Ármann Halldórsson skrifaði þann 28. júlí 2011 kl. 21:23
Já, svona aðeins til að mismuna ekki sköpunarverkum þá er ég náttúrulega líka voða ánægður með Ens423 og 433. Vinnubrögðin þar eru að vísu mun svona hefðbundnari, lesnar ákveðnar bækur og unnin úr þeim verkefni; en bækurnar eru semsé annars vegar í 423 Hringadrottinssaga og í 433 vísindaskáldsögur eftir Iain M. Banks og Neal Stephenson auk þess sem horft er á Donnie Darko og Matrix (1). Ég fæ yfirleitt framúrskarandi nemendur úr öðrum framhaldsskólum í þessa áfanga með brennandi áhuga á efninu... og mér skilst að framboðið á áhugaverðum bókmenntaáföngum í ensku sé fremur takmarkað... Þessi smábúskapur hjá mér og okkur í Versló er náttúrulega dæmi um hvernig opni fjarmegaskólinn getur tengt saman þá sem hafa áhuga á misundarlegum hlutum og hægt að gera skemmtilega hluti úr því. Ég þarf vitaskuld að fara að öppdeita þessi námskeið. Mikilvægasta viðfangsefnið væri líklega að búa til annan sér fantasíuáfanga, setja nýjar bækur og myndir í SF áfangann og koma að viðfangsefnum í Tolkien áfangann þar sem róttæk gagnrýni á þann kaþólska íhaldsfausk og snilling kemur fram....(það er reyndar til mastersritgerð á íslensku þar sem sú kenning að JRR hafi verið anarkisti er sett fram, sönnunarbyrðin ansi þung, sérkennilegt að velja Tolkien þar sem eðal fantasistar eins og Moorcock, Le Guin og Alan Moore eru yfirlýstir anarkistar... efni í annað blogg).
No comments:
Post a Comment