Saturday, October 29, 2011
Jafnréttisdagar og þjóðarspegill- takk fyrir mig
Undanfarið hef ég sótt nokkra viðburði og fyrirlestra, fyrst í tengslum við Jafnréttisdaga HÍ og svo eina málstofu á Þjóðarspegli - allt tengt jafnréttismálum og femínsima. Þarna hafa verið miklar og góðar pælingar í gangi og hefur þetta verið stórhressandi fyrir alla mína vitund og hugsun. Til dæmis má nefna frábæra sýningu Kviss Búmm Bang á lokahátíð Jafnréttisdaga - hápunktur hennar eflaust þegar fórnarlömb kynferðisbrota (raunveruleg) lásu upp viðbjóðslega klámbrandara sem þær höfðu fundið á netinu. Á Þjóðarspegli var svo einn öldungis frábær fyrirlestur þar sem nokkrar öflugar fræðikonur tóku Öðlingsátak Fréttablaðsins frá í fyrra til gagnrýninnar athugunar.... sterk greining og góður leiðarvísir sum hvaða leiðir sé best að fara í að virkja karla í jafnréttisbaráttunni til framtíðar.... Takk fyrir mig!
Wednesday, October 26, 2011
Samræðuhópurinn okkar í Versló
Í Versló erum við með smá hóp af kennurum sem hittist reglulega og spjallar um kennslu og menntamál. Hópurinn á rætur sínar í viðleitni til að stunda Starfendarannsóknir saman og svo að efla notkun á samræðum í kennslu. Í sinni nýjustu útfærslu má segja að þetta sé svona spjall /leshringur. Á síðasta fundi vorum við með frábært innlegg frá Söndru Eaton um greinina: What if the secret to Success is Failure?
Greinin fjallar um viðleitni tveggja ólíkra skóla til að innleiða prinsipp úr jákvæðri sálfræði inn í kennsluna, þar sem fókusinn verði á að kenna karakterstyrki fremur en bara námsefni. Farið er ólíkar leiðir í þessu efni og þetta er spennandi, flókið og erfitt viðfangsefni. Það verður stutt í kjánahrollinn þegar talað er um að fara að veita einhverjar viðurkenningar fyrir að sýna áhuga eða vera næs. Hins vegar er það svo að þegar rannsakað er hvað skilar árangri í víðum skilningi er það miklu fremur jákvæðir persónuleikaþættir en árangur á prófum sem skiptir máli. Þegar nemendur meta kennara eru það svo mannlegir þættir sem skipta mun meira máli en tæknilegir eða fræðilegir, og gildir það á öllum skólastigum.
Þetta er nú ekki stór eða öflugur vettvangur, en þetta er þó viðleitni til að stunda yfirvegun á starfinu og hugleiða hvernig skólinn okkar getur orðið betri. Mér finnst að þátttaka í svona hópum ætti að vera sjálfsagður þáttur í starfi hvers kennara. Ég tel að það eigi að snarminnka tímasókn hjá nemendum og auka tíma sem kennarar verja í að yfirvega starfið og undirbúa sig og stúdera. Ég lít raunar svo á að 'undirbúningur' sé annað og meira en að rifja upp lexíur dagsins, og hef eitthvað þrasað um það annars staðar. Ég tel þannig að unnt væri að ná ýmiss konar árangri í starfi skólanna svona án þess að það þyrfti að kosta einhver ósköp, þetta snýst meira um hugarfar og forgangsröðun.
Niðurstaðan í gær var að sjálfsagt væri að huga að því að leggja meiri áherslu á að kenna karakter, en, það sé nú líklega þannig að það sé ekki hægt að nota nákvæmlega sömu nálgun á Íslandi og í Bandaríkunum.
Friday, October 14, 2011
Gagnrýnin hugsun - gagnrýnar samræður, lykilatriði í framtíð menntunar!
Hér ætla ég að leggja örlítið út af fyrirlestrum Jóns Torfa Jónassonar og Catherine Snow sem báðir voru haldnir sem hluti af framlagi Menntavísindasviðs til 100 ára afmælis Háskóla Íslands. Mjög góðir og upplýsandi fyrirlestrar, líkt og flest það sem bar á góma í september í tilefni afmælisins hjá Menntavísindasviði og óska ég þeim til hamingju með myndarskapinn.
Jón Torfi Jónasson var epískur og leit vítt yfir svíðið í lestri sínum enda viðfangsefnið magnað - menntun til framtíðar. Hann er þó að mínu mati kannski beittari og meira afgerandi en oft þegar ég hef heyrt til hans hér og fagna ég því. Útlistun hans á tregðu menntakerfisins er vissulega ekki ný, og ekki sérstaklega hressandi. Hins vegar fannst mér áhugavert hveru jákvæður hann er út í nýja löggjöf í menntamálum og hversu miklu áherslu hann leggur á félagslegt og menningarlegt hlutverk menntastofnana.
Það er þó þegar hann tekur afdráttarlausu afstöðu með áherslu frá Rannsóknarnefnd Alþingis um að efla siðfræði og siðvæðingu skólanna sem ég sperrti eyrun mest. Hann tekur það skýrt fram að það að setja inn nokkra tíma í siðfræði eða heimspeki í skólanna hér eða þar sé alsendis ófullnægjandi viðbrögð við þessari kröfu, og auglýsir hann eftir raunverulegum viðbrögðum við þessu. Ýmsar nýjar áherslur nýrra laga, sjálfbærni, jafnrétti o.s.frv. eru líka augljóslega kall á mun heimspekilegri og opnari nálgun en við þekkjum og höfum þekkt .... og þá hljóta faggreinarnar að gefa eftir - nýir tímar, nýir nemendur: nýir kennarar og ný kennaramenntun. Það felur ekki í sér að við bætum ákveðnum skammti af Hegel og Platon inn í kennaranám heldur að við gerum námið opnara, rannsóknarmiðaðra og lýðræðislegra - og samræðan er form slíks náms.
Catherine Snow er með sértækara viðfangsefni sem er í grundvallaratriðum háþróað læsi. Þetta er viðfangsefni sem ætti að fá okkur til að sperra eyrun miðað nýlegar niðurstöður um slaka stöðu hérlendis á þessu sviði í ákveðnum hópum. Lykilvandi þeirra nemenda sem eiga í vandræðum með að lesa sér til skilnings er skv. Snow lélegur orðaforði. Lélegur orðaforði leiðir til þess að nemandinn skilur ekki textann sem hann les og missir þannig áhuga og einbeitingu og lendir í vítahring. Lausninn á þessu er þannig ekki einfaldlega að lesa meira, það dugar ekki til. Hvaða aðferð hafa þá Snow og kollegar hennar talið besta á þessu máli? Jú, samræður um áhugaverð málefni sem krefjast þess að nemandinn tileinki sér orðaforða sem þarf til að koma skoðunum sínum og niðurstöðum á framfæri - aðferðir sem líkjast mjög þeim sem hafa þróast innan barnaheimspekinnar, í fyrirbærum eins og í sókratísku samræðunni (sem ég hef prófað mig áfram með) og í aðferðum Oscars Brenfier.
Því tel ég það einsýnt að mikilvægur þáttur í uppbyggingu menntunar til framtíðar sé að stórefla þátt samræðu og rökræðu fyrir alla nemendur á öllum skólastigum í margvíslegu samhengi. Ég tel líka að hér opnist möguleiki til að nýta þá færni til að opna fyrir lýðræðislega þátttöku nemenda í eigin námi og að í því felist lykill að þeirri sjálfbærnihugsun sem kemur fram í nýju menntalögunum. Við sem erum að bauka í heimspeki með ungu fólki erum meira en tilbúinn að leggja okkar til að kippa skóla samtímans örlítið inn í framtíðina.
Jón Torfi Jónasson var epískur og leit vítt yfir svíðið í lestri sínum enda viðfangsefnið magnað - menntun til framtíðar. Hann er þó að mínu mati kannski beittari og meira afgerandi en oft þegar ég hef heyrt til hans hér og fagna ég því. Útlistun hans á tregðu menntakerfisins er vissulega ekki ný, og ekki sérstaklega hressandi. Hins vegar fannst mér áhugavert hveru jákvæður hann er út í nýja löggjöf í menntamálum og hversu miklu áherslu hann leggur á félagslegt og menningarlegt hlutverk menntastofnana.
Það er þó þegar hann tekur afdráttarlausu afstöðu með áherslu frá Rannsóknarnefnd Alþingis um að efla siðfræði og siðvæðingu skólanna sem ég sperrti eyrun mest. Hann tekur það skýrt fram að það að setja inn nokkra tíma í siðfræði eða heimspeki í skólanna hér eða þar sé alsendis ófullnægjandi viðbrögð við þessari kröfu, og auglýsir hann eftir raunverulegum viðbrögðum við þessu. Ýmsar nýjar áherslur nýrra laga, sjálfbærni, jafnrétti o.s.frv. eru líka augljóslega kall á mun heimspekilegri og opnari nálgun en við þekkjum og höfum þekkt .... og þá hljóta faggreinarnar að gefa eftir - nýir tímar, nýir nemendur: nýir kennarar og ný kennaramenntun. Það felur ekki í sér að við bætum ákveðnum skammti af Hegel og Platon inn í kennaranám heldur að við gerum námið opnara, rannsóknarmiðaðra og lýðræðislegra - og samræðan er form slíks náms.
Catherine Snow er með sértækara viðfangsefni sem er í grundvallaratriðum háþróað læsi. Þetta er viðfangsefni sem ætti að fá okkur til að sperra eyrun miðað nýlegar niðurstöður um slaka stöðu hérlendis á þessu sviði í ákveðnum hópum. Lykilvandi þeirra nemenda sem eiga í vandræðum með að lesa sér til skilnings er skv. Snow lélegur orðaforði. Lélegur orðaforði leiðir til þess að nemandinn skilur ekki textann sem hann les og missir þannig áhuga og einbeitingu og lendir í vítahring. Lausninn á þessu er þannig ekki einfaldlega að lesa meira, það dugar ekki til. Hvaða aðferð hafa þá Snow og kollegar hennar talið besta á þessu máli? Jú, samræður um áhugaverð málefni sem krefjast þess að nemandinn tileinki sér orðaforða sem þarf til að koma skoðunum sínum og niðurstöðum á framfæri - aðferðir sem líkjast mjög þeim sem hafa þróast innan barnaheimspekinnar, í fyrirbærum eins og í sókratísku samræðunni (sem ég hef prófað mig áfram með) og í aðferðum Oscars Brenfier.
Því tel ég það einsýnt að mikilvægur þáttur í uppbyggingu menntunar til framtíðar sé að stórefla þátt samræðu og rökræðu fyrir alla nemendur á öllum skólastigum í margvíslegu samhengi. Ég tel líka að hér opnist möguleiki til að nýta þá færni til að opna fyrir lýðræðislega þátttöku nemenda í eigin námi og að í því felist lykill að þeirri sjálfbærnihugsun sem kemur fram í nýju menntalögunum. Við sem erum að bauka í heimspeki með ungu fólki erum meira en tilbúinn að leggja okkar til að kippa skóla samtímans örlítið inn í framtíðina.
Sunday, October 9, 2011
Háskóli Íslands - takk fyrir mig
Sem ég hef verið þátttakandi í hátíðahöldum Háskóla Íslands undanfarið vegna 100 ára afmælisins þá hef ég aðeins verið að velta fyrir mér ferli mínum sem nemi við skólann. Ég tók heimspeki til BA prófs, svo kennsluréttindi og er nú sem stendur meistaranemi í menntavísindum. Ég hef eignast mikið af frábærum vinum, hugsað fullt af merkilegum hugsunum og eflst að andlegum þrótti fyrir veru mína og nám í háskólanum, og reyndar ekki síður fyrir veru, nám og starf konu minnar Bryndísar E. Jóhannsdóttur í Háskóla Íslands.
Ég notið kennslu og handleiðslu margra frábærra kennara við Háskólann, en hér langar mig aðeins að nefna Þorstein Gylfason heitinn. Þorsteinn kenndi mér fornaldarheimspeki og frumspeki og voru það skemmtilegir kúrsar og kennsla hans sérstök og lifandi. En í raun var Þorsteinn og skrifstofan hans í Aðalbyggingunni einhvers konar tákn og leiðarljós fyrir okkur sem vorum í náminu meðan hans naut við, og skipti þá ekki máli hvort menn voru á svipuðum línum og hann fræðilega. Og þetta var sérstakt leiðarljós, vegna þess að það lýsti upp leið út fyrir alfaraleið, að maður gæti valið sér sína eigin sérstöku leið og fetað hana með stíl og af öryggi. Þorsteini var ekkert óviðkomandi, hann hafði skýrar og afdráttarlausar skoðanir og lá ekki á þeim. Það er mér sérstakt ánægjuefni að hafa verið með í því að gera hann að heiðursfélaga Félags áhugamanna um heimspeki.
Þorsteinn lagði mikið til að gera heimspekina við Háskóla Íslands að því sem hún er í dag og hafði rík áhrif á flesta sem stunda heimspeki á Íslandi. Í anda hans og í minningu legg ég til að við höldum áfram að hugsa merkilegar hugsanir um allt og ekkert og hikum svo ekki við að tjá þær skýrt og skorinort.
Friday, October 7, 2011
Trúfélög og skólar
Ég átta mig á að lesendur munu skiptast í tvo hópa í þessu máli, einhverjir hjartanlega sammála mér og aðrir alls ekki. Ég tel að prestar, vísindamenn, listamenn, trúðar og íþróttafélög af öllu tagi eigi að vera hoppandi út og inn úr skólunum í eins ríkum mæli og hægt er. Mér finnst það að setja reglur um að tiltekin og mjög mikilvægur hluti menningar mannsins sé útilokaður úr skólunum algjörlega fáránleg forræðishyggja. Þar sem eru flinkir prestar og kirkjan er hluti af nærsamfélagi í hverfi/ þorpi / bæ finnst mér að það einkenni þess samfélags eigi að koma inn í skólann. Mér finnst líka að trúarbragðafræðsla ætti að vera með þeim hætti að prestar, múslimar, ásatrúarmenn og siðmenntarmenn ættu að koma inn og hitta nemendur og deila sýn sinni með þeim. Og ég myndi vilja sjá að háskólinn rækti skyldu sína við landsmenn með því að vísindamenn og fræðimenn stigju niður úr fílabeinsturnum sínum og inn í leik-, grunn- og framhaldsskóla.Skólinn á að vera hluti af samfélaginu og stofnunum þess og menningu; skapandi og kraftmikill, rótttækur og spennandi, en líka rótgróinn og menningarlegur.
Ég hef alltaf talið það mikilvægan hluta af kennslu minni í heimspeki að fá gesti. Ég hef fengið búddista, afskólunarsinna (Þorvald Þorsteinsson, sem hvatti krakkana til að hætta í skóla!), alsherjargoða og dómara svo einhverjir séu nefndir. Menntun er alltof verðmæt og mikilvæg til að láta hana kennurunum einum eftir, og trúarbrögð eru rótgróin og mikilvægur þráður í menningunni. Eiginlega finnst mér að það mætti taka hluta af lífsleiknitímunum og skipta tímunum á milli trúfélaga, lífskoðunarfélaga og grasrótarsamtaka. Þannig væri í viku eitt kaþólikkar, svo femínistafélagið, svo siðmennt, síðan græningjar.... o.s.frv. Þetta er hluti af því að afskóla skólanna - og bestu skólarnir eru skólarnir sem fá að vera í friði fyrir velmeinandi en afvegaleiddum möppudýrum. (Geri mér grein fyrir að þessi síðasta setning er svoldið dónaleg, en mér finnst þetta svoldið fyndið svo ég læt það flakka en bið semsé forláts)
Ég hef alltaf talið það mikilvægan hluta af kennslu minni í heimspeki að fá gesti. Ég hef fengið búddista, afskólunarsinna (Þorvald Þorsteinsson, sem hvatti krakkana til að hætta í skóla!), alsherjargoða og dómara svo einhverjir séu nefndir. Menntun er alltof verðmæt og mikilvæg til að láta hana kennurunum einum eftir, og trúarbrögð eru rótgróin og mikilvægur þráður í menningunni. Eiginlega finnst mér að það mætti taka hluta af lífsleiknitímunum og skipta tímunum á milli trúfélaga, lífskoðunarfélaga og grasrótarsamtaka. Þannig væri í viku eitt kaþólikkar, svo femínistafélagið, svo siðmennt, síðan græningjar.... o.s.frv. Þetta er hluti af því að afskóla skólanna - og bestu skólarnir eru skólarnir sem fá að vera í friði fyrir velmeinandi en afvegaleiddum möppudýrum. (Geri mér grein fyrir að þessi síðasta setning er svoldið dónaleg, en mér finnst þetta svoldið fyndið svo ég læt það flakka en bið semsé forláts)
Framhaldsskólanemar pæla í menntun!
Nú er semsagt hafinn umræða meðal framhaldsskólanema um menntun og kennlsuhætti, hér er viðbragð úr Mosfellsbænum við bloggi ármanns úr MS http://www.nffmos.is/?p=188. Öðruvísi mér áður brá.
Lilja virðist mér betri penni en ármaður. Eins og ég nefndi nú í fyrra blogginu mínu þá tengist hluti vandans í MS þeim skóla fremur en skólakerfinu. Grunnskólar eins og Nolló hafa um langt skeið verið með alls konar tilraunamennsku og opnum vinnuháttum. Á Grundarfirði, í Borgarnesi og í Mosfellsbæ hafa svo framhaldsskólar fæðst sem eru að prófa sig áfram með nýstárlegt vinnulag. MA hefur líka verið að föndra við að koma fram með nýjungar. Allt er þetta mjög spennandi og frábært að heyra í nemendum um þessi mál.
Þessir skólar þurfa að mæta miklum fordómum af hendi annarra kennara, nemenda úr öðrum skólum, og í tilfelli MA hef ég ákveðinn grun um að nokkur andstaða sé innanhúss við breytingar. Ég held að það verði mjög mikilvægt verkefni að fylgjast vel með þessum skólum í framtíðinni.
Lilja virðist mér betri penni en ármaður. Eins og ég nefndi nú í fyrra blogginu mínu þá tengist hluti vandans í MS þeim skóla fremur en skólakerfinu. Grunnskólar eins og Nolló hafa um langt skeið verið með alls konar tilraunamennsku og opnum vinnuháttum. Á Grundarfirði, í Borgarnesi og í Mosfellsbæ hafa svo framhaldsskólar fæðst sem eru að prófa sig áfram með nýstárlegt vinnulag. MA hefur líka verið að föndra við að koma fram með nýjungar. Allt er þetta mjög spennandi og frábært að heyra í nemendum um þessi mál.
Þessir skólar þurfa að mæta miklum fordómum af hendi annarra kennara, nemenda úr öðrum skólum, og í tilfelli MA hef ég ákveðinn grun um að nokkur andstaða sé innanhúss við breytingar. Ég held að það verði mjög mikilvægt verkefni að fylgjast vel með þessum skólum í framtíðinni.
Tuesday, October 4, 2011
Ármann um ármannsraunir (við erum hráir og hressir)
Nýlegur pistill Ármanns MS hefur vakið athygli og er hugmynd mín að spökúlera aðeins í hans spökulasjónum. Hann hefur tileinkað sér 'hrátt en hresst' stíl og ber að virða það við hann. Linkur á pistil hans er hér
Ég ætla að taka út nokkrar efnisgreinar og skoða þær í rólegheitunum.
Ég hafði einu sinni áhuga á náminu, ég skaraði framúr námslega, fannst þetta allt of auðvelt, eins og að þetta væri ekki nægilega krefjandi, ég mætti samt alltaf í skólann og í tíma, þangað til að ég fór í menntaskóla og fór að vinna og taka þátt í félagsmálum. Félagsmálin hafa kennt mér margt, samvinnu í hópum, stjórnunarhæfileika, samskipti við yfirmenn og margt fleira, allt eru þetta hlutir sem skólinn á að kenna okkur en er hann að því? Lítum á stöðuna í skólanum sem ég er í núna, ég mæti í skólann (oftast) fer inn í stofu og spjalla við vin minn, sef, hlusta á stelpurnar bak við mig syngja og enginn hlustar á kennarann. Þetta er held ég ekki út af því að við viljum ekki læra, miklu frekar út af því að við höfum komist upp með þetta of lengi og að kennarinn beitir aðferðum sem voru notaðar á 19. Öld.
Nokkuð stórkallalegar yfirlýsingar, og svona hugsanlega í drýldnari kantinum. Látum það vera. Lýsingin á kennslustund þar sem hann spjallar, sefur og stelpur syngja er áhugaverð. Enginn hlustar á kennarann sem notar aðferðir frá 19. öld. Ég velti fyrir mér hvort kennarinn sé kannski að nota PowerPoint, sem var uppfundið á ofanverðri 20. öld. Þessi fremur sorglega staða mála þar sem hóað er saman 20-30 ungmennum með það að markmiði að gera eitthvað tiltekið saman, en þau velja að gera eitthvað allt annað er óþægilega kunnugleg og alls ekki bundið við skóla ármanns. Ég reyndar leyfi mér að stórefast um að allar kennslustundir séu svona, en við skulum samt álykta að þær séu allt allt of margar. Ég hef reyndar þá reynslu að ekki sé nóg að kenna úreltum kennsluaðferðum um - nemendur geta verið lifandi og áhugasamir í hundgamaldags töflukennslutíma, og algjörlega grautfúlir og latir í ofurnútímalegum-fjölmenningar-tölvusamskipta-prjójekt tíma. Ég held reyndar að það sé nú einmitt þannig að nemendur 'vilja ekki læra' .... en .... það er í þessu sambandi mín frekar gamaldags skoðun að það sé áhugi, uppfinningasemi og eldmóður kennarans sem, þegar vel tekst til, getur lokkað nemendur til að gleyma því að þeir 'vilja ekki læra'.
Ég held að hér sé ágætis punktur, það er of mikið af upplýsingum sem er þvingað upp á fólk. Reyndar hefði þetta vandamál með málin ekki komið upp í áfangaskóla, svo þetta er nú ekki vandi 'skólakerfisins'. Ég held reyndar að það sé mjög mikilvægt að fólk hafi grunnþekkingu á náttúruvísindum og að vanþekking á þeim, ákveðinn skortur á vísindalæsi sé vandamál, vísindin eru of mikilvæg til að eftirláta þau vísindamönnunum. Hér held ég að grundvallaratriðið sé í hvernig við nálgumst vísindalega þekkingu; hvað er kennt og hvernig. Ég hef þá skoðun að ákveðin 'hands on' nálgun sé mikilvægust - að opna augu nemenda fyrir því hvernig vísindin eru að verki allt í kringum okkur. Skólalærdómur í þessum greinum, og reyndar öllum öðrum, á það til að skorpna upp og úreldast í sömu gömlu skruddunum og glærusjóunum sem eru upp hafin yfir syngjandi og sofandi nemendum ár eftir ár.
Ég eyddi allri grunnskólagöngunni minni í það að bora í nefið og þegar í framhaldskóla var komið sá ég ekki tilganginn lengur, við erum að fara alltof hægt á öld þar sem allt hreyfist of hratt. Grunnskóla nám er svona án gríns, ég lofa þér því 2 árum of langt. Framhaldskólanám er ekki nægilega sérhæft og líka of langt.
Það má nú aðeins djóka með þetta; var horinn bara orðinn svona yfirþyrmandi rosalegur, eða afhverju missti þetta mikilvæga nefborunaratferli allt í einu tilgang sinn? Ég held einmitt að skólinn sé of stuttur, og að það sé allt of mikið námsefni sem er farið allt of grunnt í. Ég held líka að framhaldsskólanámið sé of sérhæft, og þá einkum og sérílagi í því tilliti að það eru alltof skörp skil á milli greina. Ég held að sú vaxandi firring sem nemendur finna fyrir á seinni árum grunnskóla og upp í framhaldsskóla liggi í því að greinamúrarnir eru of háir og nemendur missa tilfinningu fyrir því að menntun sé einhvers konar heildstætt ferli. Hér er það okkar kennaranna að minna í sífellu á tengingar við það sem félagar okkar eru að gera í öðrum greinum, en það vill gleymast. Í bekkjarkerfi tel ég að teymi kennara úr mörgum greinum ættu að vera grunneiningin, í stað þess að það séu alltaf kennarar sömu greinar sem mynda grunneiningar - þetta held ég gæti gert skólann meira menntandi og milda skólaleiðann sem er greinilega mikið vandamál.
síðastliðin ár hefur öllum verið ýtt í bóknám HVAÐ ER SVONA ÁN GRÍNS MÁLIÐ MEÐ ÞAÐ, hvað með strákinn sem hefur gífurlegan áhuga á að fara í rafvirkjann, AFHVERJU á hann að taka stúdentspróf fyrst því að kannski fílar hann ekki rafvirkjann og þá er alltaf gott að vera með stúdentspróf.... EF HANN FÍLAR EKKI RAFVIRKJANN þá getur hann alltaf tekið stúdentspróf. Sama má segja um Siggu fótboltastelpu, Nonna leikara, Sigga söngvara.
Þessi hefðbundna skoðun sem hér kemur fram lýsir fremur einfeldningslegri sýn á manneðlið. Ég held að rafvirkinn, fótboltastelpan, leikarinn og söngvarinn séu öll miklu miklu meira en kemur fram í þessum sterku sviðum hjá þeim. Ég er tam. ekki mikill söng- eða íþróttamaður en ég harma það, og harma það mjög, að ég var ekki í tónlistartímum í framhaldsskóla... eða dans. Ég hefði verið hundfúll með það kannski, en hugsanlega hefði hinn frábæri kennari sem ég hefði haft lokkað eitthvað nýtt og óvænt fram í mér.... Ég held að það væri sorglegur heimur þar sem bara þeir sem ákveðið hefur verið að séu tónelskir fengju tónlistarkennslu og bara þeir sem eru reikningshausar lærðu stærðfræði - og svo finnst mér afdráttalaust að allir nemendur á öllum skólastigum eigi að hafa e.k. hreyfingu og íþróttir sem hluta af námi sínu. Ég hugsa reyndar að við ármenn gætum sammælst um þetta, og ég myndi glaður fórna einhverju af bóknámsgreinunum til að koma söng, dansi og myndlist að í miklu miklu ríkari mæli í framhaldsskóla, og nota bene ekki bara sem eitthvað skraut og dúlleríi fyrir útvalda heldur skyldu yfir línuna, ásamt með íslensku, ensku, tungumálum o.þ.h. Sérhæfingin í samfélaginu er allt of mikil og það á alls ekki að auka hana í framhaldsskólum. Alls ekki.
Og svo held ég að það ætti að taka menn sem eru svona rosalega mikið við skjáin og láta þá lesa teksta af blaði í hálftíma á viku undir eftirliti - auk þess að senda þá út að hlaupa og hugsanlega í sjósund...
Hvert er svarið: Fyrst og síðast að mennta og símennta og uppfæra kennarana til að verða betri í að nota alskyns nýstárlegar og gamaldags aðferðir til að lokka nemendur með sér í óendanlega spennandi ferð inn í veröld viskunnar og fræðanna, hleypa skapandi greinum að (og kannski smá heimspeki, sem ég er nú alveg sammála að megi kenna meira af, fjármál getur maður bara lært sjálfur) .... og svo eigum við nemendur og kennarar að taka höndum saman um að gera skólanna að mögnuðum og ólgandi lærdómssamfélögum sem heimurinn og sagan munu líta til og segja - sjá til hvað þetta skrýtna fólk á heimsskautsbaug getur!
Ég ætla að taka út nokkrar efnisgreinar og skoða þær í rólegheitunum.
Ég hafði einu sinni áhuga á náminu, ég skaraði framúr námslega, fannst þetta allt of auðvelt, eins og að þetta væri ekki nægilega krefjandi, ég mætti samt alltaf í skólann og í tíma, þangað til að ég fór í menntaskóla og fór að vinna og taka þátt í félagsmálum. Félagsmálin hafa kennt mér margt, samvinnu í hópum, stjórnunarhæfileika, samskipti við yfirmenn og margt fleira, allt eru þetta hlutir sem skólinn á að kenna okkur en er hann að því? Lítum á stöðuna í skólanum sem ég er í núna, ég mæti í skólann (oftast) fer inn í stofu og spjalla við vin minn, sef, hlusta á stelpurnar bak við mig syngja og enginn hlustar á kennarann. Þetta er held ég ekki út af því að við viljum ekki læra, miklu frekar út af því að við höfum komist upp með þetta of lengi og að kennarinn beitir aðferðum sem voru notaðar á 19. Öld.
Nokkuð stórkallalegar yfirlýsingar, og svona hugsanlega í drýldnari kantinum. Látum það vera. Lýsingin á kennslustund þar sem hann spjallar, sefur og stelpur syngja er áhugaverð. Enginn hlustar á kennarann sem notar aðferðir frá 19. öld. Ég velti fyrir mér hvort kennarinn sé kannski að nota PowerPoint, sem var uppfundið á ofanverðri 20. öld. Þessi fremur sorglega staða mála þar sem hóað er saman 20-30 ungmennum með það að markmiði að gera eitthvað tiltekið saman, en þau velja að gera eitthvað allt annað er óþægilega kunnugleg og alls ekki bundið við skóla ármanns. Ég reyndar leyfi mér að stórefast um að allar kennslustundir séu svona, en við skulum samt álykta að þær séu allt allt of margar. Ég hef reyndar þá reynslu að ekki sé nóg að kenna úreltum kennsluaðferðum um - nemendur geta verið lifandi og áhugasamir í hundgamaldags töflukennslutíma, og algjörlega grautfúlir og latir í ofurnútímalegum-fjölmenningar-tölvusamskipta-prjójekt tíma. Ég held reyndar að það sé nú einmitt þannig að nemendur 'vilja ekki læra' .... en .... það er í þessu sambandi mín frekar gamaldags skoðun að það sé áhugi, uppfinningasemi og eldmóður kennarans sem, þegar vel tekst til, getur lokkað nemendur til að gleyma því að þeir 'vilja ekki læra'.
Af hverju erum við að rembast við að koma þessum skólalærdómi í okkur þegar við höfum aðgengi að honum nú þegar. Ég styð grunnmenntun og allt það en svona án gríns, skólinn er farinn að hamla mér í því að læra, skyldulærdómur á borð við þýsku, jarðfræði, eðlisfræði og fleiri fög sem ég er þvingaður af skólakerfinu eru farin að hamla fróðleiksfýsi minni. Ég er búinn að vera í þýsku í 3 ár og fattaði það eftir fyrsta árið að ég var ekki að fíla hana og vildi læra spænsku því að ég kunni betur við málið, fór oftar þangað og var með grunn, en ég mátti það ekki því að ég var búinn með eitt ár. Mig langaði meira að segja alltaf í spænsku en hún var bara ekki í boði.
Ég eyddi allri grunnskólagöngunni minni í það að bora í nefið og þegar í framhaldskóla var komið sá ég ekki tilganginn lengur, við erum að fara alltof hægt á öld þar sem allt hreyfist of hratt. Grunnskóla nám er svona án gríns, ég lofa þér því 2 árum of langt. Framhaldskólanám er ekki nægilega sérhæft og líka of langt.
Það má nú aðeins djóka með þetta; var horinn bara orðinn svona yfirþyrmandi rosalegur, eða afhverju missti þetta mikilvæga nefborunaratferli allt í einu tilgang sinn? Ég held einmitt að skólinn sé of stuttur, og að það sé allt of mikið námsefni sem er farið allt of grunnt í. Ég held líka að framhaldsskólanámið sé of sérhæft, og þá einkum og sérílagi í því tilliti að það eru alltof skörp skil á milli greina. Ég held að sú vaxandi firring sem nemendur finna fyrir á seinni árum grunnskóla og upp í framhaldsskóla liggi í því að greinamúrarnir eru of háir og nemendur missa tilfinningu fyrir því að menntun sé einhvers konar heildstætt ferli. Hér er það okkar kennaranna að minna í sífellu á tengingar við það sem félagar okkar eru að gera í öðrum greinum, en það vill gleymast. Í bekkjarkerfi tel ég að teymi kennara úr mörgum greinum ættu að vera grunneiningin, í stað þess að það séu alltaf kennarar sömu greinar sem mynda grunneiningar - þetta held ég gæti gert skólann meira menntandi og milda skólaleiðann sem er greinilega mikið vandamál.
síðastliðin ár hefur öllum verið ýtt í bóknám HVAÐ ER SVONA ÁN GRÍNS MÁLIÐ MEÐ ÞAÐ, hvað með strákinn sem hefur gífurlegan áhuga á að fara í rafvirkjann, AFHVERJU á hann að taka stúdentspróf fyrst því að kannski fílar hann ekki rafvirkjann og þá er alltaf gott að vera með stúdentspróf.... EF HANN FÍLAR EKKI RAFVIRKJANN þá getur hann alltaf tekið stúdentspróf. Sama má segja um Siggu fótboltastelpu, Nonna leikara, Sigga söngvara.
Þessi hefðbundna skoðun sem hér kemur fram lýsir fremur einfeldningslegri sýn á manneðlið. Ég held að rafvirkinn, fótboltastelpan, leikarinn og söngvarinn séu öll miklu miklu meira en kemur fram í þessum sterku sviðum hjá þeim. Ég er tam. ekki mikill söng- eða íþróttamaður en ég harma það, og harma það mjög, að ég var ekki í tónlistartímum í framhaldsskóla... eða dans. Ég hefði verið hundfúll með það kannski, en hugsanlega hefði hinn frábæri kennari sem ég hefði haft lokkað eitthvað nýtt og óvænt fram í mér.... Ég held að það væri sorglegur heimur þar sem bara þeir sem ákveðið hefur verið að séu tónelskir fengju tónlistarkennslu og bara þeir sem eru reikningshausar lærðu stærðfræði - og svo finnst mér afdráttalaust að allir nemendur á öllum skólastigum eigi að hafa e.k. hreyfingu og íþróttir sem hluta af námi sínu. Ég hugsa reyndar að við ármenn gætum sammælst um þetta, og ég myndi glaður fórna einhverju af bóknámsgreinunum til að koma söng, dansi og myndlist að í miklu miklu ríkari mæli í framhaldsskóla, og nota bene ekki bara sem eitthvað skraut og dúlleríi fyrir útvalda heldur skyldu yfir línuna, ásamt með íslensku, ensku, tungumálum o.þ.h. Sérhæfingin í samfélaginu er allt of mikil og það á alls ekki að auka hana í framhaldsskólum. Alls ekki.
Og svo held ég að það ætti að taka menn sem eru svona rosalega mikið við skjáin og láta þá lesa teksta af blaði í hálftíma á viku undir eftirliti - auk þess að senda þá út að hlaupa og hugsanlega í sjósund...
Hvert er svarið: Fyrst og síðast að mennta og símennta og uppfæra kennarana til að verða betri í að nota alskyns nýstárlegar og gamaldags aðferðir til að lokka nemendur með sér í óendanlega spennandi ferð inn í veröld viskunnar og fræðanna, hleypa skapandi greinum að (og kannski smá heimspeki, sem ég er nú alveg sammála að megi kenna meira af, fjármál getur maður bara lært sjálfur) .... og svo eigum við nemendur og kennarar að taka höndum saman um að gera skólanna að mögnuðum og ólgandi lærdómssamfélögum sem heimurinn og sagan munu líta til og segja - sjá til hvað þetta skrýtna fólk á heimsskautsbaug getur!
Monday, October 3, 2011
Opið málþing um gagnrýna hugsun og siðfræði 1 - Salvör Nordal
Ármann Halldórsson skrifaði þann 3. október 2011 kl. 13:30
Sat á laugardaginn málþing með yfirgreindum titli. Fyrir hádegi var alsherjarfundur þar sem voru stærri fyrirlestrar, en eftir hádegi voru nokkrar málstofur, þar sem ég var m.a. með stutt innlegg. Ég blogga hér um fyrsta fyrirlesturinn, og svo fylgja pælingar um hina eftir hendinni. Þetta er líka hrátt en hresst.
Fyrsta fyrirlesturinn flutti Salvör Nordal, og var hún að tala um lærdóma hrunsins og vinnunnar við skýrslugerðina, enda sat hún í siðfræðihópnum sem samdi áttunda bindi skýrslunnar. Hún lagði töluverða áherslu annars vegar á að í aðdraganda hrunsins og jafnvel í kjölfar þess hafi borið á skorti hjá fólki til að vera nægilega agað í greiningu mála. Annars vegar virðist þessi vandi vera tæknilegur, þeas að menn hafi einfaldlega klúðrað málum og ekki skilið þau fyllilega. Hins vegar er hann siðferðilegur, það er að menn hafi ekki þorað að fara í kjölinn á málum vegna þess að ef þau voru reiknuð til enda var niðurstaðan svo skelfileg að það var bara ekki gert. Hér væri um að ræða e.k. hópsálarfræðilega varnarhætti.
Annar megin þráður í tali hennar fjallaði um 'lagalega tæknihyggju'. Spurningin sem sem ég velti fyrir mér er hversu mikilvægt þetta er í samhenginu. Sennilega er málið það að hér er efni laganna túlkað án samhengis við siðferðilegt eðli þeirra og án samhengis.
Ég geng frá þessu máli með tvo lærdóma, sem eru í raun einn. Í fyrsta lagi þarf að haga málum þannig í kennslu á efri stigum að ráðrúm gefist til að kafa af dýpt ofan í mál. Til að þetta sé hægt verður að gefa upp óraunhæfar hugmyndir um yfirferð efnisatriða. Þetta á við um sögu, félagsfræði og ákveðnar útgáfur af heimspekikennslu. Það þarf góðan tíma til að þjálfa athyglis- og greiningargáfuna. Raunar held ég að þetta eigi við öll fög, stærðfræði, íslensku o.s.frv. Mér finnst t.a.m. glórulaust að eyða nánast þremur heilum áföngum í íslensku í staglkenndri yfirferð yfir íslenska bókmenntasögu. Hinn lærdómurinn er að það að nálgast lögin sem hráan lagabókstaf, án tillits til þess sem undir liggur er svipað og að kenna fyrirbæri eins og setningarfræði tæknilega án þess að velta því fyrir sér hvort að fólk skilur það sem að baki býr.
Að lokum þetta: við erum ekki neitt að nálgast það að bíta úr nálinni með þetta hrun. Og svo vantaði félagssálfræðilega vinkilinn núna... meira um það síðar.
Menntakvika, hrátt en hresst 2
Ármann Halldórsson skrifaði þann 30. september 2011 kl. 17:19
Að skynja tilgang: Sýn fólks á samfélag í tengslum við borgaralega þátttöku - Sigrún Aðalbjarnardóttir
... fyrsti fyrirlesturinn eftir hádegi á Menntakviku.
Ungt fólk vill hafa áhrif og bera félagslega ábyrgð. Þátttaka bæði í þágu eigin þroska og samfélagsins í heild sinni. Skynjun tilgangs lykilatriði í hamingju. 'Finnast maður hafa tilgang' - er það siðferðilega óháð (klíkur, ungnasistar)? Þrautseigja: hæfni til að leysa vandamál, félagshæfni, sjálfstæði, skynja tilgang. Rannsókn: Borgaravitund ungs fólks í lýðræðisþjóðfélagi. Frumbreytur: réttlætiskennd, tillfinningaleg viðb rögð, hversu oft ræða þau stjórnmál, og afstöðu til borgaralegrar þátttöku.
Rétltætiskennd: tilfinniningaleg viðbrögð við fréttum, vilji til að mótmæla.
Ræða við foreldra og aðra um stjórnmál.
Hvernig er góður borgari varðandi starf tengt stjórnmálum (hefðbundið)
Góður boragri; óhefðbundið, mannréttindi og umhverfismál.
Stúlkur meðvitaðri en strákar.
Meðvitund meiri hjá yngri.
Að hafa vald, þetta finnst þeim ekki mikilvægt, en strákarnir hafa markvert meiri áhuga.
Meiri áhuga á frið á jörð en að eiga peninga, mjög áhugavert....
Mismunandi fylgni: tilfinning fyrir óréttlæti og velferð samfélags þá er áhugi á óhefðbundnum hreyfingum
EN ef þau álíta hefðbundið stjórnmálastarf mikilvægt þá vilja þau frekar eiga vald - og svo eru jafnvel þeir sem eru áhugamenn um hefðbundið stjórnmálastarf ekki áhugamenn um velferð samfélagsins... og þegar þau hafa áhuga á óréttlæti í samfélaginu þá eru þó ólíklegri til að vilja hafa vald.... anarkistar :-)
Mjög áhugaverðar niðurstöður... spurning um að setja spurninguna um 'leiðtoga' með 'peningum'. Umræðurnar fóru heldur mikið inn í einhverja umræður um aðferðafræði sem mér þóttu nú ekki of spennandi....
Svo var það Ársæll Arnarson um einelti. Hann vildi óska að það væri ekki eins relevant og raun ber vitni, sbr. harmleikinn í Sandgerði. Eineltið verður stöðugt tæknivæddara. Mikið af tölum, spurningar hvernig þetta er að breytast. Hef ákveðnar efasemdir um þessar megindlegar nálganir. Vilja gerendur síður viðurkenna gjörðir sínar? Tvískinnungur í umfjöllun um þessi mál í samfélaginu. Hvernig kemur samskiptaárásargirni inn í þetta?
Jóhann Björnsson, hvernig kennir kennarinn gagnrýna hugsun?
BÞ: að láta ekki telja sér trú um hvað sem er gagnrýnislaust, þe. án nokkurrar umhugsunar. Það er hægt að misskilja sjálfan sig.
skynja, undrast og efast, spyrja, mynda sér skoðun og færa fyrir henni rök, hlusta, rökræða
Tekur nokkrar vikur bara í að skynja, fyrirbærafræði af viti, skoða þetta með honum.
Algjörlega frábærlega spennandi hjá honum, væri til í að fara í heimspeki hjá honum!
Ammma, menntakvika, jafnrétti.... hrátt en hresst
Ármann Halldórsson skrifaði þann 30. september 2011 kl. 12:38
Nú sit ég hér á Menntakviku og ákvað að glósa bara beint.
Fyrst langar mig aðeins að nefna fyrirlestur Ingvars Sigurgeirssonar á þriðjudaginn, 'Hvernig kenna góðir kennarar?' Ég var hrifinn af fyrirlestrinum, en fannst þó mest gaman að amma mín, Sigrún Guðbrandsdóttir var fyrsta dæmið sem hann nefndi um frábæran kennara sem hann átti minningar um úr æsku, úr Vogaskóla veturinn 1962-3. Amma hafði ótrúlega frásagnargáfu, var ótrúlega hugmyndarík (og pínulítið kaótísk) og sýndi manneskjunum djúpan skilning í öllu því veseni sem þær standa í. Amma var ótrúleg amma og nýttust þá örugglega sömu eðlisþættirnir og í kennslunni - held hún hafi að ýmsu leyti þótt börn áhugaverðari en fullorðnir.... minnist þes alltaf hvernig við fórum með henni í skólastofuna hennar til að gefa fiskum og vökva blóm. Þetta rímar við eina af grunnfullyrðingum Ingvars í fyrirlestrinum: góðir kennarar bjóða nemendum sínum frjótt námsumhverfi. Persóna kennarans er lykilatriði og sú lífssýn sem hann birtir í allri sinni framgöngu skiptir öllu. Tæknivæðing fagsins (þá er ég ekki að tala um tölvunotkun) með einhverjum endalausum áætlunum, markmiðum, einingum og öðru slíku er andstæð þessu sjónarmiði. Kynfræðslutíminn með kanínunum hljómaði svo mjög spennandi, amma hefði nú líklega ekki staðið fyrir slíku ....
Dæmin sem Ingvar tók svo almennt (líkt og amma sennilega) voru af kennurum og kennsluháttum sem liggja utan alfaraleiðar. Þó er það þannig að við sjáum í þessu að margt af því sem verður móðins og menn hafa deilt hart um í tengslum við samfélagsfræði og aðra slíka hippamennsku var löngu orðið að sterkum þræði í starfi frábærra kennara og á sér rætur í hefðum og menningu langt aftur í aldir. Ég hafði líka mjög gaman af úttekt hans á tilsvörum unglinga um hvað þeir mætu mest í fari kennara sinna. Glaðværð, húmor og léttleiki var í fyrsta sæti; mannlegur skilningur og stuðningur í öðru, góðar útskýringar í þriðja (ef ég man rétt). Svo var það almennt að nemendur voru nokkurn veginn í svipaðri stöðu varðandi strangleika; jafnmörgum þóttu kennarar of strangir og svo ekki nógu strangir! Ég hef nú reyndar aldrei fengið þá útkomu að vera 'of strangur' - hitt hefur komið fyrir.....
Nú, á Menntakviku valdi ég mér málstofur fyrri partinn sem fjalla um jafnréttismál. Fyrst var það Kristín Hjálmarsdóttir og Ásta Jóhannsdóttir sem fjölluðu um Mannasiði Gillz (og ég lenti í miklum umræðum um á Facebook síðu minni). Þær höfnuðu því að hægt væri að greina í sundur grínarann Gillz og svo íþróttafræðingin Egil Einarsson. Þær brugðu upp mörgum dæmum úr ritinu og ég verð að segja að þar var einhver sú ógeðslegasta uppsuða af kvenfyrirlitningu, stéttahroka og kynþáttafordómum sem maður hefur séð lengi. Þetta er texti og orðræða sem á greiðan aðgang að ungu fólki og er þetta verulegt áhyggjuefni. Erfitt er að gagnrýna vegna þess að þá er alltaf sagt 'bara djók'. Ég held þó að mikilvægt sé að taka á þessu með markvissum hætti með því að draga athygli að innihaldsleysinu og líklega með því að halda á lofti öðruvísi efni sem tekur á þessum málum. Þórdís Þórðardóttir fjallaði svo um efni sem leikskólabörn neyta og hvernig það hefur áhrif á kynvitund þeirra. Hér eru karlarnir virkir (ofurhetjur) og konurnar passívar (prinsessur). Lítil meðvitund virtist um þessi mál í Leikskólum. Ég held að í þessu sambandi verði að hugsa rækilega um hvernig efni, og hvernig fantasíur á að kynna fyrir börnum. Úlfhildur Dagsdóttir hefur skrifað um hvernig vísindaskáldskapur og fantasíur taka á þessum málum og í þessu samhengi er mikilvægt að tengja saman þekkingu úr bókmennta og menningarfræðum og svo menntavísindi. Ég hvet alla áhugamenn um fantasíur að verjast þeirri ásökun að allar fantasíur séu eitthvað afturhaldskjaftæði, þó að Tolkien og CS Lewis hafi verið skelfilegar karlrembur. Anna H Jónsdóttir fjallaði svo um fagvitund leikskólakennara - aðalatriðið sem ég fékk út úr því var að annars vegar hefður leikskólakennarar fengið formlega viðurkenningu (meiri menntun, löggilding starfsheitis), en hins vegar hefðu áhrif þeirra á stefnumörkun og praktísk mál minnkað. Stéttin, sem kvennastétt, hefði þannig ekki náð að festa sig í sessi sem fagstétt. Áhugavert var líka að það var sjónarmið leikskólakennara að börn ættu að vera meira heima, en það vekur upp fjölda spurning um almenn áhrif þess á jafnrétti (hver verður heima með börnin); fortíðarþrá o.s.frv. Ég hef hins vegar þá trú að sýn sem slakar á stofnabindingu menntunar, og meiri menntun inn á heimilin og foreldra meira inn í skólana, að stefnan verði á að brjóta niður múra og draga úr sérhæfingu og stofnanabindingu menntunar, og raunar alls ..... vísa hér í fyrri glósur mínar um afskólun. Í lokin kom svo Steinunn Helga Lárusdóttir og fjallaði um jafnréttismál og kennaramenntun, en það var mikil samfella milli hennar erindis og erindis Guðnýjar Guðbjörnsdóttur sem ég nefni hér að neðan.
Seinni málstofan sem ég fór á var svo um kynjajafnréti í skólum og fræðslu um það. Þorgerður Einarsdóttir tók fyrir hvernig nýlegar niðurstöður um frábæra stöðu okkar í jafnréttismálum væru jafnvel skaðlegar fyrir fræðslumál. Það var athyglisvert að hún benti á að 1976 kom grein um fræðslu í jafnréttislögum um að jafnrétti ætti að vera viðfangsefni í skólum, en það kom fyrst í lög um skólana 2008 og svo í námskrá 2011; og þá einungis sem 'jafnrétti í víðum skilningi'. Þorgerður tók fyrir 'drengjaorðræðuna' og benti á að nýta mætti hana til góðs fyrir bæði kyn, tók pragmatíska afstöðu sem gengur út á að nýta sér það sem fólk kveikir á í stað þess að streitast á móti. Guðný Guðbjörnsdóttir talaði svo um rannsókn sem hún og Steinunn Helga Lárusdóttir unnu. Almennt kemur í ljós að á Menntavísindasviði er þetta viðkvæmt mál og ekki að sjá að mikið sé fjallað um þessi mál. Það kom fram í máli Guðnýjar og Steinunnar að mikilvægt væri að orð eins og 'jafnrétti', 'kyn', kynjafræði, kæmu fram í áætlunum o.s.frv. (þó að ég sé á varðbergi gagnvart 'áæltunum') - þannig að það sé sýnilegt að þessi mál séu á dagskrá. Þó að kennarar segist taka þessi mál fyrir þá sé það ekki endilega nóg.
Í lokin var svo pallborð Guðný, Þorgerður, Fanný Heimisdóttir, leikskólastjóri, Jóna Pálsdóttir, fulltrúi ráðuneytis, Þórður, kennari úr Kvennó , Anna Kristín deildarstjóri kennarasdieldar.
'boðin aukast, en möguleikar til að fræmkvæma dragast saman' (Fanný)
Skemmtilegur punktur að fólk er oft tregt til að byrja að ræða um jafnrétti, en þegar það er komið í gang þá er það óstöðvandi (leikskólastjórinn og svo kom þetta líka fram í rýnhópum hjá Steinunni og Guðnýju)
Hjallastefnufólk þykist vera 'búið að ná þessu'.
Fræðum um jafnrétti en ástundum það ekki (Fanný).
Af afskólun, heimaskólun, Hjallastefnu og skoðanaskiptum 2 (og fjarnámi .. 3?)
Ármann Halldórsson skrifaði þann 24. september 2011 kl. 09:49
Skólar samtímans á Íslandi eru flottir staðir, þar sem öflugir fagmenn fást við að leiða börn og ungmenni áfram til aukins þroska og gera marga ótrúlega skemmtilega hluti. Það er til sú hugsun í samfélaginu (og hefur alltaf verið) að skólunum fari hnignandi. Kollegar mínir tveir rifjuðu upp latínutíma í MA nýverið þar sem hinni fornlegu 'upptókuaðferð' var beitt, og ótrúlegt en satt viðurkenndi annar þeirra að honum hefði þótt þetta óbærilega leiðinlegt, þó sá sé ekki þekktur fyrir nútímaleg viðhorf í kennslumálum. Slíkar aðferðir og aðrar svipaðar heyra sem betur fer sögunni til.
Ákveðin atriði í sambandi við menntun, einkum eftir því sem börnin verða eldri eru samt áhyggjuefni að mínu mati:
-Of skýr skil milli námsgreina
-Yfirborðskennd áhersla á aðferðir og staðreyndir á kostnað dýpri skilnings
-Of lítil áhersla á skapandi greinar
-Of lítil hreyfing
-Of skörp skil milli aldurshópa
... bara nokkur dæmi. Byggingarnar og tímaramminn vinna t.d. á móti okkur. Tónlist ætti að mínu mati að vera hluti af öllu námi á öllum skólastigum, og dans líka, það er vitað að við hugsum með líkamanum.
Svo held ég líka að það sé alveg hrikalegur misskilningur að binda menntun og skóla við bygginar og strúktúra. Menntun, eins og Dewey sagði einhvern tíma er reynsla, reynsla sem kennari og nemandi deila, og í einhverjum skilingi er hún heilagt fyrirbæri, og alls ekki tæknilegt viðfangsefni.
Afskólunarsinninn Astra Taylor (sjá hér fyrri glósu) átti því láni að fagna að alast upp á heimili með systkinum sínum þar sem fór fram frábær menntun. Ég hugsa nú að (þó hún geri lítið úr því) það séu nú fáir sem búa við slíkt og þess vegna sé þetta í afar fáum tilfellum sniðug lausn. Hins vegar, er internetið geðveikt fyribæri og þar er bæði hægt að meðtaka og skapa út í hið óendanlega. Ég hugsa að í rauninni ætti að vera X tími á dag þar sem nemendur væru bara að brása! Ken Robinson hefur líka bent á svipaða hluti í sínum rómaða TED fyrirlestri.,
http://www.ted.com/talks/lang/eng/ken_robinson_says_schools_kill_creativity.html
Grundvallaratriðið í stórum hluta framsækinnar kennslufræði er að í henni er fólgin trú á nemandann. Allt stundutöflu, skyndiprófa, námsáætlanafarganið byggir á því að kerfið treystir ekki kennurum og kennari treystir ekki nemendum. Öll sú orka sem fer i að vesenast í svindulurum og ritþjófum er skelfileg. Ég hygg að þessi orðræða sé svolítið tengd því sem Pawel er að tala um í grein sinni um tilhneiginguna til að vísa ábyrgð á fórnarlömb umferðarslysa.
Ég held að 'agavandamál' séu að stórum hluta tilkominn vegna hreyfingarskorts og almennra leiðinda, og í því tilliti tel ég að líkt og ökumenn bera ábyrgð á akstri sínum þá bera kennarar (og skólar) ábyrgð á starfi sínu og eiga að hætta að klína vandamálum sem við getum leyst á saklaus börn og foreldra þeirra.
Meiri hreyfing, meiri dans, meiri tónlist, meiri heimspeki, meira internet, og meira af skapandi rannsóknum á umhverfi og samfélagi í staðinn fyrir hangs yfir skruddum með romsum af dauðum hvítum köllum ....
og einhvern veginn passar fjarnámið inn í þetta en það kemur næst....
Af afskólun, heimaskólun, Hjallastefnu og skoðanaskiptum 1
Ármann Halldórsson skrifaði þann 23. september 2011 kl. 18:08
Nýverið póstaði ég áfram einhverjum bloggum á síðunni minni þar sem farið var hamförum út af ruglinu í Möggu Pálu og Jóni Gnarr þar sem þau lögðu til afnám skólaskyldu. Ég er ekki alveg inn í hvaða hugmyndir Jón var með nákvæmlega, en ég heyrði í Möggu Pálu á Rás 2 í vikunni þar sem hún svaraði ýmsu af því sem henni var borið á brýn í gagnrýninni. Ég var þá þegar orðinn nokkuð tvíbentur í afstöðu minni, en ég held ég sá alveg hjartanlega sammála henni um að við ættum að velta fyrir okkur kennsluskyldu í stað skólaskyldu. Nú er það svo að það er leyfilegt að heimaskóla á Íslandi, en skilyrði til þess er að annað foreldrið sé kennaramenntað. Enginn nýtir sér þetta, og líklega vitir fáir af þessu. Magga Pála leggur til losað verði um þessi skilyrði og heimaskólun heimiluðum, þó þannig að einhvers konar eftirlit og utanumhald væri til staðar. Eftir að hafa hugsað all mikið um þetta þá er ég alveg sammála henni, og enn meira eftir að hafa horft á frábæran fyrirlestur Astra Taylor um þetta mál, sem ég linka á hér:
Ég hef reyndar alltaf verið svolítið á varðbergi gagnvart Möggu Pálu og Hjallastefnunni, hef haft svona 'of gott til að vera satt' fordóma, og svo finnst mér hún alltaf hafa aðeins eitthvað svona, tja, austur-þýskt yfirbragð.... biðst innilega afsökunar á þessum dónaskap. Hins vegar er ég alltaf til í að endurskoða viðhorf mín, og mér þótti hún í viðtalinu í nýliðinni viku tala af mikilli yfirvegun og visku um skólamál. Ég er algjörlega sammála henni að einsleitni sé algjör dauðadómur fyrir skólakerfið.
Astra og Magga Pála hreyfðu svo líka rækilega við mér með ábendingunum um hvernig manni hættir til að verða óhuggulega mainstream í hugsun, hvernig róttækar hugmyndir (eins og Summerhill o.fl.) hafa vikið fyrir einhverju moði og hvernig allir hafa einhvern veginn siglt inn í einhverja samsoðna málamiðlun.
Ég legg til að allir áhugamenn um menntamál láti sig hafa það að hlusta á fyrirlesturinn sem hér fylgir. Lykilatriðið finnst mér vera sá punktur hjá Astra (Östru?) að það hlýtur að vera til einhver millivegur... ég meina hvernig væri að t.d. í framahaldsskólum væri tveimur prófatímabilum af átta (ÁTTA!) skipt út fyrir skapandi verkefni, þar sem allir tækju sig til og gerðu stuttmynd eða eitthvað... eða að tímasókn í framhaldsskólum yrði minnkuð um kannski, tja, 10% .... (svona er ég orðinn sturlaður róttæklingur sjáiiði til.... bíðiði bara.... )
Save Our Schools
Ármann Halldórsson skrifaði þann 6. ágúst 2011 kl. 10:40
Hef svona aðeins með öðru auganu, aðallega gegnum Twitter, verið að fylgjast með baráttu kennara í Bandaríkjunum og SOS göngunni 30. júlí. Bendi á vídeóin tengd því sem ég hef póstað hérna á síðunni minni.Áhugavert er að sambærileg (ekki eins dramatísk en samt) barátta er í gangi í Kanada þar sem uppi eru áætlanir um einkavæðingu bókasafna - sem byggir á sömu feðraveldislegu MBA prinisippunm og 'no child left behind'.
Ég held að við íslendingur þurufum að taka alla svoleiðis hugsun til mjög rækilegar íhugunar og síðan að losa okkur við hana. Ef við skoðum t.a.m. umræðu í kringum innritun í framhaldsskóla, ýmsar hugmyndir um gæðamat o.s.frv. að við séum á vissan hátt illa smituð af þesari meinsemd.
Réttlátt menntakerfi sem allir njóta er undirstaða réttláts og lýðræðislegs samfélags - óréttlátt menntakerfi sem mismunar nemendum, kennurum og skólum skv. einhverjum fyrirframleiddum vitleysishugmyndum um skilvirkni og greind er grunnur samfélags sem einkennist af misrétti, kúgun og ofbeldi - og við skulum alveg hafa það á hreinu að stór hluti hugmynda um 'góða nemendur' sem hægt sé að finna með réttum prófum byggja í grunninn á skemmtilegum fyrirbærum eins og rasisma og kvenfyrirlitningu.
Stöndum vörð um skólana okkar, lýðræðið og frelsið í þeim og þar með í samfélaginu öllu. Við þurfum bæði að há baráttuna á opinberum vettvangi en ekki síður í okkur eigin vitund og hugsun. Einfeldningslegar frjálshyggjuhugmyndir fóru ekki vel með fjármálakerfið og eiga ekkert erindi í menntamálum.
Fjarnámspælingar 2
Ármann Halldórsson skrifaði þann 28. júlí 2011 kl. 21:23
Já, svona aðeins til að mismuna ekki sköpunarverkum þá er ég náttúrulega líka voða ánægður með Ens423 og 433. Vinnubrögðin þar eru að vísu mun svona hefðbundnari, lesnar ákveðnar bækur og unnin úr þeim verkefni; en bækurnar eru semsé annars vegar í 423 Hringadrottinssaga og í 433 vísindaskáldsögur eftir Iain M. Banks og Neal Stephenson auk þess sem horft er á Donnie Darko og Matrix (1). Ég fæ yfirleitt framúrskarandi nemendur úr öðrum framhaldsskólum í þessa áfanga með brennandi áhuga á efninu... og mér skilst að framboðið á áhugaverðum bókmenntaáföngum í ensku sé fremur takmarkað... Þessi smábúskapur hjá mér og okkur í Versló er náttúrulega dæmi um hvernig opni fjarmegaskólinn getur tengt saman þá sem hafa áhuga á misundarlegum hlutum og hægt að gera skemmtilega hluti úr því. Ég þarf vitaskuld að fara að öppdeita þessi námskeið. Mikilvægasta viðfangsefnið væri líklega að búa til annan sér fantasíuáfanga, setja nýjar bækur og myndir í SF áfangann og koma að viðfangsefnum í Tolkien áfangann þar sem róttæk gagnrýni á þann kaþólska íhaldsfausk og snilling kemur fram....(það er reyndar til mastersritgerð á íslensku þar sem sú kenning að JRR hafi verið anarkisti er sett fram, sönnunarbyrðin ansi þung, sérkennilegt að velja Tolkien þar sem eðal fantasistar eins og Moorcock, Le Guin og Alan Moore eru yfirlýstir anarkistar... efni í annað blogg).
Fjarnámspælingar 1
Ármann Halldórsson skrifaði þann 27. júlí 2011 kl. 14:44
nú er ég í miðju kafi að gera upp afrakstur sumarsins í fjarnáminu. Ég er með þrjá heimspekiáfanga, einn siðfræði áfanga, og tvo nördaða enskuáfanga, Tolkien og vísindaskáldskap. Alltaf fæ ég slatta af alveg hreint dásamlegum nemendum í þessa áfanga. Þetta er líka skemmtileg áskorun því þarna er ég einn að prufa mig áfram, og langar aðeins að deila smá pælingum tengdum því, hugsanlega með það bakvið eyrað að starta umræðu. Þannig er mál með vexti að við tökum upp nýtt kerfi bráðlega hjá Versló, og þá er góður tími fyrir naflaskoðun.
Í siðfræðinni, og heimspekinni, og þá aðallega í hei303 hef ég verið að prófa mig áfram með að setja viðfangsefnin fram þannig að nemendur vinni verkefni sem tengjast þeirra daglega lífi. Þetta er í rauninni mjög einfalt og byggir annars vegar á að í siðfræði segja nemendur frá siðferðilegri klípu sem þeir hafa lent í og reyna að meta hana í ljósi hugmynda í áfanganum. Í hei303 er gerð lífstilraun - þá prófa nemendur að framkvæma eitthvað í lífi sínu og segja frá því í skýrslu og yfirvega reynsluna. Ég verð að segja að þeir sem gera þetta af alvöru virðast mjög ánægðir og maður fær nýtt samband við nemendur og samskiptin verða áhugaverðari. Ég hef líka verið að vinna með að nýta efni úr fjölmiðlum og kvikmyndir, og ætla að skerpa á þvi að hafa áfangana meira lifandi.
Ég hef hins vegar áhuga fyrir því að útfæra þessar pælingar miklu víðar. Ég las nýlega grein eftir Irmu Erlingsdóttur í Ritinu þar sem hún talaði um grein eftir Derrida um háskóla án landamæra - og það er það sem ég held að félagsmiðlarnir (fb, Twitter, Google+) tengt einhverju ókomnu sem ég ætla að vera með í að skapa geti orðið. Áherslan á læsingar og einkunnamatskerfi og stöðluð próf í núverandi kerfum endurspegla úreltar hugmyndir um menntun og því verður að finna nýjar leiðir sem eru opnari og betri farvegur fyrir vinnu af því tagi sem ég er að gaufast með.
Það er oft sagt að heimspeki sé ekki hægt að kenna í fjarnámi og talað um að fjarnám sé ekkert nám o.s.frv. en ég held að það sé einmitt best að kenna heimspeki í fjarnámi því þannig losnar maður við óteljandi hamlanir sem skólarnir mynda í raun og veru - með takmörkuðu og ónógu húsnæði, kröfum stundatöflunnar, truflun frá áhugalausum nemendum... allt þetta er víðs fjarri á bylgjum netsins - og með netinu þá verður allur heimurinn að skólastofu og rannsókn beinist að hverju því sem er næst nemandanum (það eru reyndar ákveðin vandkvæði með þetta hjá t.a.m. föngum, þeir eru í svipaðri aðstöðu og dagskólanemar, komast ekki á YouTube og svona).
Framtíð fjarnáms byggir að mínu viti á því að tengja saman hugsun úr leikjum og félagsmiðlum og þvi besta og merkilegasta sem er hugsað í menntavísindum, listum og ég veit ekki hvar - og þannig verður draumaskólinn, háframhaldsmegaskólinn til.
af menntamálum
Heimsótti Akureyri í tvo daga - kynntist mjög spennandi þróunarstarfi í MA og hlustaði á nokkra frábæra fyrirlestra á þingi Skólaþróunarseturs HA. Sérstaklega var ég hrifinn af innleggi Ágústs Ólasonar úr Nolló - mig langaði bara að verða lítill aftur og fara í Nolló! Sé ekki betur en þar séu í gangi gríðarlega spennandi hlutir, og ég held að í MA og Nolló (og miklu víðar) sé að finna skýrar vísbendingar um hvert skólar landsins eiga að stefna.
Birt á Facebook 10. apríl 2010
Birt á Facebook 10. apríl 2010
Subscribe to:
Posts (Atom)