Tuesday, November 26, 2019

greinakennsla og tengsl við nemendur

Ég hef aðeins verið að pæla í og rausa um tengslamyndun kennara við nemendur, umhyggju fyrir þeim og jafnvel virðingu. Í framhaldsskólum á Íslandi er það svo að þeir kennarar sem hafa mest tengsl við nemendur á fyrsta hluta námsins eru kennarar í svokölluðum kjarnagreinum, sem sé íslensku, stærðfræði og ensku. Af þessum sökum er það svo að kennarar þessara grein hafa í einhverjum skilningi meiri tækifæri til að kynnast og tengjast nemendum í upphafi náms en aðrir: þeir fylgja hópum lengur og eyða meiri tíma með honum. Því er mikilvægt að hér sé á ferðinni fólk sem býr yfir mannskilningi og innsæi; og afar slæmt þegar kennarar þessara greina eru fjarlægir eða kuldalegir í samskiptum.

Kennarar í sérgreinum ákveðinna brauta taka svo í vissum skilningi við boltanum á seinni hluta námsins. Þannig held ég að það myndist oft merkilegt samband milli nemenda á eðlisfræðibraut og eðlisfræðikennara; og spekúlantar á félagsfræðibrautum taka oft upp hætti og skoðanir meistara sinna í félagsgreinum.

Þeir kennarar sem eru okkur eftirminnilegir eru gjarna þeir sem höfðu eitthvað meira til málanna leggja en bara greinina sína - og voru etv. sjálfir svo samtvinnaðir greininni að erfitt væri að sjá hvar annað endaði og hitt byrjaði. Þessir kennarar kenna sjálfa sig, eins og Parker Palmer myndi orða það. 

Það er fullt af geggjuðum kennurum í umferð, en ég held að það sé fyrst og fremst tvennt sem ógni því að mannlegi þáttur kennslunnar sé ræktaður. Það er annars vegar of mikil og rík áhersla á greinina og námsefnið (og hugsanlega námsbækurnar) og tengt yfirferðarblæti. Hins vegar held ég að stöðlun og binding á ákveðnum vinnuaðferðum og verkefnaformum sem henta kennurum og nemendum misvel geti líka ógnað því að kennarinn finni sér sinn eigin stíl og geti ræktað tengsl sín við nemendur með sem bestum hætti.

Og svo er það mitt mat að bekkjarkerfið sé mun líklegra til að bjóða upp á öflug mannleg tengsl en áfangakerfið, bara svona svo það komi enn og aftur skýrt fram.



1 comment:

  1. Ég þakka Benjamin Lee fyrir alla hjálp hans við að tryggja lánið okkar fyrir nýja heimili okkar hér í Fruitland. Þú varst skipulagður og ítarlegur og faglegur, svo og góður sem gerði gæfumuninn í samskiptum okkar við þig. Við settum traust okkar á þig og þú komst örugglega í gegn fyrir okkur. Þakka þér fyrir þolinmæðina sem og að koma fram við okkur sem fólk frekar en bara viðskiptavini til íbúðalána. Þú stendur ofar restinni, ég vil mæla með þeim sem eru hér að leita að láni eða fjárfestum að hafa samband við Benjamin Benjamin og starfsfólk hans vegna þess að það er gott fólk með ljúft hjarta, Benjamin Benjamin Netfang: 247officedept@gmail.com



    Kveðja,
    John Burley! Húfurnar okkar ber þig !! “

    ReplyDelete