Jæja, aðeins meira, nokkur prinsipp Oscars:
-heimspekileg samræða er ekki tilfinningaleg
-einlægni kemur í veg fyrir hugsun (góð lygi er betri)
-þegar samræðan leitar í átt að einum öfgum þá togar stjórnandinn hana í aðra (t.d. frá huglægni í hlutlægni)
-stjórnandinn er mjög virkur
-einn talar í einu og beinir svo máli sínu til annarra skv. fyrirmælum stjórnenda
-það sem maður getur ekki sagt skýrt, með einu orði eða setningu er óskýr hugsun
-í samræðunni reynum við að losna frá egóinu og hættum að vera með óþarfa tillitsemi eða áhyggjur af því að særa aðra o.s.frv.
-svona samræður ganga betur með börnum en fullorðnum
Ég tek núna stjórnina og reyni að vera ég sjálfur þó óhjákvæmilega vinni ég með e-ð sem ég fæ frá Oscari. Það verður mjög áhugavert að sjá hvernig fólk tekur þessu og hversu 'heimspekilegur' ég verð metinn....
No comments:
Post a Comment