Friday, October 7, 2011

Framhaldsskólanemar pæla í menntun!

Nú er semsagt hafinn umræða meðal framhaldsskólanema um menntun og kennlsuhætti, hér er viðbragð úr Mosfellsbænum við bloggi ármanns úr MS http://www.nffmos.is/?p=188. Öðruvísi mér áður brá.

Lilja virðist mér betri penni en ármaður. Eins og ég nefndi nú í fyrra blogginu mínu þá tengist hluti vandans í MS þeim skóla fremur en skólakerfinu. Grunnskólar eins og Nolló hafa um langt skeið verið með alls konar tilraunamennsku og opnum vinnuháttum. Á Grundarfirði, í Borgarnesi og í Mosfellsbæ hafa svo framhaldsskólar fæðst sem eru að prófa sig áfram með nýstárlegt vinnulag. MA hefur líka verið að föndra við að koma fram með nýjungar. Allt er þetta mjög spennandi og frábært að heyra í nemendum um þessi mál.

Þessir skólar þurfa að mæta miklum fordómum af hendi annarra kennara, nemenda úr öðrum skólum, og í tilfelli MA hef ég ákveðinn grun um að nokkur andstaða sé innanhúss við breytingar. Ég held að það verði mjög mikilvægt verkefni að fylgjast vel með þessum skólum í framtíðinni.

No comments:

Post a Comment