Thursday, June 22, 2017

Feyerabend, hlaupandi indjánar, kvenræði og anarkismi í verki

Í tuttugsta kafla Against Method

 talar Paul Feyerabend (uppáhaldsgaur)


um það hvernig afstaða hans til háskólakennslu, heimspeki og alls þess breyttist við það að vera að kenna í Kaliforníu þegar breytt menntastefna leiddi til þess að nemendahópurinn varð "fjölmenningarlegri" .... hann verður fyrir svona e.k. upp- (eða niður-) ljómun því þarna dettur það í hausinn á þessum hvíta, evrópska, hámenningarlega forréttindapésa að kannski hafi hann ekkert að kenna þessu fólki - þetta er 1964 löngu fyrir allt tal um feðraveldi og hvað veit ég svo mér finnst þetta dáldið töff (ath. þessi kafli er í seinni útgáfu AM). 
Image result for tarahumara
Fyrsti hópurinn sem Feyerabend nefnir þarna til sögunnar eru Mexíkanar, helst þekktir fyrir að nú á að múra þá inni frá "siðmenningunni". Mexíkó er gríðarmikið land sem ég þekki ekki vel, en hef haft spurnir af Tarahumara indjánunum. Þeir hlýddu ráðum Járnfrúarinnar þegar spænsku þjóðarmorðingjarnir komu í landið þeirra og hlupu til hæðanna og hafa verið hlaupandi síðan. Þeir hafa inspírerað hreyfingu sem tengist því að hlaupa berfætt eða í mínímal fótabúnaði og svo því að hlaupa fáránlega langar vegalengdir. Þeir eru bláfátækir og hefðbundinn lífstíll þeirra er á undanhaldi - en er klárlega þannig að af honum má læra...
Image result for cheran mexico


Í Mexíkó er líka bærinn Cheran en þar fengu konurnar nóg af spillingunni, glæpunum og ruglinu sem einkennir svo mjög lífið í Mexíkó og tóku völdin. Það var ekki nóg að sparka út glæpamönnunum, heldur fylgdu löggurnar og stjórnmálamennirnir í kjölfarið. Samstaða fólksins hefur leitt til þess að það hefur náð sjálfstæði, og þau starfa í samstarfi við ríkisstjórn Mexíkó: stjórnmálaflokkar eru bannaðir, það er sjálfstætt réttarkerfi fyrir minniháttar glæpi. Fólk er öruggt á götunum og traust ríkir í samskiptum.

rojava pyj kurdish female fighters
Í norðausturhluta hins stríðshrjáða Sýrlands, í héraðinu Rojava hafa kúrdar komið sér upp sjálfstjórnarhéraði sem byggir á prinsippum anarkisma, visthyggju og femínisma. Það er skipulag ráða sem tengjast hverjum hluta svæðisins fyrir sig, kvótar um hlutfall kynja og þjóðarbrota í þeim o.s.frv. Þetta er metnaðarfyllsta tilraunin af þessu tagi síðan í spænsku borgarastyrjöldinni. Því miður er mikil hætta á því að þessi merka tilraun verði fótum troðin og upprætt þegar "friður" kemst á - en það er engu að síður mikilvægt fyrir okkur að fylgjast með og vera upplýst um þessa hluti.

Að lokum, Banksy:
Image result for banksy anarchist rat
1 comment:

  1. Svo gaman að lesa! Og allt sem tengt er í líka.

    ReplyDelete