Wednesday, July 1, 2015

David Graeber

þetta er nú ekki beint um menntamál, en samt


Í dag hlustaði ég á bönj af vídeóum, viðtölum, samtölum og erindum með anarkistanum, occupy dúddanum og mannfræðingnum David Graeber sem er ákaflega skondinn og skemmtilegur gaur. 

Óvenjulegar pælingar sem ég þarf að melta:
Sovétríkin voru svakalega öflug, og í raun er fullt af sæfæ dóti og mögulega tungllendingin óbeint afrek þeirra, hann kallaði þetta held ég 'massive dreamers'.

Innfæddir sem evrópumenn hittu þegar þeir fundu Ameríku voru hugsanlega uppreisnarmenn (e.k. 'occupy-pakk') sem voru nýlega búin að kollsteypa brútal miðstýrðum samfélögum þar sem mannfórnir og skemmtileg heit ýmis tíðkuðust.

Tækniframþróun hefur metvitað verið heft af elítu heimsins til að koma í veg fyrir að verkalýðurinn hafi of mikinn frítíma,.... og stór hluti okkar sett í það sem hann kallar svo skemmtilega 'bullshit jobs'. 

Anarkistasamfélagið sem var sett upp í Katalóníu á þriðja áratugnum virkaði, en öll helstu veldi heimsins sameinuðust í að þurrka það út ( hef þetta reyndar líka frá Chomsky).... 

Internetið er ekkert sérstaklega merkilegt fyrirbæri, og meginfúnksjón þess er að vera e.k. 'mechanism of control'... blanda af pósthúsi, sjónvarsstöð og bókasafni.... 

Mæli með gúgglun og hlustun á dúddann... 

Ok bæ

No comments:

Post a Comment