Tuesday, February 14, 2012

Að beita lærdómnum

Já, ég hef aldrei getað farið jafn þráðbeint í að nýta eitthvað sem ég hef lært og núna, en ég tók alla tímana í gær í umræður, svona meira eða minn alá Brenifier - og var vel þreyttur í dagslok. Niðurstaða mín er sú að einfaldar reglur, e-ð sem kalla mætti handverkið, svínvirkar og ég hef sjaldan náð eins miklum árangri í að halda umræðum á ensku í enskutímunum. Önnur niðurstaða er að þetta virkar mismunandi í mismunandi hópum, en hins vegar er hægt að stilla dýptarstigið og ná árangri á hvorn vegin sem er. Það sem Brenifier kallar 'work with attitudes' virkar mjög vel sem agastjórnunartæki.

Í heimspekinni var þetta mikil áskorun og voru menn orðnir nokkuð þreyttir í lok dags. Ég held að einbeitingastigið hafi verið hærra en oft áður, en nokkuð fór að bera á óþolinmæði þegar leið á samræðuna. Ég prófaði aðferð þar sem hann kallar 'think the unthinkable'. Það er hins vegar klárt mál að það er eitt þegar markmiðið er að fara út og suður, en tala nokkuð skipulega, eða ef maður vill fara inn í að greina hugtök og taka þannig aðferðina alla leið. Ég finn þó að ég hef sótt í mig veðrið varðandi ákveðni og öryggi, og eins líka að halda sjálfum mér til hlés, eða öllu heldur stilla þátttöku mína skv. því sem við á.

Svona umræður eru mögulegar í venjulegri stofuuppröðun, en það er mun æskilegra að sitja í hring / U. Bekkjarstærðin er vandamál, en ef maður er snarpur og skiptir stundum yfir í 1-pair-share o.s.frv. getur það virkað vel. Ég held reyndar að besta leiðin til að þjálfa sig í tungumáli sem maður er kominn nokkuð áleiðis með (eins og enska í framhaldsskóla) og besta leiðin til að skerpa heimspekilega hugsun sína, sé sú sama, en það er leið hinnar stýrðu en um leið frjálsu samræðu.

No comments:

Post a Comment