Wednesday, February 13, 2019

Menntavísindasvið = Hufflepuff

Fór á öldungis mjög skemmtilega og upplýsandi ráðstefnu um framhaldsskólann á föstudaginn. Margt vakti athygli mína og þá einkum hversu einsleitir kennsluhættirnir eru, veik staða starfsnáms, viðvarandi brottfall og fleira, mæli eindregið með að lesa meira um þetta í sérritinu sem var tilefni ráðstefnunnar (mæli sérstaklega með grein Ástu Henriksen, en svo skemmtilega vill til að hún er eini framhaldsskólakennarinn í fullu starfi sem á grein í þessu safn, og að auki traustur samkennari minn og bandamaður í starfi).

Þetta var frábært framtak, en eitt finnst mér svoldið skemmtilegt, og þetta komment er aðallega fyrir þá sem voru á ráðstefnunni og svo þekkja eitthvað til Harry Potters. Ef skólinn sem var lengst til hægri (frá áhorfendum séð) á glærunni hjá Berglindi Rós er Hufflepuff íslenskra framhaldsskóla, þá er það alveg á hreinu að Menntavísindasvið er Hufflepuff háskólans, og það er einhver elegant og skemmtileg írónía í þessu öllu saman sem gefur lífinu lit.

No comments:

Post a Comment