Sunday, February 26, 2012

Bugsy Malone

Ég fór með fjölskyldunni á Nemó sýningu Versló í ár Bugsy Malone í gær. Eldri dóttir mín hefur verið með tónlistina af YouTube í gangi stanslaust í allan dag, og við vorum öll mjög hrifin. Ég ætla ekki að leggja í einhverjar rosalegar pælingar um þetta, heldur bara þakka fyrir mig og votta krökkunum virðingu mína fyrir þá miklu vinnu sem liggur í þessu, bæði í því að gera sýninguna og líka á árunum sem á undan fara, því svona gerist ekki af sjálfu sér. Mér fannst líka textinn vel þýddur og fluttur, það var gætt vel að jafnvægi í hlutverkum varðandi kynin (áhugavert að skúrkurinn var í anda James Bond illmenna; bækluð kona í hjólastól.... ). Frábær skemmtun og síðasti séns á þriðjudagskvöld, miðar seldir á midi.is!

No comments:

Post a Comment