Sunday, February 5, 2012

Menntun sem reynsla

Ég er nú enginn sérfræðíngur, og eiginlega afskaplega langt frá því, með þeas Dewey kallinn, en hann var upptekinn af reynsluhugtakinu og lýðræði. Ég er það líka, þó ég hafi ekki náð að setja mig djúpt inn í hans sýn. Ég vil byggja aðeins áfram á umræðunum um samræður og umræður og leggja til. að til þess að einhver merkingarbær reynsla fari fram þurfi að vera e.k. krækja sem dregur inn þátttakendur, nemendur og kennara .... þetta verður þá að vera e.k. áskorun, spenna, eitthvað tilfinningalegt. Annað sem ég held að þurfi er fjölbreytni ...

Því miður vantar held ég dáldið upp á áskoranir, spennu, tilfinningar og fjölbreytni í skólum, þó margt sé frábært í gangi. Ég held að heimspekileg samræða og meiri leikur af ýmsu tagi sé byrjun á því að færa þetta í betra horf....

...er núna staddur á námskeiði í Frans um heimspekilega samræðu, við skulum sjá hvað kemur út úr því....

No comments:

Post a Comment