Tuesday, October 26, 2021

Róttæk kennslufræði II

Þetta blogg er sérstaklega ætlað þeim sem eru á síðunni um róttæka kennslufræði, og hluti af viðleitni til að sjá hvort það megi eitthvað virkja það dæmi meira .... 

Ég hef áður skrifað samnefndan pistil sem er númer eitt sumsé. 

Þetta er skrifað í Nörrebro hverfinu í Kaupmannahöfn, en hér rétt í nágrenninu er menntaskólinn Det Frie sem titilmynd síðunnar er frá og ég hvet ykkur til að kynna ykkur: https://www.detfri.dk/

Mér datt í hug að leggja grunn að einhvers konar manífestói sem við gætum haft á síðunni. Svo er líka spurning hvort það væri heppilegra að hafa hóp en læksíðu .... og er Facebook besti vettvangurinn .... ? Allt mjög verðugar pælingar. Ég hendi niður nokkrum hugmyndum, og svo bara endilega heyra frá sem flestum. 

-Starf kennara og allra menntastofnana snýr að því að efla alhliða þroska fólks með fjölbreytilegum hætti, alt sem þrengir og heftir þessa viðleitni þarf að forðast. 

-Námsmat af öllu tagi á helst að leggja niður. 

-Endurhugsa þarf hönnun á tíma og rúmi þar sem menntastarf fer fram (stundatöflur og skólahúsnæði)

-Öllum stefnum og dogmum þarf að taka með miklum fyrirvara en læra af þeim og sýna virðingu, hvort sem það snýst um "núvitund", "hæfniviðmið" eða "hjalla". 

-Við lærum af hvert öðru og kennurum og skólum um heim allan til að bæta okkur í viðleitni okkar. 

-Afnema ber Aðalnámskrá og innleiða þennan lista í staðinn. 

-Húmorsleysi er óheimilt. 

-Nemandinn er í forgrunni. 

-Fög eru rammar sem geta stundum verið heppilegir, en oft eru þeir fyrir. 

-Það á að vera gaman í skólanum. 

-Heimanám er bannað nema það sé örugglega skemmtlegt og á forsendum nemandans. 

-Kennarastarfið er besta starf í heimi. 

-Það er hægt að lauma ýmsu róttækum prinsippum inn í starfið, jafnvel í mjög íhaldsömu umhverfi. 


Friday, July 9, 2021

Malcolm Gladwell um mat á háskólum í Bandaríkjunum

Ég var að ljúka við að hlusta á tvo þætti hjá Malcolm Gladwell í Revisionist History, sem er besta hlaðvarp í heimi, þennan hérna: 

 https://www.pushkin.fm/episode/lord-of-the-rankings/

og svo þennan hérna 

https://www.pushkin.fm/episode/project-dillard/

En í þessum þáttum tekst Malcolm á við að gagnrýna og greina matskerfi US News fyrir Bandaríska háskóla, (Hér er nýjustu niðurstöður þar). 

Í mjög stuttu máli kemur það ákaflega berlega í ljós að þessi ágæti listi mælir allt annað en gæði menntunar. Fyrst og fremst er þetta listi sem vegur eftirfarandi þætti: 

-hversu ríkur er skólinn 

-hversu mikilla forréttinda njóta nemendur við þessa skóla

-hversu hátt hlutfall nemenda eru hvítir

o.s.frv. 

Þessir þættir eru mjög í anda Gladwells, en segja má að einn lykilþráður í hans verkum sé að draga í efa mörg kerfi sem eru notað til að meta og velja hluti - meintar hugmyndir um "gæði". Megin sjónarmiðið að er mikill hluti af hátimbruðum matskerfum sem við treystum á eru handónýt, bæði út frá beisikk tölfræði og líka út frá því hvernig þau viðhalda og styrkja félagslegt óréttlæti. 

Væri mjög gaman að sjá hann glíma við matskerfin sem eru notuð á heimvísu, en í fljótu bragði sýnist mér að þeir falli að miklu leyti í sömu gryfjur, en það er sagt á ábyrgðar samt. Mér finnst líka að þegar við hugsum um okkar litla kerfi á Íslandi að hér sé víti til að varast, og þó við séum ekki með eitthvað svona formlegt kerfi þá erum við með óformlegar hugmyndir um t.d. hvað séu "bestu" framhaldsskólarnir og kann að vera að það sé ekki byggt á mjög traustum grunni. 

Hvet allt áhugafólk um menntun til að hlusta á þættina og hugleiða þessi mál.