Átti mjög athyglisverða umræðusessjón um einlægni, tilgerð og hvenær umræða um tiltekin mál hættir að vera rökræn og færist yfir á tilfinningasviðið. Ein pæling sem kom fram var að ef maður væri ekki einlægur þá væri maður tilgerðarlegur, og þá var pælingin að ef maður væri ekki einlægur þá væri maður tilgerðarlegur. Ég held samt ekki, en ég er ekki viss.... Mín pæling er sú að maður geti verið einlægur þó maður fari ekki á dýptinni og gangi ekki alla leið í tjáningunni - og þá lítur maður kannski á umræðuna sem e.k. leik.
Önnur umræða, sem er líka áhugaverð er hvort maður geti verið rosalega góður í einhverju en jafnframt fundist það alveg drepleiðinlegt. Ég er efins, en fékk samt nokkur dæmi sem ollu mér heilabrotum.....
Mikilvæg pæling í sambandi við kennslu og samræður er svo munurinn á opinni og flæðandi umræðu vs. strúktúreraðri og reglubundinni umræðu. Ég hygg að oft sé það þannig að með reglum og strúktúr náist oft meiri virkni og almennari þátttaka þó að það kunni að hljóma mótsagnakennt....
No comments:
Post a Comment