Tuesday, May 1, 2018

Þrjár forsendur fyrir leiðtoga

Samfélög mannfólks og hreyfingar af öllu tagi hafa þörf fyrir leiðtoga og stjórnendur. Hverjir þetta eru og hvernig viðkomandi eru valdir varðar miklu. Við lifum við fyrirkomulag í landinu okkar sem heild, og jafnframt í margvíslegum félagsamtökum sem við köllum lýðræði. Helstu farvegir þess eru annars vegar kosningar og svo hins vegar starf á ýmsum fundum og þingum.  Algengur og hættulegur misskilningur er að kosningarnar séu aðalatriðið, en að mínu viti er það lýðræðislegt félagsstarf sem skiptir mestu máli, og hnignun þess er vandamál. En þessi pístill átti ekki beint að vera um það. Ég ætla að setja fram tilgátu um þrjú grundvallaratriði sem skipta máli í sambandi við stöðu lýðræðislega kjörinna leiðtoga, svona hugsanlega mælistiku til að nota í sambandi við mat á þeim. Ég mun svo koma með eitt dæmi sem sýnir mögulega notkun á módelinu. Rétt að vara við að þetta er ekki sérstaklega frumlegt, en kannski hefur einhver gaman af þessu.

1) Leiðtogi er formlega rétt kjörin. Við valið var öllum reglum fylgt, viðkomandi er það sem kalla mætti "réttkjörin". Hér gildir að tryggt sé að ekki hafi verið svindlað, rétt hafi verið farið með kjörgögn, hlautlausir matsmenn lagt blessun sína yfir ferlið o.s.frv.

2) Leiðtogi nýtur trausts meirihluta þeirra sem hann á að leiða á hverjum tíma. Þetta er nokkuð afstæðara, en hér  hægt að notast við almenna orðræðu, skoðanakannanir o.s.frv. Leiðtogi sem um langt skeið er í embætti í óþökk meirihluta þeirra sem hann á að leiða er afleitur leiðtogi. 

3) Leiðtogi stendur siðferðilega traustum grunni, byggt á sjálfsþekkingu og raunsærri sýn á raunverulegt erindi sitt í stöðuna. Þetta mætti hugsanlega tengja við eitt af grunnsjónarmiðum jógaheimspeki, eða satya sem er að sjá hlutina eins og þeir raunverulega eru. Þetta er vitaskuld vandmeðfarið, en ég myndi líta þannig á að annars vegar er þetta atriði sem leiðtogi á við sjálfan sig, og hins vegar í eins konar persónulegu sambandi viðkomandi við hvern og einn í heildinni sem leidd er... Þessi afstaða kann að vera röng og jafnvel uppblásinn, en ég tel að þetta sé mikilvægt atriði og oft vanmetið.

Dæmið sem ég hef í huga er vitaskuld Trump forseti Bandaríkjanna,
1) mörg vafaatriði.
2) nei, svo virðist ekki vera og
3) .... tja, já, hmm...... Líklega má sér segja að hans afstaða til erindis síns virðist vera sú að þarna sé hann á hárrréttum stað, en margir þeir sem tilheyra ríkinu hans og svo við sem horfum á þetta utanfrá teljum að það byggi á einhverjum hrikalegum misskilningi....

Svo er bara að prófa að máta þetta á hina og þessa :-) 

Friday, April 13, 2018

KÍ þing 2018 - nokkrar pælingar

Jæja, þá er fulltrúi 109 á ársþingi KÍ 2018, fulltrúi félagsdeildar VÍ í FF kominn heim eftir vægast sagt áhugaverða daga við þingstörf.

Ég ætla hér, í hráu og hressu máli að láta vaða nokkrar hugleiðingar um þingið.... ég ætla ekki að deila því inn á ákveðna félagsmiðla því ég nenni eiginlega ekki að fá þann væna skammt af svívirðingum innblásnum af heift sem myndu fylgja því. Fæ gusuna líklega samt en ég vil samt ekki alveg snarþagna bara út af því.

Það er mikilvægur lærdómur í því hvernig félagsstarf og lýðræði virkar að taka þátt í svona þing. Lýðræði og félagsstarf er þolinmæðisvinna og það reyndi vel á það. Jafnframt er það líka þannig að þetta virkar:
-mál er lagt fram
-nefnd rýnir það
-fulltrúar fá að ræða og lagfæra....

Það var reyndar áhugavert að sum mál sem að mínu mati eru ekki stórvægileg fengu mun meiri umfjöllun en önnur, t.d. kjaramálin, en það er nú bara eðli lýðræðisins og ekki mitt að dæmi ;-)

Atriði sem koma frá nefndum eru oftast gagnleg og svo koma ábendingar annarra fulltrúa oft inn með þeim hætti að hlutir eru færðir til betri vegar og hugsanlega misskilningur leiðréttur o.s.frv. Atriði sem ég velti þó fyrir mér er hvort það ættu að vera einhver vinnulagsreglur um fjölda mála sem lagðar eru fyrir og fram af ákveðnum nefndum - því milli nefnda var töluvert ójafnvægi í þessu.

Hugsanlega það almikilvægasta við þingið er það er vettvangur tengslamyndunar, bæði innan félaga sem mynda KÍ heildina og svo líka þvert á félögin. Ég sat með félögum úr SÍ og FF á borði og myndaðist þar góð stemning og það var bæði fróðlegt og skemmtilegt. Voru félagar mínir margir reyndari en ég og það kom sér oft vel.

Ég lít svo á að KÍ standi fyrir ákveðna hugsjón, og í raun ákveðna pólítík. Kennarar eiga að standa saman, standa vörð um menntun og velferð í landinu og njóta sömu kjara burtséð frá skólastigi. Þetta er mín einlæga trú. KÍ á jafnframt að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og standa með kennurum um allan heim gegn holskeflu niðurskurðar, einkvavæðingar og nýfrjálshyggju sem er helsta ógnin sem steðjar að mannkyninu að mínu mati.

Síðasta atriðið var svo formannsuppákoman. Ég varð fyrir vonbrigðum með útkomunu þar, ég ber ekki traust til formannsins og fannst framganga stuðningsliðs hans þarna fremur sérkennileg og málið allt hið undarlegasta. Í þessu reyndist ég vera í minnihluta (þó nokkuð stórum) þingfulltrúa. Ég bý hins vegar í landi þar sem þeir sem hafa farið með æðstu stjórn hafa nánast aldrei verið mér að skapi svo þetta er kunnugleg tilfinning - en svona er lýðræðið. Það var hins vegar líka lýðræðislegt að það kæmi skýrt fram að allnokkur hópur okkar telur að staða Ragnars Þórs sé þannig að hann sé ekki heppilegur formaður, og dramatíkin og æsingurinn í viðbrögðunum við því fannst mér alveg út úr kortinu. En það er nú kannski bara ég. Og þessi málatilbúnaður um að nú bara fari allir nemendur endalaust að ljúga upp á okkur er afar ógeðfelldur.

KÍ lifir þetta af, og við sjáum hvað gerist á næstunni. Það er nóg af áskorunum í kjaramálum, skólamálum og réttindamálum og innan raða allra félaganna fullt af frábæru fólki sem hefur kraftinn í að díla við það allt saman: sumir miklir aðdáendur meistarans úr Nolló, aðrir sem vildu helst sjá einhvern annan í embættinu. So it goes.

Thursday, June 22, 2017

Feyerabend, hlaupandi indjánar, kvenræði og anarkismi í verki

Í tuttugsta kafla Against Method

 talar Paul Feyerabend (uppáhaldsgaur)


um það hvernig afstaða hans til háskólakennslu, heimspeki og alls þess breyttist við það að vera að kenna í Kaliforníu þegar breytt menntastefna leiddi til þess að nemendahópurinn varð "fjölmenningarlegri" .... hann verður fyrir svona e.k. upp- (eða niður-) ljómun því þarna dettur það í hausinn á þessum hvíta, evrópska, hámenningarlega forréttindapésa að kannski hafi hann ekkert að kenna þessu fólki - þetta er 1964 löngu fyrir allt tal um feðraveldi og hvað veit ég svo mér finnst þetta dáldið töff (ath. þessi kafli er í seinni útgáfu AM). 
Image result for tarahumara
Fyrsti hópurinn sem Feyerabend nefnir þarna til sögunnar eru Mexíkanar, helst þekktir fyrir að nú á að múra þá inni frá "siðmenningunni". Mexíkó er gríðarmikið land sem ég þekki ekki vel, en hef haft spurnir af Tarahumara indjánunum. Þeir hlýddu ráðum Járnfrúarinnar þegar spænsku þjóðarmorðingjarnir komu í landið þeirra og hlupu til hæðanna og hafa verið hlaupandi síðan. Þeir hafa inspírerað hreyfingu sem tengist því að hlaupa berfætt eða í mínímal fótabúnaði og svo því að hlaupa fáránlega langar vegalengdir. Þeir eru bláfátækir og hefðbundinn lífstíll þeirra er á undanhaldi - en er klárlega þannig að af honum má læra...
Image result for cheran mexico


Í Mexíkó er líka bærinn Cheran en þar fengu konurnar nóg af spillingunni, glæpunum og ruglinu sem einkennir svo mjög lífið í Mexíkó og tóku völdin. Það var ekki nóg að sparka út glæpamönnunum, heldur fylgdu löggurnar og stjórnmálamennirnir í kjölfarið. Samstaða fólksins hefur leitt til þess að það hefur náð sjálfstæði, og þau starfa í samstarfi við ríkisstjórn Mexíkó: stjórnmálaflokkar eru bannaðir, það er sjálfstætt réttarkerfi fyrir minniháttar glæpi. Fólk er öruggt á götunum og traust ríkir í samskiptum.

rojava pyj kurdish female fighters
Í norðausturhluta hins stríðshrjáða Sýrlands, í héraðinu Rojava hafa kúrdar komið sér upp sjálfstjórnarhéraði sem byggir á prinsippum anarkisma, visthyggju og femínisma. Það er skipulag ráða sem tengjast hverjum hluta svæðisins fyrir sig, kvótar um hlutfall kynja og þjóðarbrota í þeim o.s.frv. Þetta er metnaðarfyllsta tilraunin af þessu tagi síðan í spænsku borgarastyrjöldinni. Því miður er mikil hætta á því að þessi merka tilraun verði fótum troðin og upprætt þegar "friður" kemst á - en það er engu að síður mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og vera upplýst um þessa hluti.

Að lokum, Banksy:
Image result for banksy anarchist rat
Wednesday, June 14, 2017

Lindy lögmálið - The Lindy effect

Okkar tímar, sem ná kannski 1-200 ár aftur í tímann, líklega aðeins meira, hafa einkennst af mikilli framfarahyggju. Hugmyndin er sú að við séum í stöðugri sókn og að allt sé að verða stöðugt betra. Lífsgæði, tækni, mannréttindi o.s.frv. Þrátt fyrir tuldur í hornum rykfallinna háskólabygginga þá má segja að þetta viðhorf sé mjög ríkjandi og sterkt, og byggir að nokkru á góðum rökum.

Ein afleiðing af þessu er sú skoðun að þær hugmyndir sem við gerum okkur um lífið og tilveruna, og sú tækni sem við notum sé algjörlega ný, umbreytandi og stórkostleg og sé örugglega komin til að vera.

Skoðum mynd.Á þessari mynd má sjá allnokkur dæmi um merkilega tækni. Þarna er borð, stólar, eldhúsrúlla, plastpakningar, skál, brauðkassi, gluggi og ofn. Og tölva. Framfarahyggjan myndi segja okkur að mikilvægasta oog hugaverðusta,  og lífseigasta tækni þarna væri tölvan.

En Lindy lögmálið segir nei. Sú tækni sem er að líkindum er mikilvægust og líklegust til langlífis er skálin og svo bollinn, síðan borðið, svo stólarnir og tölvan kæmi langseinust.

Lindy lögmálið segir að tækni, hugmynd eða hugverk megi ætla áframhaldandi líf samkvæmt því hversu lengi það hefur verið til. Þannig hefur skál verið tækni sem menn hafa nýtt sér í árþúsundir, en tölva bara í nokkra áratugi - tölvutæknin hefur ekki staðist þá tímans tönn sem skálin hefur. Þessi tegund af lífseigni er þvert á það sem á við lífverur. Eldri lífvera á færri ár eftir en yngri lífvera að öllu jöfnu, og það sama gildir um fýsíska hluti. Hugmyndin um bollann mun lifa, en stök dæmi um bolla munu hverfa.

Skoðum aðra mynd:Hvor bókin er líklegri til að vera enn í prentun eftir 2000 ár?

Lærdómurinn er sá að gína ekki yfir öllu sem er nýtt, og líka að ætla ekki að heimurinn sem við byggjum sé eins rosalega ólíkur heimi formæðra okkar og við viljum oft vera að láta. Kynni mín af þessari hugmynd eru frá þeim ágæta tækifærisheimspekingi og mikla pælara Nicolas Nassim Taleb, hugsa að ég skelli inn fleiri svona smápælingum frá honum eftir því sem ég verð í skapi til.Monday, June 12, 2017

Vinátta, nýfrjálshyggja og færni fyrir framtíðinaÚr improvinu í eldinn eins og þeir segja....

Hér að ofan er fyrsti hluti af fjórum af mjög áhugaverðum fyrirlestri Todd May um arnarkisma og heimspeki. Þetta er allt mjög spennandi og intresant en kannski ekki beint léttmeti. Ákveðin kjarni í pælingu hans er að vinátta sé forsenda anarkisma, og að það að ástunda ("sanna") vináttu sé í rauninni í andstöðu við kerfið og nýfrjálshyggjuna..... Hér ætla ég ekki að útskýra þetta í smáatriðum en kynna nokkur hugtök sem liggja þarna að baki. 

Það er flestum ljóst að við búum í neyslusamfélagi. Það þurfti ekki Costco til. Auglýsingaflóðið brýtur á okkur eins og tsunami, við tökum á móti efni úr allskonar efnisveitum, bryðjum skyndimat og svolgrum í okkur ískalt ölið í alsherjar neysluvímu. (e. the consumer) 

Til þess að neysla geti átt sér stað þá þarf framleiðsla að eiga sér stað. Það undarlega er samt að núna er framleiðandinn úr augsýn (að verulegu leyti, ýmist í Kína eða á Selfossi). (e. the producer) 

Auðurinn í heimi nýfrjálshyggjunnar er nefnilega ekki skapaður af eða fyrir framleiðendur, heldur af frumkvöðlum - þessum óumdeildu og stórbrotnu Jobsum samtímans. Einkenni frumkvöðulsins er að sjá fjárhagsleg tækifæri alstaðar, og líta á lífið sem einn alsherjar markað til að græða á.  (e. entrepreneur)

Nýfrjálshyggjan mótar okkur annars vegar sem neytendur og hins vegar sem frumkvöðla. Tími þar sem við erum ekki að neyta (grilla) eða frumkvöðlast (græða) er tími sem er illa varið - en þarna væri einmitt tíminn sem við verjum t.d. í að vera vinir hvers annars, að rækta djúpstæð sambönd.... Hér er að mörgu að hyggja en þetta skýrir mjög vel hvers vegna stytt vinnuvika er "efnahagslegt hryðjuverk"  - mikla andstöðu kerfisins við hugmyndir um borgaralaun o.s.frv. 

Þannig má segja að það megi líta á ýmsa hluti sem tegundir af ákveðinni andstöðu gegn þessu módeli, t.d. að rækta djúpstæð alvöru jafningjasambönd frekar en að líta á kynlíf sem neysluvöru. Vináttan er einmitt mikilvægur kjarni þar, og eðli vináttunar er að hún krefst ekki endurgjalds og er ekki ástunduð með einhvern framtíðarágóða í huga. Sá sem lítur svo á skilur ekki vináttu og um leið og þú uppgötvar að einhver í umhverfinu í í rauninni bara að nota þig þá er viðkomandi alveg örugglega ekki vinur þinn. 

Varðandi menntamálin þá er hér ákveðinn vandi sem ég hef persónulega nokkrar áhyggjur af. Í umræðum um breytingar á kennsluháttum er oft talað um eitthvað sem heitir 21st Century Skills og tengist aukinni áherslu á tækninýjungar, samskiptamiðaðar kennsluaðferðir o.s.frv. - að verulegu leyti jákvæðir og uppbyggilegir hlutir. Málið er samt að þessir færniþættir er færni "frumkvöðulsins" ... Inn í "gagnrýna hugsun" sem er hluti af þessum pakka er ekki hugsuð raunveruleg samfélagsgagnrýni og yfirvegun samfélagsgerðarinnar. Ein mantran sem þessi pæling byggir á er "við vitum ekki hvaða störf verða til eftir X ár" og þurfum að búa unga fólkið undir það. Eða hvað? Við munum þurfa kennara, löggur, hjúkrunarfræðinga, smiði, málara.... eiga allir að verða Steve Jobs? Er þetta ekki eitthvað aðeins skrýtið? 

Ég held að málið sé að lýðræðislega þenkjandi, og mögulega róttækir, umbótasinnar í menntamálum verða að fara varlega í að gleypa við þessum pælingum, taka það sem er gott en gæta vel að því að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Sérstaklega hugsa ég að við þurfum að gæta okkar að gína ekki yfir teknófílíuna sem tengist þessu öllu saman.
Hvorki mér né Todd (ef ég skil hann rétt) dettur í hug að hlutverk neytenda og frumkvöðuls séu af hinu illa - ógnin er fólgin í því að þessi hlutverk yfirskyggja allt annað og gætu í einhverjum afar raunverulegum skilning ógnað sjálfum kjarna mennskunnar: vináttunni og ástinni.