Friday, July 26, 2013

Spil, speki og rokk

Halló!
Ég set hér inn smá blogg í tilefni af skemmtilegu innliti mínu til Frosta og Mána í Harmageddon núna í morgun - kveikjan var vinna mín að Klapplandi sem var fjallað um í Fréttablaðinu í gær. Ég var hæstánægður með þetta og við spjölluðum annars vegar almennt um heimspeki og hins vegar um spilið, spil sem kennsluaðferð o.s.frv. - komum svo inn á af hverju strákar sækja meira í heimspeki en stelpur og fleira gott.

Ophidian IÞegar ég var að fara gengu tveir vígalegir dauðarokkarar í stúdíóið - úr hljómsveitinni Ophidian I (sem þýðir 'snákurinn ég')  .... fór reyndar að velta fyrir mér hvort í þessu fælist óbein / bein vísun í Harry Potter en líklega væru svona harðir gaurar ekki ánægðir með slíkar tengingar.

Ármann HalldórssonÉg klikkaði náttúrulega á að nefna mitt eigið framlag til rokksögunnar sem trommuleikari í Mosa frænda - þó reyndar sé Mosinn ekki dauðarokksband - ég er ekki alveg kominn með slædið á bassatrommunni nógu vel á hreint fyrir það.

Ég hef í sjálfu sér ekki miklu við þetta að bæta (öðru en hlekk á viðtalið um leið og það verður klárt), nema að mér finnst frábært að heimspeki og pælingar um kennslu komist að sem víðast og ég er mjög ánægður með framlag þeirra Harmageddon félaga í því sambandi - og finnst kúl að vera kominn í félagsskap við snákarokkara á öldum ljósvakans.