Sunday, January 29, 2012
Meira um samræðupælingar
Þetta er nú svona óbeint framhald af síðasta pósti. Ég er mikið að pæla í þessari greiningu í strúktúrerað og óstrúktúreraða umræðu sem ég nefndi síðast. Ég held kannski líka að maður hreyfi sig á milli þessara aðferða. Önnur mikilvæg pæling er hversu mikið stjórnandinn blandar sér í umræðurnar. Ég hef verið gagnrýndur fyrir að blanda mér frekar mikið. Ég átta mig á að þetta á ekki alltaf við en samt.... ég lít líka á það þannig að stjórnandinn, kennarinn, nýti samræður til að opna fyrir fræðslumóment - ef eitthvað kemur upp um einhver fræðileg mál þá eigi að grípa þann möguleika til uppfræðslu (án þess að verða leiðinlegur, en fróðleiksmolar öðlast merkingu og tengingu ef þetta er gert vel). Annað atriði sem er áhugavert er að ef einhver þátttakenda segir eitthvað mjög dramatískt og sérkennilegt, sem kannski passar ekki við strúktúrinn. Í slíku tilfelli verður annað hvort að fara inn í það mál af alvöru og kryfja það, eða kasta því út og segja að þetta verði að taka við annað tækifæri o.s.frv. Þar sem þetta gerist kannski ekki oft er það freistandi að grípa svona á lofti, en það kann að vera slæm ákvörðun engu að síður.... Síðasta atriðið sem ég ætla að pæla í núna er erfiðleikastig samræðna. Það er mikilvægt að vera ekki of feiminn við það að fara á djúpið en þá þarf stjórnandinn að velja sér stað þar sem hann stoppar og spyr hvort fólk skilji. Þannig væri málið kannski að stoppa og benda bara á einhvern og spyrja hvort viðkomandi fatti hvað er í gangi. Ef ekki þarf þá að spóla til baka og hægt að gera það með ýmsum hætti. Hins vegar er það líka mikilvægt að samræðan geti dvalið í óþægindunum, og það er gott að leyfa smá dramatík og átökum að hanga í loftinu, en eins og í góðum harmleik þarf náttúrulega helst að leiða allt til lykta í sátt sem flestra.... (sbr. Aristóteles.... ) ....
Labels:
Aristóteles,
heimspeki,
menntun,
samræður,
umræður
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment