sem orðið sem maður var með passaði við... T.d. ef maður var með 'Ég hugsa' - þá var maður í hóp sem myndaði saman setninguna 'Ég hugsa þess vegna er ég' - tilvitnanirnar var svo hægt að ræða og rúlla yfir spurningarnar ... nokkuð skemmtileg aðferð sem er alls ekki frumlega en nýta má á ýmsan hátt.... svona létt leikvæðing og líka að koma fróðleik að í mekanisma eins og hópaskiptingu....

Kaflinn um Rök endar á pælingum um rökvillur og telur þær upp.... ég er ekki alveg fullsáttur með þann hluta, finnst þessi rökvilluupptalning svoldið klisjukennd. Ég bætti því við smá pælingum úr Rannsóknarskýrslu Alþingis og hugsanavillur sem eru leiddir úr rannsóknum félagssálfræði .... markmiðadrifin hugsun, hjarðhugsun, hóphugsun - og set það allt í samhengi við hrunið og pælingar um það. Það er áhugavert að nálgast þau mál án þess að vísa til e.k. sviksemi eða siðleysis; taka það á vitrænum nótum - varaði þau reyndar við að ég væri hrunnörd og mun brúka þetta mikið til að taka dæmi.... Ég nota í svona yfirferð e.k. bara gamaldags beina kennslu með miklum spurningum og þátttöku nemenda - er almennt á þeirri skoðun að best sé að blanda stílum og leyfa efninu stundum að vera í forgrunni.... setti þeim svo fyrir að kíkja á Nassim Taleb á Facebook, en hann er besti Facebook heimspekingurinn sem ég hef orðið var við so far....

Sunday, January 15, 2012

Lýðræði í skólastarfi og leikvæðing

Hef nú hafið fyrsta kafla með því að leyfa nemendum að velja kafla til meðferðar, niðurstaðan var kaflar um Rök, Þekkingu, Speki (lífsspeki, stóuspeki o.fl.), Rétt (réttarheimspeki) og Veg (austræn heimspeki). Ég hálf þvingaði inn Rök (stýrt val). Annars skipti ég þeim í hópa, hópar komum með tillögur, og það var ótrúlega mikil samfella milli hópa. Kaflinn Breytni (siðfræði) varð útundan, sem er áhugavert, en búdda og taó fengu að fljóta með sem er mér mikið ánægjuefni.

Það er vitaskuld spurning hversu mikið lýðræði þetta er, enda byggir val þeirra ekki á því að hafa lesið bókina. En ég tel þó að þetta gefi ákveðna tilfinningu fyrir deildu eignarhaldi á náminu, gæti allavega mögulega verið skref í þá áttina. Umræður hafa a.m.k. verið nokkuð góðar og ágæt virkni, þó það sé reyndar áberandi að ákveðnir aðilar hafa sig talsvert meira í frammi en aðrir.

Á morgun ætla ég svo að prófa smá Gamification, lítið verkefni þar sem þau svara spurningum og leysa svo ákveðna gátu til að finna hóp sem þau eiga að vera í .... meira um það  næst. Ég er reyndar að spá í að leikvæða enskukennsluna mun meira, enda góða leið til að komast inn í og í gegnum efni sem er misspennandi svona on the face of it....

Saturday, January 7, 2012

Fyrsti í heimspeki

Jæja, þá er Hei103 komið í gang og ég var ánægður með stóran og vel pælandi hóp, að öll leyti nema því að þar eru bara tvær stelpur, hvað er í gangi með það? Ég verð að auglýsa eftir pælingum um þetta mál því það veldur mér miklum heilabrotum.

Í enskutímum er ég að hita upp fyrir að þau undirbúa að flytja kynningar og ræður og prófaði að láta einn bekkinn flytja bullræður. Ég bað þau að auki að sýna ákveðna tilfinningu þegar þau töluðu og þau voru ótrúlega slöpp í því. Ég ætla því að prófa mig áfram með einhver leiklistartrix hugsa ég í þessu sambandi.

Er svo enn að pæla í þessu með kennsluna og listina, ég var að byrja með dagbókina og fattaði þá hvað ég er að bauka í mörgu .... ég er sennilega háður því að vera stöðugt með einhverja tilraunamennsku í starfinu.....

Tuesday, January 3, 2012

Eru kennarar listamenn? Mun mér takast að starfendarannsaka mig?

Ég var að byrja að undirbúa mig í gær fyrir önnina og lýst nú bara vel á. Ég ætla mér að setja aftur líf í að reyna að beita starfendarannsóknum í starfi mínu og þá er stóra glíman fyrir mig að reyna að halda dagbók. Einn möguleiki / hluti nálgunarinnar gæti verið.... og verður .... að blogga - en það er sumt sem kannski passar ekki í blogg... Hluti undirbúningsins í gær var að gera áætlun í Hei103, þar ætla ég að prófa að beita lýðræðislegum aðferðum að hluta og leyfa nemendum að velja kaflana úr bókinni sem við tökum fyrir - svona bundið lýðræði, en ætti að vera ágætt líka til að kveikja áhuga og umræður, ég leyfi ykkur að fylgjast með :-)

Hef svo verið rosa mikið að pæla í samlíkingu kennara og listamanna. Ég held að oft sé litið þannig á að kennarinn sé performer og nemendur áhorfendur. Ég held því fremur fram að nemendur séu fremur hluti af efnivið kennarans og verkið sé heildin sem kannski á sér ekki beint neinn áhorfenda, nema að það sé tekið til sérstakrar rannsóknar. Þessar pælingar og svo almennt þetta AR brölt á (vonandi) eftir að rúlla inní mastersverkefnið mitt sem ég er að fara að djöflast af stað með.... svo finnst mér líka gaman að pæla í því að sumir kennarar séu svona avant garde listamenn, sumir meiri djassarar eða jafnvel pönkarar o.s.frv. Ég held að kennarar eigi það líka sameiginlegt með listamönnum að vera í starfinu að verulegu leyti af ástríðu en ekki fyrir laun eða virðingu auðsýnda stéttinni....

Væri gaman að hafa smá samræðu um þetta á einhverjum vettvangi. Ég er líka svoldið upptekinn af því að bæði varðandi kennslu og listir þá er ákveðin mýstík um meðfædda og ókennanlega hæfileika sem ég hef ákveðin áhuga fyrir að hrista upp í, þó ekki sé náttúrulega hægt að afsanna þá. Ég velti líka fyrir mér hvort þessi samlíking ætti að hafa áhrif á menntun kennara, færa hann nær kennslu í listgreinum og handverki og lengra frá bóklegum og fræðilegum nálgunum.... svona bara pæling.

Segi annars gleðilegt ár og ég vil endilega fara að fá fleiri menntabloggara í gang!