Sunday, November 22, 2015

Tónahlaup

Í haust var á RÚV stutt sería sem hét Tónahlaup sem Jónas Sen sá um. Í þessum þáttum komu tónlistarmenn með frumsamin lög til hópa af grunnskólanemum sem svo útsettu þau og gerðu að sínum. Ég horfði á þessa þætti með yngri dóttur minni, Sölku og við höfðum mjög gaman. Það var skemmtilegt að fá innsýn í tónlistarkennslu í nokkrum ólíkum skólum, gaman að kynnast tónlistarmönnunum betur og frábært að fylgjast með vinnunni hjá kökkunum.

Hugmyndin að þáttunum er frábær og þetta sýnir svo vel hvað það er inspíerandi fyrir krakka að horfa á aðra krakka bauka eitthvað (annað gott dæmi er skólahreysti).... það hefði kannski mátt gera meira úr þessu, t.d. með því að allir hóparnir hittust og spiluðu saman.

Eina próblemið var kannski að lögin voru mörg hver dáldið erfið, og það verður að viðurkennast að við vorum lang ánægðust með lagið hans Ingó Veðurguðs í fyrsta þættinum....


Takk fyrir okkur RÚV, og meira svona! 

No comments:

Post a Comment