Thursday, November 14, 2013

út fyrir rammann...

Ég rakst á þennan frábæra pistil eftir Berglindi Tómasdóttur. Hún talar um klassíska tónlist og hljóðfæranám og grundvallaratriðið er að allur kúltúr í kringum þann heim sé að einhvejru leyti læstur í fortíðinni og bara allt of einhvern veginn 'klassískur'. Pælingin að hægt sé að ganga í gegnum áralangt hljóðfæranám þar sem aldrei er neinn spuni eða frumsamið á dagskrá er með ólíkindum - geri ráð fyrir að margir verði til að andmæla þessu, enda ekki pælingin að setja hér á miklar rökræður um tónlistarnám per se.

Það sem vekur áhuga minn hérna er hliðstæðan við almenna menntun og þá almennu pælingu að áherslan á sköpun í skólum yfirhöfuð er ótrúlega lítil. Kennsla í skapandi greinum er jafnvel ekki endilega neitt sérstaklega skapandi.....

Svo ráðlegg ég bara öllum að lesa pistilinn hennar og pæla í þessu máli - síðast en ekki síst vil ég minna á að kennsla (af öllu tagi!) er skapandi grein og ég var að fá mergjaða hugmynd varðandi ræðudæmið sem ég er með í gangi í ens103....