Monday, September 23, 2013

Traust

"Á móti trausti læt ég koma traust, á móti vantrausti læt ég einnig koma traust, þetta eflir traustið."

Bókin um veginn

Smiðurinn frá Nasaret sagði svo líka eitthvað svipað.

(en óttast að verða stimplaður sem einhver öfgamaður ef ég fer að sítera hann)

Flaug þetta í hug af tvennum ástæðum.

Hlustaði á þetta áhugaverða og þankavekjandi viðtal Harmageddon manna við Hermann Stefánsson um Blátt áfram málið og lít þannig á að einn kjarninn í gagnrýni á málatilbúnað þeirra samtaka er hvernig það grefur undan trausti í samskiptum barna og fullorðinna almennt og yfir línuna.

Hin ástæðan er hið stöðuga og viðvarandi vantraust sem kennarar auðsýna nemendum sínum í stöðugum áhyggjum af svindlum, ritstuldum og símamisnotkun í tímum - það virðist vera það eina sem allir kennarar geta alltaf sameinast um.

Úff.

Sýnum traust - eflum traustið.

No comments:

Post a Comment