Saturday, October 29, 2011
Jafnréttisdagar og þjóðarspegill- takk fyrir mig
Undanfarið hef ég sótt nokkra viðburði og fyrirlestra, fyrst í tengslum við Jafnréttisdaga HÍ og svo eina málstofu á Þjóðarspegli - allt tengt jafnréttismálum og femínsima. Þarna hafa verið miklar og góðar pælingar í gangi og hefur þetta verið stórhressandi fyrir alla mína vitund og hugsun. Til dæmis má nefna frábæra sýningu Kviss Búmm Bang á lokahátíð Jafnréttisdaga - hápunktur hennar eflaust þegar fórnarlömb kynferðisbrota (raunveruleg) lásu upp viðbjóðslega klámbrandara sem þær höfðu fundið á netinu. Á Þjóðarspegli var svo einn öldungis frábær fyrirlestur þar sem nokkrar öflugar fræðikonur tóku Öðlingsátak Fréttablaðsins frá í fyrra til gagnrýninnar athugunar.... sterk greining og góður leiðarvísir sum hvaða leiðir sé best að fara í að virkja karla í jafnréttisbaráttunni til framtíðar.... Takk fyrir mig!
Labels:
femínismi,
jafnréttisdagar,
öðlingur
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment