Tuesday, June 24, 2014

ólæsi - ofskólun?

Vá, langt síðan síðast... orðinn master í menntunn í millitíðinni og whatnot.

Allavega, örstutt, hrá og hress, pæling.

Umræða um ólæsi og að skólarnir eigi einhvern veginn að standa sig betur í að framleiða læsi hefur verið ofarlega á baugi undanfarið.

Mér dettur í hug hvort að það gæti verið að lausnin á þessu gæti verið að gefa meira lausan tauminn og gefa pláss fyrir alskonar.

Fyrirbæri sem ég hef gaman af eins og rokk og spunaspil eru t.d. sprottinn upp utanvið og gjarna að einhverju leyti í andstöðu við skólana og eiga rætur sínar á tímum þegar skólasókn er minni, og ef ég skil pælingarnar rétt læsi var betra. Sama á við um rætur aktívisma og jafnréttisbaráttu af ýmsu tagi.

Lausnin gæti þá verið að minnka skólasókn til að auka læsi, og/ eða breyta starfinu í skólunum yfir línuna þannig að sjálfræði og sköpun nemenda aukist til muna.

Mætti etv. orða þetta þannig að við þvingum ekki læsi upp á fólk til þess að það standi sig sem einhverjir ímyndaðir fyrirmyndarþegnar í einhverju lýðræði sem okkur finnst frábært, heldur frekar þannig að við búum til óþvingaðar og lýðræðislegar aðstæðir og upp úr þeim munu spretta alskonar elegant konur og menn sem munu móta lýðræði framtíðarinnar - sem við höfum engan grun um hvernig verður.

Hafið þökk fyrir lesturinn.