Tuesday, May 30, 2017

Impov - blogg 1 

Ég skellti mér á námskeið hjá Improv Ísland, sem heitir Haraldurinn 1 núna á vordögum. 

Því miður þá féll ég þar sem ég mætti bara í helminginn af tímunum, ekki af leti og ómennsku heldur vegna þvælings  til útlanda, veikinda og annarra tegunda af því sem tryggingafélög kalla "acts of god" (reyndar var það ekki guð sem sendi mig til Tyrklands, en það er önnur saga). 

Stutta útgáfan: þetta er sjúklega skemmtilegt, ég ætla aftur og mæli eindregið með þessu að öllu leyti. 

Kennarinn minn var frábær, en hann heitir Pálmi: 
Image may contain: 1 person, smiling, sitting

Hópurinn var frábær, þau heita ýmislegt: 

Image may contain: 12 people, people smiling, people standing and indoor

Ég kom sumsé ekki á lokakvöldið og því vantar mig á myndina, þar að auki féll ég svo....

Allavega. Hver gæti verið punkturinn með að fara á svona námskeið, t.d. fyrir kennarablók eins og mig, og af hverju að skrifa blogg um þetta. 

Ég hef reyndar verið núna um skeið að sjóða inni með alskonar mál sem ég ætla að blogga um en við sjáum til með það. Reyndar er það þannig að skrif eins og þessi og svo improv eiga ýmislegt sameiginlegt - þeas ef ég held mig við að vera hrár og hress og eyða ekki miklu púðri í að fara yfir stöffið. Skrif eru líka alltaf í raun e.k. performans .... gaman t.d. að pæla í því samhengi við þakkarræðu Bobs Dylan  fyrir nóbelinn þar sem hann ber sjálfan sig saman við Shakespeare og hvernig sá sem skrifar leikrit er alltaf bundinn af pælingum um hvaða aðstæður eru fyrir hendi til að koma því á svið; sá sem skrifar lag skrifar það með ákveðna hljóðfæraleikara í huga o.s.frv. .... sá sem bloggar eins og ég er bara að gubba út sér einhverju fyrir sjálfan sig og nokkra nörda sem gætu mögulega haft áhuga og þarf að passa sig að vera ekki of langorður (þið sáuð hvað ég gerði þarna). 

Það sem er töff við improv er ýmislegt og ég kannski tala meira um það seinna. Ég vil taka fram að ég féll og það sem ég segi er náttúrulega algjörlega byggt á hreinræktuðum amatörisma og mínum eigin fókus og áhuga. 

En: allavega, í improv verður til eitthvað úr engu
Uppspretta merkingarinnar verður til í samskiptum og samtali
Það er í lagi og mikilvægt að mistakast
Það er upplifun sem er í senn andleg, líkamleg og félagsleg
Improv slær á egó og hefur ekki áhuga á snillingum
Improv er búið til með ákveðnum skýrum reglum sem virka einfaldar, en eru lúmskt erfiðar

(var ég búinn að nefna að ég féll?) 

Ég var að fatta að svo get ég gert stutt blogg um reglurnar sem ég man (og Pálmi kannski leiðréttir grófar vitleysur sem ég myndi setja fram) 

Síðasta: 

Ég lít á improvið sem endurmenntun. Það eru ýmsar leiðir til að uppfæra sig svona sem kennari, ein leið er að verða meiri fræðabrúskur, læra aðferðafræði og gera rannsóknir... ég t.d. tók master þannig. Þetta er gott og gilt, en ég nenni því ekki í bili, held jafnvel að minna fræðilegur heimur væri betri heimur. 

Hin leiðin er að vera betri praktíkant að ýmsu leyti. Þá felst það í því kannski að æfa sig í ýmis konar samskiptum, performans, leiklist, kannski tónlist og veita því svo með ýmsum hætti inn í starf manns. Í bili er það þannig endurmenntun sem ég vil og þess vegna ætla ég aftur að fara í Haraldinn, og hætti ekki fyrr en ég næ. Næst: Já og.