Monday, October 3, 2011

Menntakvika, hrátt en hresst 2



Ármann Halldórsson skrifaði þann 30. september 2011 kl. 17:19


Að skynja tilgang: Sýn fólks á samfélag í tengslum við borgaralega þátttöku - Sigrún Aðalbjarnardóttir
... fyrsti fyrirlesturinn eftir hádegi á Menntakviku. 

Ungt fólk vill hafa áhrif og bera félagslega ábyrgð. Þátttaka bæði í þágu eigin þroska og samfélagsins í heild sinni. Skynjun tilgangs lykilatriði í hamingju. 'Finnast maður hafa tilgang' - er það siðferðilega óháð (klíkur, ungnasistar)? Þrautseigja: hæfni til að leysa vandamál,  félagshæfni, sjálfstæði, skynja tilgang.  Rannsókn: Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Frumbreytur: réttlætiskennd, tillfinningaleg viðb rögð, hversu oft ræða þau stjórnmál, og afstöðu til borgaralegrar þátttöku. 

Rétltætiskennd: tilfinniningaleg viðbrögð við fréttum, vilji til að mótmæla. 
Ræða við foreldra og aðra um stjórnmál. 
Hvernig er góður borgari varðandi starf tengt stjórnmálum (hefðbundið) 
Góður boragri; óhefðbundið, mannréttindi og umhverfismál.

Stúlkur meðvitaðri en strákar. 
Meðvitund meiri hjá yngri. 

Að hafa vald, þetta finnst þeim ekki mikilvægt, en strákarnir hafa markvert meiri áhuga. 

Meiri áhuga á frið á jörð en að eiga peninga, mjög áhugavert.... 

Mismunandi fylgni: tilfinning fyrir óréttlæti og velferð samfélags þá er áhugi á óhefðbundnum hreyfingum
EN ef þau álíta hefðbundið stjórnmálastarf mikilvægt þá vilja þau frekar eiga vald - og svo eru jafnvel þeir sem eru áhugamenn um hefðbundið stjórnmálastarf ekki áhugamenn um velferð samfélagsins... og þegar þau hafa áhuga á óréttlæti í samfélaginu þá eru þó ólíklegri til að vilja hafa vald.... anarkistar :-) 

Mjög áhugaverðar niðurstöður... spurning um að setja spurninguna um 'leiðtoga' með 'peningum'. Umræðurnar fóru heldur mikið inn í einhverja umræður um aðferðafræði sem mér þóttu nú ekki of spennandi....

Svo var það Ársæll Arnarson um einelti. Hann vildi óska að það væri ekki eins relevant og raun ber vitni, sbr. harmleikinn í Sandgerði. Eineltið verður stöðugt tæknivæddara. Mikið af tölum, spurningar hvernig þetta er að breytast. Hef ákveðnar efasemdir um þessar megindlegar nálganir. Vilja gerendur síður viðurkenna gjörðir sínar? Tvískinnungur í umfjöllun um þessi mál í samfélaginu. Hvernig kemur samskiptaárásargirni inn í þetta? 

Jóhann Björnsson, hvernig kennir kennarinn gagnrýna hugsun? 
BÞ: að láta ekki telja sér trú um hvað sem er gagnrýnislaust, þe. án nokkurrar umhugsunar. Það er hægt að misskilja sjálfan sig.
skynja, undrast og efast, spyrja, mynda sér skoðun og færa fyrir henni rök, hlusta, rökræða

Tekur nokkrar vikur bara í að skynja, fyrirbærafræði af viti, skoða þetta með honum.
 Algjörlega frábærlega spennandi hjá honum, væri til í að fara í heimspeki hjá honum!

No comments:

Post a Comment