Thursday, June 22, 2017

Feyerabend, hlaupandi indjánar, kvenræði og anarkismi í verki

Í tuttugsta kafla Against Method

 talar Paul Feyerabend (uppáhaldsgaur)


um það hvernig afstaða hans til háskólakennslu, heimspeki og alls þess breyttist við það að vera að kenna í Kaliforníu þegar breytt menntastefna leiddi til þess að nemendahópurinn varð "fjölmenningarlegri" .... hann verður fyrir svona e.k. upp- (eða niður-) ljómun því þarna dettur það í hausinn á þessum hvíta, evrópska, hámenningarlega forréttindapésa að kannski hafi hann ekkert að kenna þessu fólki - þetta er 1964 löngu fyrir allt tal um feðraveldi og hvað veit ég svo mér finnst þetta dáldið töff (ath. þessi kafli er í seinni útgáfu AM). 
Image result for tarahumara
Fyrsti hópurinn sem Feyerabend nefnir þarna til sögunnar eru Mexíkanar, helst þekktir fyrir að nú á að múra þá inni frá "siðmenningunni". Mexíkó er gríðarmikið land sem ég þekki ekki vel, en hef haft spurnir af Tarahumara indjánunum. Þeir hlýddu ráðum Járnfrúarinnar þegar spænsku þjóðarmorðingjarnir komu í landið þeirra og hlupu til hæðanna og hafa verið hlaupandi síðan. Þeir hafa inspírerað hreyfingu sem tengist því að hlaupa berfætt eða í mínímal fótabúnaði og svo því að hlaupa fáránlega langar vegalengdir. Þeir eru bláfátækir og hefðbundinn lífstíll þeirra er á undanhaldi - en er klárlega þannig að af honum má læra...
Image result for cheran mexico


Í Mexíkó er líka bærinn Cheran en þar fengu konurnar nóg af spillingunni, glæpunum og ruglinu sem einkennir svo mjög lífið í Mexíkó og tóku völdin. Það var ekki nóg að sparka út glæpamönnunum, heldur fylgdu löggurnar og stjórnmálamennirnir í kjölfarið. Samstaða fólksins hefur leitt til þess að það hefur náð sjálfstæði, og þau starfa í samstarfi við ríkisstjórn Mexíkó: stjórnmálaflokkar eru bannaðir, það er sjálfstætt réttarkerfi fyrir minniháttar glæpi. Fólk er öruggt á götunum og traust ríkir í samskiptum.

rojava pyj kurdish female fighters
Í norðausturhluta hins stríðshrjáða Sýrlands, í héraðinu Rojava hafa kúrdar komið sér upp sjálfstjórnarhéraði sem byggir á prinsippum anarkisma, visthyggju og femínisma. Það er skipulag ráða sem tengjast hverjum hluta svæðisins fyrir sig, kvótar um hlutfall kynja og þjóðarbrota í þeim o.s.frv. Þetta er metnaðarfyllsta tilraunin af þessu tagi síðan í spænsku borgarastyrjöldinni. Því miður er mikil hætta á því að þessi merka tilraun verði fótum troðin og upprætt þegar "friður" kemst á - en það er engu að síður mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og vera upplýst um þessa hluti.

Að lokum, Banksy:
Image result for banksy anarchist rat
Wednesday, June 14, 2017

Lindy lögmálið - The Lindy effect

Okkar tímar, sem ná kannski 1-200 ár aftur í tímann, líklega aðeins meira, hafa einkennst af mikilli framfarahyggju. Hugmyndin er sú að við séum í stöðugri sókn og að allt sé að verða stöðugt betra. Lífsgæði, tækni, mannréttindi o.s.frv. Þrátt fyrir tuldur í hornum rykfallinna háskólabygginga þá má segja að þetta viðhorf sé mjög ríkjandi og sterkt, og byggir að nokkru á góðum rökum.

Ein afleiðing af þessu er sú skoðun að þær hugmyndir sem við gerum okkur um lífið og tilveruna, og sú tækni sem við notum sé algjörlega ný, umbreytandi og stórkostleg og sé örugglega komin til að vera.

Skoðum mynd.Á þessari mynd má sjá allnokkur dæmi um merkilega tækni. Þarna er borð, stólar, eldhúsrúlla, plastpakningar, skál, brauðkassi, gluggi og ofn. Og tölva. Framfarahyggjan myndi segja okkur að mikilvægasta oog hugaverðusta,  og lífseigasta tækni þarna væri tölvan.

En Lindy lögmálið segir nei. Sú tækni sem er að líkindum er mikilvægust og líklegust til langlífis er skálin og svo bollinn, síðan borðið, svo stólarnir og tölvan kæmi langseinust.

Lindy lögmálið segir að tækni, hugmynd eða hugverk megi ætla áframhaldandi líf samkvæmt því hversu lengi það hefur verið til. Þannig hefur skál verið tækni sem menn hafa nýtt sér í árþúsundir, en tölva bara í nokkra áratugi - tölvutæknin hefur ekki staðist þá tímans tönn sem skálin hefur. Þessi tegund af lífseigni er þvert á það sem á við lífverur. Eldri lífvera á færri ár eftir en yngri lífvera að öllu jöfnu, og það sama gildir um fýsíska hluti. Hugmyndin um bollann mun lifa, en stök dæmi um bolla munu hverfa.

Skoðum aðra mynd:Hvor bókin er líklegri til að vera enn í prentun eftir 2000 ár?

Lærdómurinn er sá að gína ekki yfir öllu sem er nýtt, og líka að ætla ekki að heimurinn sem við byggjum sé eins rosalega ólíkur heimi formæðra okkar og við viljum oft vera að láta. Kynni mín af þessari hugmynd eru frá þeim ágæta tækifærisheimspekingi og mikla pælara Nicolas Nassim Taleb, hugsa að ég skelli inn fleiri svona smápælingum frá honum eftir því sem ég verð í skapi til.Monday, June 12, 2017

Vinátta, nýfrjálshyggja og færni fyrir framtíðinaÚr improvinu í eldinn eins og þeir segja....

Hér að ofan er fyrsti hluti af fjórum af mjög áhugaverðum fyrirlestri Todd May um arnarkisma og heimspeki. Þetta er allt mjög spennandi og intresant en kannski ekki beint léttmeti. Ákveðin kjarni í pælingu hans er að vinátta sé forsenda anarkisma, og að það að ástunda ("sanna") vináttu sé í rauninni í andstöðu við kerfið og nýfrjálshyggjuna..... Hér ætla ég ekki að útskýra þetta í smáatriðum en kynna nokkur hugtök sem liggja þarna að baki. 

Það er flestum ljóst að við búum í neyslusamfélagi. Það þurfti ekki Costco til. Auglýsingaflóðið brýtur á okkur eins og tsunami, við tökum á móti efni úr allskonar efnisveitum, bryðjum skyndimat og svolgrum í okkur ískalt ölið í alsherjar neysluvímu. (e. the consumer) 

Til þess að neysla geti átt sér stað þá þarf framleiðsla að eiga sér stað. Það undarlega er samt að núna er framleiðandinn úr augsýn (að verulegu leyti, ýmist í Kína eða á Selfossi). (e. the producer) 

Auðurinn í heimi nýfrjálshyggjunnar er nefnilega ekki skapaður af eða fyrir framleiðendur, heldur af frumkvöðlum - þessum óumdeildu og stórbrotnu Jobsum samtímans. Einkenni frumkvöðulsins er að sjá fjárhagsleg tækifæri alstaðar, og líta á lífið sem einn alsherjar markað til að græða á.  (e. entrepreneur)

Nýfrjálshyggjan mótar okkur annars vegar sem neytendur og hins vegar sem frumkvöðla. Tími þar sem við erum ekki að neyta (grilla) eða frumkvöðlast (græða) er tími sem er illa varið - en þarna væri einmitt tíminn sem við verjum t.d. í að vera vinir hvers annars, að rækta djúpstæð sambönd.... Hér er að mörgu að hyggja en þetta skýrir mjög vel hvers vegna stytt vinnuvika er "efnahagslegt hryðjuverk"  - mikla andstöðu kerfisins við hugmyndir um borgaralaun o.s.frv. 

Þannig má segja að það megi líta á ýmsa hluti sem tegundir af ákveðinni andstöðu gegn þessu módeli, t.d. að rækta djúpstæð alvöru jafningjasambönd frekar en að líta á kynlíf sem neysluvöru. Vináttan er einmitt mikilvægur kjarni þar, og eðli vináttunar er að hún krefst ekki endurgjalds og er ekki ástunduð með einhvern framtíðarágóða í huga. Sá sem lítur svo á skilur ekki vináttu og um leið og þú uppgötvar að einhver í umhverfinu í í rauninni bara að nota þig þá er viðkomandi alveg örugglega ekki vinur þinn. 

Varðandi menntamálin þá er hér ákveðinn vandi sem ég hef persónulega nokkrar áhyggjur af. Í umræðum um breytingar á kennsluháttum er oft talað um eitthvað sem heitir 21st Century Skills og tengist aukinni áherslu á tækninýjungar, samskiptamiðaðar kennsluaðferðir o.s.frv. - að verulegu leyti jákvæðir og uppbyggilegir hlutir. Málið er samt að þessir færniþættir er færni "frumkvöðulsins" ... Inn í "gagnrýna hugsun" sem er hluti af þessum pakka er ekki hugsuð raunveruleg samfélagsgagnrýni og yfirvegun samfélagsgerðarinnar. Ein mantran sem þessi pæling byggir á er "við vitum ekki hvaða störf verða til eftir X ár" og þurfum að búa unga fólkið undir það. Eða hvað? Við munum þurfa kennara, löggur, hjúkrunarfræðinga, smiði, málara.... eiga allir að verða Steve Jobs? Er þetta ekki eitthvað aðeins skrýtið? 

Ég held að málið sé að lýðræðislega þenkjandi, og mögulega róttækir, umbótasinnar í menntamálum verða að fara varlega í að gleypa við þessum pælingum, taka það sem er gott en gæta vel að því að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Sérstaklega hugsa ég að við þurfum að gæta okkar að gína ekki yfir teknófílíuna sem tengist þessu öllu saman.
Hvorki mér né Todd (ef ég skil hann rétt) dettur í hug að hlutverk neytenda og frumkvöðuls séu af hinu illa - ógnin er fólgin í því að þessi hlutverk yfirskyggja allt annað og gætu í einhverjum afar raunverulegum skilning ógnað sjálfum kjarna mennskunnar: vináttunni og ástinni. 

improv: já og

...þessi frasi, er nokkuð góður. Það er nebblega þannig að þegar maður er staddur í einhverri sitúasjón og það er stungið upp á einhverju eru eðlislæg viðbrögð okkar flestra "nei, en... " . Þetta á oft við, vissulega, en ekki nærri eins oft og fólk heldur.

(hvað er líka þetta með að vera alltaf í svörtum fötum íslendingar? .... líklega erum við svona sorgmædd yfir að búa á þessum nárassi)

Í spunaleiklist, improv, er bannað að segja "nei, en", maður á að segja "já, og". Þetta er yfirlett útskýrt með einföld dæmi.

A: Hrausti Galahad, viltu koma með mér í leiðangur, berjast við dreka og bjarga prinsessu?
B: Nei.

Þar með lauk þeirri sögu.

Reynsla mín er sú að þetta er erfiðara en maður hefði haldið. Þetta tengist ekki endilega bara neikvæðni, heldur líka þörfinni til að halda því striki sem maður hefur sjálfur ákveðið. Tvö dæmi:

Í einhverju atriði þar sem verið var að leika nörda/ hakkara lýsti einhver því yfir að hann hefði verið nýbúinn að hakka sig inn í Seðlabankann. Þetta er mjög áhugavert og býður upp á miklar pælingar, en í stað þess að já/og-a þá þurfti ég að koma að einhverjum leim prívat brandara og heil dularfull saga um efnahagsglæpi og hrun varð þar með að engu.

Í öðru atriði þar sem ég, eins og fáviti, fattaði ekki að félagi minn var að mæma kartöflutínslu spurði ég hann hvaða tegund af eggjum við værum að tína brást hann frekar firrtur við og leiðrétti mig (þetta var, rétt að taka fram ákaflega fattlaust af mér) í stað þess að já-og-a ruglið í mér og taka þetta út í að þetta væru egg Dódó-fugla sem verpa alltaf neðanjarðar, og eggin eru svo notuð í flögur.... eða eitthvað.... (þetta hefði orðið mjög fyndið þar sem þá var hægt að hlæja með og að í senn, svona ef þið fattið hvað ég á við)

Ég legg til að allir æfi sig í að segja "já-og" því þá gerast miklu skemmtilegri hlutir, á sviðinu og í lífinu.

Og skella sér í bleiku skyrtuna og setja upp hattinn og drífa sig út í sólina.
Tuesday, May 30, 2017

Impov - blogg 1 

Ég skellti mér á námskeið hjá Improv Ísland, sem heitir Haraldurinn 1 núna á vordögum. 

Því miður þá féll ég þar sem ég mætti bara í helminginn af tímunum, ekki af leti og ómennsku heldur vegna þvælings  til útlanda, veikinda og annarra tegunda af því sem tryggingafélög kalla "acts of god" (reyndar var það ekki guð sem sendi mig til Tyrklands, en það er önnur saga). 

Stutta útgáfan: þetta er sjúklega skemmtilegt, ég ætla aftur og mæli eindregið með þessu að öllu leyti. 

Kennarinn minn var frábær, en hann heitir Pálmi: 
Image may contain: 1 person, smiling, sitting

Hópurinn var frábær, þau heita ýmislegt: 

Image may contain: 12 people, people smiling, people standing and indoor

Ég kom sumsé ekki á lokakvöldið og því vantar mig á myndina, þar að auki féll ég svo....

Allavega. Hver gæti verið punkturinn með að fara á svona námskeið, t.d. fyrir kennarablók eins og mig, og af hverju að skrifa blogg um þetta. 

Ég hef reyndar verið núna um skeið að sjóða inni með alskonar mál sem ég ætla að blogga um en við sjáum til með það. Reyndar er það þannig að skrif eins og þessi og svo improv eiga ýmislegt sameiginlegt - þeas ef ég held mig við að vera hrár og hress og eyða ekki miklu púðri í að fara yfir stöffið. Skrif eru líka alltaf í raun e.k. performans .... gaman t.d. að pæla í því samhengi við þakkarræðu Bobs Dylan  fyrir nóbelinn þar sem hann ber sjálfan sig saman við Shakespeare og hvernig sá sem skrifar leikrit er alltaf bundinn af pælingum um hvaða aðstæður eru fyrir hendi til að koma því á svið; sá sem skrifar lag skrifar það með ákveðna hljóðfæraleikara í huga o.s.frv. .... sá sem bloggar eins og ég er bara að gubba út sér einhverju fyrir sjálfan sig og nokkra nörda sem gætu mögulega haft áhuga og þarf að passa sig að vera ekki of langorður (þið sáuð hvað ég gerði þarna). 

Það sem er töff við improv er ýmislegt og ég kannski tala meira um það seinna. Ég vil taka fram að ég féll og það sem ég segi er náttúrulega algjörlega byggt á hreinræktuðum amatörisma og mínum eigin fókus og áhuga. 

En: allavega, í improv verður til eitthvað úr engu
Uppspretta merkingarinnar verður til í samskiptum og samtali
Það er í lagi og mikilvægt að mistakast
Það er upplifun sem er í senn andleg, líkamleg og félagsleg
Improv slær á egó og hefur ekki áhuga á snillingum
Improv er búið til með ákveðnum skýrum reglum sem virka einfaldar, en eru lúmskt erfiðar

(var ég búinn að nefna að ég féll?) 

Ég var að fatta að svo get ég gert stutt blogg um reglurnar sem ég man (og Pálmi kannski leiðréttir grófar vitleysur sem ég myndi setja fram) 

Síðasta: 

Ég lít á improvið sem endurmenntun. Það eru ýmsar leiðir til að uppfæra sig svona sem kennari, ein leið er að verða meiri fræðabrúskur, læra aðferðafræði og gera rannsóknir... ég t.d. tók master þannig. Þetta er gott og gilt, en ég nenni því ekki í bili, held jafnvel að minna fræðilegur heimur væri betri heimur. 

Hin leiðin er að vera betri praktíkant að ýmsu leyti. Þá felst það í því kannski að æfa sig í ýmis konar samskiptum, performans, leiklist, kannski tónlist og veita því svo með ýmsum hætti inn í starf manns. Í bili er það þannig endurmenntun sem ég vil og þess vegna ætla ég aftur að fara í Haraldinn, og hætti ekki fyrr en ég næ. Næst: Já og. 


Friday, October 7, 2016

Opening for Biophilia showcase, 5 October 2016

I had the great honour and pleasure of moderating the showcasing for Biophilia Educational Project. This is my opening address:

Introduction for Biophilia Showcase
Heaven
Heaven‘s bodies
whirl around me
Make me wonder
The refrain in the epic motherapp of Biophilia, Cosmogony, seems to me to capture the essence of the human spirit. The spirit of curiosity, restlessness and joyful passion for understanding, or trying to understand, the world and ourselves. That this magnificent work of art by Björk formed the spark for an ambitious, dynamic and inspiring educational project seems in hindsight to be almost inevitable.

The first model of the Educational project was developed in 2011 at Björk’s Biophilia concerts/residency in Iceland. It was originally conceived by Björk, Reykjavík City Schools and the University of Iceland. In 2014 the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture made the Biophilia Educational Project one of its main projects during Iceland´s Presidency in the Nordic Council and this is why we are all here today. This project has been large and complex in scope, involving 33 schools, 147 teachers and 3454 students in the Five Nordic Countries, the Faroe Islands, Greenland and Aaland.

Biophilia encourages creative and critiial thought and action for students and their teachers, employing technology in creative and innovative ways. Biophilic work is interdisciplinary, playful and exciting – where the main fields are always science and music, but with detours into visual art, psychology, drama and countless other domains.

The project’s execution has been reviewed by Attentus, and in their preliminary report it comes through that almost all participants in the focus groups reported that sharing experiences through meetings both within their workplaces and countries was very important and it was interesting and inspiring to hear what other people were doing – and today we will get excellent opportunities for sharing across borders!

On a personal note, it has been a great honour to participate in a small way in this project and I am utterly thrilled to be here with you today.  Working on the texts that come with the songapps was a challenge and a pleasure. It is wonderful to get one’s educational convictions strengthened and to be  inspired to become a more creative, critical and biophilic teacher.


So, lets start the show! 

Tuesday, June 28, 2016

Tólf prinsipp Fluxus og nektarskrið Curvers

Sá litli gjörningur að skirfa þennan texta hér inn í þetta blogg um menntamál er kannski óviðeigandi, en engu að síður nauðsynlegur þar sem efni hans hefur leitað á mig um skeið. Ég ætla kannski að setja einn eða tvo fleiri svona listatengda pistla á næstunni, sjáum til.

Ég hef síðan ég var unglingur verið áhugamaður um listasögu tuttugustu aldar, sumsé svona sirka frá dada og fram til dagsins í dag, og einkum þá frá hugmyndalegu sjónarmiði. Ég hef eiginlega þá (fremur óvenjulegu, allt því dónalegu) skoðun að hugmyndastraumar dada, fluxus, performanslistar og hvað þetta nú heitir, með öllum sínum niðursoðna kúk, þögn og nekt sé alveg örugglega mikilvægari hugmyndasögulega en flest það sem heimspekingar voru að bauka á þessu tímabili, og jafnvel mikilvægara en margt það sem vísindin hafa fært okkur. Ég ætla ekki að rökstyðja þetta með einföldum hætti hérna strax heldur leyfa lesendum mínum að svitna.

Nýlega hafa tvö listaverk vakið nokkra athygli hérlendis sem eru sprottin úr þessum straumum, og bæði hverfast þau um nakta karlmenn - sumsé Almar í fiskabúrinu og nektarskrið Curvers. Umræða um verkin hefur nú kannski verið frekar yfirborðskennd, og einkum og sér í lagi þó um Almarsgjörninginn, og það furðulegasta af öllu er að þetta skuli þykja eitthvað rosalega frumlegt, og að enn og aftur kemur upp umræða um 'að þetta sé nú ekki list' - að sjálfsögðu er þetta list, en kannski hafa ekki allir smekk fyrir þessum verkum. Persónulega er ég hrifnari af verki Curvers en ég er náttúrulega hlutdrægur.

Jæja. Eitt einkenni listahreyfinga sem hafa komið og farið í þessum straumi eru ýmiskonar manífestó og yfirlýsingar. Eitt slíkt sem ég rakst á nýverið í einhverju netbrölti var tólf hugmyndir Fluxus, sem mér finnast dáldið góðar. Hugmyndin mín hérna er að máta listaverk Curvers sem ég nefni að ofan við þessar hugmyndir. Ekki er hugmyndin að halda því fram að Curver sé Fluxus maður eða neitt svoleiðis, hér er bara um að ræða smá tilraun til að tengja saman ólíka hluti, og hráa og hressa bloggið felur alltaf í sér einhvern smá leik og tilraunamennsku.

Curver Thoroddsen's Profile Photo
1) Alþjóðahyggja (globalism). Sköpun á að geta farið fram óháð landamærum og óeðlilegum þvingandi aðstæðum vegna þjóðernis og slíks. Curver skreið nakinn í öðru landi, þ.e.a.s Frakklandi og á tíma þar sem hið mjög svo alþjóðlega sport fótbolti umvafði allt. Inni í þessu er líka pæling um antí-elítisma: listamaður fjær fílabeinsturninum en skríðandi nakinn á gólfinu er erfitt að gera sér í hugarlund.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
2) Samruni lífs og listar (unity of art and life). Einn af mótsagnakenndu þáttunum í allri þeirri sögu sem ég byrja að rekja hér að ofan er að verkefni listarinnar sé að þurrka út listina, list verður and list. Þannig eru verk á borð við gjörning Curvers oft gagnrýnd með því að 'ég hefði alveg getað gert þetta' ... hins vegar er á það að líta að að fæstir gera það, en í mínum huga er það að listamaðurinn geri eitthvað sem ég gæti alveg gert (en geri ekki) í senn uppörvandi, ógnvekjandi og frelsandi. Ég vil ekki leggja til einhverja einfeldningslega afstæðishyggju um list hins vegar, eitthvað 'allt er list' - hins vegar gæti verið að 'allt getur orðið list' kannski nær lagi.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
3) Margmiðlun (intermedia).... tónlist, myndlist, leiklist allt rennur saman. Ég held reyndar að þetta eigi ekki sérstaklega vel við þetta tiltölulega einfalda verk, hins vegar er Curver maður ekki einhamur heldur beitir hann sér í hinum ýmsu miðlum og sem listamaður er klárt að hann flokkast sem margmiðlari.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
4) Tilraunastarfsemi (experimentalism). Hér kemur inn sú pæling að listamenn vinna í samvinnu og verkin verða hugsanlega til í vitrænu samtali. Á ekki beint við. Hins vegar þá er hægt að líta á verk sem félagslegar tilraunir sem segja okkar eitthvað um okkur sjálf, samfélagið og svo framvegis greinilega við hæfi hér, og að 'iconoclasm', eða helgimyndabrot sé inni í þessum pakka þá getur nú nakinn Curver framan við fjallkonuna varla gengið mikið lengra í þá átt. Jafnframt felst í þessu ákveðið uppgjör við hugmyndina um snillingin, en það uppgjör er vitaskuld nokkuð flókið.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
5) Tilviljunaraðferð (chance). Nú þekki ég ekki tilurð verksins, en þetta er lykilatriði í Dada, hjá Duchamp og Cage, en Curver hélt einmitt með fleirum frábæra tónleika nýlega í Mengi þar sem verk Cage voru flutt fyrir börn. Tilviljunin sem vinur listamanns, og vinur okkar allra, tengist pælingum ættuðum úr austrænni heimspeki (i ching), og er almennt séð ótrúlega frelsandi undan stöðugum tilburðum í okkar menningu til að ná valdi á og eigna sér alla mögulega og ómögulega hluti.
Curver Thoroddsen's Profile Photo

6) Leikur (playfulness). Þetta verk felur í sér mikinn leik og húmor, þetta skýrir sig sjálft.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
7) Einfaldleiki (simplicity). Nakinn maður á gólfi, gerist ekki öllu einfaldara.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
8) Nákvæmni (specificity). Þessi hugmynd á að fjalla um það að verk hafi nákvæm skilaboð og sé sjálfur sér nógt, og leki ekki merkingu út um allt. Ég sé nú ekki endilega flöt á því að það passi hér.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
9) Felur-margt-í-sér-leiki (implicicativeness). Áhugaverð þýðing hjá mér. Ég þarf aðeins að hugsa um þetta, en mér detur í hug að þetta sé kannski í smá mótsögn við 8) ... hins vegar er þetta að mínu viti eitt það áhugaverðasta við list almennt, hvernig hvert listaverk felur í sér annað. Nektarmyndir og nekt almennt er mikilvægt element í listasögunni, þannig eru allar nektarmyndir listasögunnar faldar í, eða 'implicit' í verki Curvers.
Curver Thoroddsen's Profile Photo

10) Dæmis-leiki (exemplativism). Þetta er sá eiginleiki verkst að vera klárt dæmi um hugmyndina, kenninguna eða hugmyndafræðina sem hún er innblásin af. Líkt og ég nefni að ofan þá þekki ég ekki alveg tilurð verksins, en mig grunar að hér eigi þetta alls ekki við.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
11) Staðsetning í tíma (presence in time). Hér virðist um að ræða að tíminn sé mikilvægt element í verkum fluxus-fólks. Þetta verk tekur ákveðinn afmarkaðan tíma, 1 klukkustund, sem virkar kannski ekki langt, en þegar maður skríður nakinn á gólfi hlýtur það að virka dáldið langt...
Curver Thoroddsen's Profile Photo
12) Tónlist (musicality). Þetta skýrir sig sjálft, og tengist náttúrulega margmiðluninni. Er þetta kannski að einhverju leyti eins konar dans?

(takið eftir að röðin fokkaðist aðeins upp hjá mér)

góðar stundir