Monday, November 23, 2015

Menntun, sköpun og pönk

Ég var að lesa þessa grein um nákvæmlega sama efni eftir Martin Robinson. Þar getur að líta þetta skemmtilega pönk manífestó:

tumblr_m4lf2z6Jk01qz6f4bo1_1280

og hér er Vélin með Mosa Frænda, klárlega eitt af þeim verkum okkar sem myndi teljast pönk. Takið eftir mér þarna á trommunum, en ég held að ef ég tel mig vera hressan og hráan bloggara á það í enn ríkari mæli við um mig sem trommara:


Punkturinn sem Robinson er að setja fram er að margir sem hafa starfað að breytingum og stofnað það sem hann kallar 'free schools' hafi verið pönkarar í sér og ekki verið þrúgaðir af hátimbruðum kenningum í kennslufræði heldur bara látið vaða.

Á hversdagslegri nótum er þetta líka spurning um marga fleti á því hvernig kennarar nálgast starfið. Fara menn í hvern tíma með belti og axlabönd þrælundirbúnir með allar aðferðir og hvert smáatriði á hreinu.... eða kannski með svona óljósa hugmynd um ætla kannski að gera þetta ...nú eða kannski hitt? Eru verkefnin með ítarlegum útskýrinum um hvernig eigi að forma hverja setningu í verkefninu, eða kannski aðeins óljós, jafnvel ljóðræn....

Annar punktur sem hann nefnir er pælingin um kennaranám, og þá bæði hvort það þurfi að vera jafnlangt og það er og hvort það eigi að vera hagnýtt eða teórítískt, pönkaða svarið ætti að liggja ljóst fyrir. Námið ætti að vera styttra, hagnýtara og umfram allt meira alskonar. Talandi um alskonar þá er hérna hið dásamlega lag Creeps:



Ég segi semsé meira pönk í kennsluna og lífið, láta svoldið vaða, leyfa sér stundum að vera með dólg, gera mistök og vera drullusama þó einhver segi að maður kunni ekki að spila eða eitthvað. Lokum þessu með Reykjavík ó Reykjavík....




No comments:

Post a Comment