Um daginn kom í heimsókn til okkar í Versló Anna Kristín Sigurðardóttir og talaði við okkur um hugmyndir um nemenda í framahaldsskólum um það hvernig aðstæður þeim þættu bestar til náms. Var þetta mjög áhugavert spjall, en niðurstöðurnar sem hún kynnti eru hluti af þessari viðamiklu úttekt á starfi í framhaldsskólum. Nemendur eru hrifnir af því að sitja í eyjum, en ekki hrifnir af því að sitja í 'hefðbundinni' uppröðun, og allra síst finnst þeim gott að vinna í hefðbundinni tölvustofu - enda minna þær starfsaðstæður að nokkru leyti á það sem húsdýrum er boðið upp á og þykir ekki gott.
Stuttu eftir að hafa tekið þátt í þesari umræðu stýrði ég litlu heimspekikaffihúsi í Tveimur heimum, samæðan fór fram í kringum borð í mjög kósí herbergi með sófa, dýnu og púðum, svona jógastemming í loftinu. Og ég hugsaði um klínískt hreinu og kassalöguðu stofurnar sem ég er vanur að kenna í.
Þá minntist ég líka samræðurýmisins hjá Brenifier í Argenteuille þar sem setið er í hring á alskonar stólum, fullt af bókum er upp í hillu og heimilislegt andrúmsloft - sem reyndar getur orðið ansi intens þegar samræðan er komin í gang....
Allavega í þessu eins og mörgu öðru gæti lykilorðið verið að meira alskonar skólar og aðstæður gæti barasta verið lausnarorðið .... ef þið eigið myndir af einhverju sem passar vel við þessar pælingar þá skelli ég þeim inn í bloggið :-) ....
No comments:
Post a Comment