Monday, November 7, 2011

Um skólamál á þriðja áratug tuttugustu aldar í Reykjavík

"Þó að þær aðferðir, sem skólinn beitti bæði í kennslu og til siðunar börnunum, hafi eigi verið taldar alls kostar ákjósanlegar frá sjónarhóli nútímans, ber ekki að skilja þá ábendingu sem ásökun í garð þeirra sem við skólann störfuðu, fremur en það væri ásökun í garð bændastéttar þeirra tíma, að á það væri bent, að ýmsar ræktunaraðferðir þeirra væru nú úreltar, og það enn síður vegna þess að starf skóla okkar hefur enn hvergi nærri náð þeim þroska, að það hafi alls kostar vaxið upp úr hinum úreltu aðferðum, fjarri því. Það eimir mjög eftir af þeim í skólum landsins, meira að segja svo, að oft sér ekki í heiðan himin.“


Ármann Halldórsson (eldri)
: Saga barnaskóla í Reykjavík til 1930, 2001

No comments:

Post a Comment