Tuesday, August 14, 2012

Róttæk kennslufræði, með lókal og mjög torskilinni lokasetningu

Jæja, sumarfríi lokið og kennarinn og menntavísindanemandinn ég kominn í gang .... hóstandi mögulega.... ég fór í gær á skemmtilega vinnustofu í Róttæka sumarháskólanum um róttæka kennslufræði hjá Ingólfi Gíslasyni. Mikið grín og gaman (ekki beint) - en vissulega áhugavert og upplýsandi, bæði fyrir það sem Ingólfur sagði (og sagði ekki) og líka fyrir viðbrögð og þátttöku áheyranda. Af þeim lærði ég að
-róttæklingar hafa skemmtilega sýn á köflum
-latent íhaldsemi skólafólks er ótrúlega lífseig
-róttæklingar eru sumir hverjir afskaplega illa jarðtengdir

...galli var á fundinum, að mati lokaspyrjenda, að Ingólfur bauð ekki upp á lausnir en bara spurningar. Ég er nú að vísu ekki alveg sammála, eða, öllu heldur, tel ég að það kom fram mjög konkret og ákveðin hugmynd um róttækni og hvernig hún getur birst í afstöðu til menntunar. Ég hugsa að það sem sé róttækt varðandi kennslufræði skilið sem e.k. pælingar um kennsluaðferðir o.s.frv. sé að bjóða ekki upp á einhverjar töfralausnir og höfða til sjálfræðis kennara og nemenda. En, líkt og Ingólfur sagði margoft þá getur ákveðin fræðileg dýpt veitt ákveðna frelsun eða sýn. Hans dæmi var aðallega algebra, en ég held að kenningar úr félagsvísindum og heimspeki sem hann var líka að beita geri nefnilega nákvæmlega það - og þannig varð þessi vinnustofa, að mínu mati, óvenjulegt dæmi (afar) í því að hún gerði það sem hún boðaði.

Skilst þetta kannski illa?

Hmm.....

Jæja, hugtök eins og 'táknrænn auður' og 'firring' eru ekki auðveld frekar en (.........) úr algebrunni, en þegar þau verða töm þá hjálpa þau okkur að skilja okkur sjálf og samfélagið - og þegar best lætur þá setja þau okkur í þá stöðu að geta gagnrýnt þau sjálf. Þannig er það t.d. ekki augljóst að besta leið þess sem vill vera róttækur og er kennari að kasta allri hefðbundinni kennslu og prófum fyrir róða - t.d. algebru - heldur þarf hann að vinna með það. Hjálpa nemendum sínum til að komast áfram í heiminum eins og hann er.... og í þessu þá virkar það þannig að staða kennara sem er með nemendur sem ströggla og eru úr lágstétt þá er það hans verkefni að efla táknrænan auð þeirra (Stand and Deliver) en verkefni hins kennarans (mín t.d.) er að gera forréttindanemendur gagnrýna á táknrænan auð þeirra og efla þau á öðrum sviðum .... því miður er það kannski þannig að þessu er oft þveröfugt farið....

Hmmm.... svo fannst mér línan um að próf væru leið til að breiða yfir og gera mismunun fólks náttúrulega alveg brilljant.

Ég átta mig á að þetta kann að virðast torskilið. Bendi svo á að Feyerabend vitnar líka í Lenín fremst í Against Method - raunar vitnar hann í spássíukrot Leníns í eintaki hans af Sögu Mannsandans eftir Hegel.

1 comment:

  1. Bendi öllum áhugasömum á þennan hóp:

    http://www.facebook.com/RottaekKennslufraedi

    ReplyDelete