Sunday, April 7, 2013

Nej til tvungen heldagsskole!


Í Danmörku er deilt um það áætlun stjórnvalda að skylda nemendur til skólavistar sem samsvarar ca. heilum vinnudegi. Í því felst að fella niður starf frístundaheimili, eða að færa það inn í skólann. Upp hefur risið hreyfing fólks sem hefur mótmælir þessu og vill standa vörð um frítíma barna - eru þar á meðal börnin sjálf, foreldrar og starfsmenn frístundaheimila.

Þó ég viti að danskir skólar séu til fyrirmyndar um margt þá verð ég að segja að ég er sammála þeim sem andmæla þessari ráðstöfun og tel mikilvægt að ekki verði farið í svipaðar áttir hérlendis. Skólinn á sinn tíma og lífið á sinn tíma og frístundaheimili og frístundastarf er mjög mikilvægt og þar nýtur ýmislegt sín sem nýtur sín síður innan skólans.


No comments:

Post a Comment