Saturday, March 10, 2012

kennarar og nemendur og erfðasyndin


Ég held mikið upp á nemendur mína, og hef átt því láni að fagna að kenna miklum fjölda frábærra nemenda, aðallega í Versló, en svo hef ég líka farið í aðra skóla og rekist þar á allt öðruvísi nemendur og þótt það mjög merkileg reynsla. Ég hef líka starfað með ótrúlega fjölbreyttum hópi í fjarnámi, og einstaka nemendur þar hafa markerað sig sem alveg einstaklega eftirminnilegir. Nemendur fara oftlega í taugarnar á mér, með ýmiskonar hyskni og áhugaleysi, en það er hluti af lífinu, og lít á það sem áskorun fyrir mig, skólann og svo líka nemendurna sjálfa að fækka þessum tilvikum - og mín reynsla er að með árunum þá fækkar þeim vissulega .... kannski er ég að vaxa í starfi eða eitthvað svoleiðis væmið....

Ég hef enga þolinmæði gagnvart kollegum mínum sem eru endalaust að skammast og óskapast yfir 'unga fólkinu í dag'. Mér finnst að kennarar sem eiga ekkert eiga nema neikvæðni til i garð nemenda sinna eigi að fá sér annað starf: e.t.v. á elliheimili þar sem það gæti óskapast með gamla fólkinu yfir því hvað allt hafi verið frábært í gamla daga. Annað skylt vandamál er það hvernig sumir háæruverðugir félagar mínir sjá ekki annað en svindl í hverju horni. Svindl er náttúrulega ekki gott - en það kemur aðalverkefni okkar - að mennta og hjálpa fólki að þroskast og dafna fremur lítið við. Kollegar með mikinn áhuga á svindli og slíkum rannsóknum bendi ég á starf við endurskoðun, eða jafnvel iðnaðarnjósnir.

Ég aðhyllist jákvæðan skilning á manneskjunni, en geng ekki út frá því að nemendur séu útsmoginn svindlandi illmenni sem ég berst við eins og ég mynd berjast við skrímsli í tölvuspili. Ég held að kristinn arfleifð erfðasyndarinnar sé ljóslifandi í vitund sumra kennara, og ég held að sú arfleifð sé skaðleg - og ég held að hún smiti yfir í vitund nemenda sem fara þá að akta sig sem útsmoginn svindlandi illmenni....

Just sayin'.

4 comments:

  1. Ef nemendur langar að svindla á þér þá ertu að gera eitthvað rangt.

    ReplyDelete
  2. Nákvæmlega... í ónefndri menntastofnun (ekki Versló) á höfuðborgarsvæðinu eru perurnar alltaf teknar úr á klósettunum á prófatímanum...

    ReplyDelete
  3. Eða ef ég reyni að vera nákvæmari: ef það er yfirhöfuð eitthvað á svindli að græða (fyrir nemendur) þá ertu að gera eitthvað rangt.

    ReplyDelete
  4. Þú græðir á svindlinu mtt skiptigildis námsins, en aldrei ef hugsað er um notagildið - þá er svindl í algjörri andstöðu við markmiðin. Kennarar sem eru með svindl á heilanum eru líklega með hugann við skiptigildið: svindl lækkar gengið á menntuninni sem þeir eru að selja kúnnunum....

    ReplyDelete