Wednesday, January 18, 2012

Rökvillur, hugsanavillur og félagssálfræði

Í meðferð á kaflanum Rök þá bjó ég til spurningar, eina á miða fyrir hvern nemanda, en ég var með sett af fjórum spurningum. Svo var hver nemandi með eitt orð úr setningu og þegar búið var að leysa úr spurningunni var að finna þá sem orðið sem maður var með passaði við... T.d. ef maður var með 'Ég hugsa' - þá var maður í hóp sem myndaði saman setninguna 'Ég hugsa þess vegna er ég' - tilvitnanirnar var svo hægt að ræða og rúlla yfir spurningarnar ... nokkuð skemmtileg aðferð sem er alls ekki frumlega en nýta má á ýmsan hátt.... svona létt leikvæðing og líka að koma fróðleik að í mekanisma eins og hópaskiptingu....

Kaflinn um Rök endar á pælingum um rökvillur og telur þær upp.... ég er ekki alveg fullsáttur með þann hluta, finnst þessi rökvilluupptalning svoldið klisjukennd. Ég bætti því við smá pælingum úr Rannsóknarskýrslu Alþingis og hugsanavillur sem eru leiddir úr rannsóknum félagssálfræði .... markmiðadrifin hugsun, hjarðhugsun, hóphugsun - og set það allt í samhengi við hrunið og pælingar um það. Það er áhugavert að nálgast þau mál án þess að vísa til e.k. sviksemi eða siðleysis; taka það á vitrænum nótum - varaði þau reyndar við að ég væri hrunnörd og mun brúka þetta mikið til að taka dæmi.... Ég nota í svona yfirferð e.k. bara gamaldags beina kennslu með miklum spurningum og þátttöku nemenda - er almennt á þeirri skoðun að best sé að blanda stílum og leyfa efninu stundum að vera í forgrunni.... setti þeim svo fyrir að kíkja á Nassim Taleb á Facebook, en hann er besti Facebook heimspekingurinn sem ég hef orðið var við so far....

2 comments:

  1. Flott.
    Hrunnörd - hvernig lýsir thad sér?
    Í tengslum vid hjardhugsun, hefurdu séd saensku myndina De ofrivilliga?
    http://www.youtube.com/watch?v=XIMwUBc3r1I
    margar magnadar senur thar
    http://www.imdb.com/title/tt1232826/

    ReplyDelete
  2. Þetta er mjög skemmtilegt og inspirerandi blogg hjá þér. Hlakka til að lesa meira. Bæjó Sólborg

    ReplyDelete