Sunday, January 15, 2012

Lýðræði í skólastarfi og leikvæðing

Hef nú hafið fyrsta kafla með því að leyfa nemendum að velja kafla til meðferðar, niðurstaðan var kaflar um Rök, Þekkingu, Speki (lífsspeki, stóuspeki o.fl.), Rétt (réttarheimspeki) og Veg (austræn heimspeki). Ég hálf þvingaði inn Rök (stýrt val). Annars skipti ég þeim í hópa, hópar komum með tillögur, og það var ótrúlega mikil samfella milli hópa. Kaflinn Breytni (siðfræði) varð útundan, sem er áhugavert, en búdda og taó fengu að fljóta með sem er mér mikið ánægjuefni.

Það er vitaskuld spurning hversu mikið lýðræði þetta er, enda byggir val þeirra ekki á því að hafa lesið bókina. En ég tel þó að þetta gefi ákveðna tilfinningu fyrir deildu eignarhaldi á náminu, gæti allavega mögulega verið skref í þá áttina. Umræður hafa a.m.k. verið nokkuð góðar og ágæt virkni, þó það sé reyndar áberandi að ákveðnir aðilar hafa sig talsvert meira í frammi en aðrir.

Á morgun ætla ég svo að prófa smá Gamification, lítið verkefni þar sem þau svara spurningum og leysa svo ákveðna gátu til að finna hóp sem þau eiga að vera í .... meira um það  næst. Ég er reyndar að spá í að leikvæða enskukennsluna mun meira, enda góða leið til að komast inn í og í gegnum efni sem er misspennandi svona on the face of it....

No comments:

Post a Comment