Sunday, February 21, 2016

Klappland - pólítískur ómöguleikur

Hver á heima i Klapplandi? Ég á heima í Klapplandi!

Undanfarið hefur verið unnið hörðum höndum að því að fyrsti íslenski stjórnmálahlutverkanámsappleikurinn - Klappland (hefur gengið undir vinnuheitinu Appland) líti dagsins ljós.  Höfundur leiksins er ég, Ármann Halldórsson, forritarinn er Friðrik Magnússon, hönnuður appsins Guðný Þorsteinsdóttir (en saman eru þau Gebo Kano) og svo eru myndirnar eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur.

Leikurinn er hugsaður til að kenna krökkum ferili stjórnmála, og fara þau þannig í gegnum það að búa sér til stjórnmálamann (eða 'kall' eins og það heitir á fagmáli), mynda stjórnmálaflokka, bjóða fram til kosninga og mynda svo ríkisstjórn eða vera í stjórnarandstöðu (skuggaráðuneyti) eftir þær. Markmið og viðfangsefni stjornmála í Klapplandi eru ólík Íslandi og meðvitað sneytt hjá því að gera leikinn með einhverjum hætti tengdan samtímanum eða flokkspólítík.  Allt utanumhald fer fram í appinu, en leikurinn fer fyrst og fremst fram í samskiptum og samningaviðræðum þátttakenda. Leikmannafjöldi er hugsaður á bilinu 15-25, og það þarf leikstjórnanda sem gegnir hlutverki konungs eða drottningar: sumsé bekkur með i-padda og kennari.

Náðst hefur samkomulag við iPad verkefnið í Kópavogi, sem er stýrt af Birni Gunnlaugssyni um að prufukeyra appið í bekk þar núna í vor. Fyrsta spilaprufa fer þó fram í Kópavogsskola þriðjudagskveldið 23. febrúar kl. 20, og geta áhugasamir meldað sig með því að ganga í Facebook hópinn Klappland. Við í þróunarteyminu höfum mikla trú á því að hér sé komin spennandi leikur sem eigi framtíðina fyrir sér og að um sé að ræða frumlegan og spennandi samruna tækni og leikjaaðferða í kennslu.

Fylgist með hér á blogginu til að frétta hvernig gengur með prufur, en best af öllu er að mæta á þriðjudagin!

Hér eru svo nokkur skjáskot úr appinu:





Hér meldar maður sig í flokk
Persónusíðan
Síða til að mynda flokkabandalög


Svona lýkur leiknum, stig vinnast fyrir að koma málefnum sínum að og ná embætti. 

No comments:

Post a Comment