Wednesday, February 22, 2012
Talað mál og tölvuöld
Ég tel að hlutur hins talaða, samræðna og umræðna sem eru vitrænar, djúpar og gefandi, sé of rýr í menntakerfinu, líkt og fram gengur af því sem ég hef ritað hér undanfarið. Ég hef þó alltaf líka verið mikill áhugamaður um tölvur og tækninýjungar í skólastarfi - og má lesa einhverjar pælingar um slíkt í eldri pistlum. Og á báðum þessum sviðum, og öllum öðrum, tel ég að kennari verða að stunda það sem hann boðar, og helst að skólar í starfi sínu og framgangi sýni að þeir séu vettvangur þeirra gilda og starfsaðferða sem þeir vilja standa fyrir. Þannig verður skóli að vera staður þar sem stöðugt á sér stað lifandi og gagnrýnin umræða og að allir verði þess varir að svo sé. Skóli sem vill vera framarlega varðandi tæknimál verður líka að vera staður þar sem nýjungum í tækni er beitt og andi áhuga og spennu fyrir þeim ríkir. Kennarar í slíkum skóla eru áhugasamir netverjar, blogga og eiga sér tilvist og stöðu í félagsmiðlum og líður vel í slíku umhverfi. Skólinn á líka að hasla sér völl á þessu sviði, miðla fréttum og upplýsingum með sem ferskustum og fjölbreyttustum hætti; þeim hætti sem passar best fyrir meirihluta þeirra sem í honum er, þeas. nemendurna.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment