Friday, October 7, 2016

Opening for Biophilia showcase, 5 October 2016

I had the great honour and pleasure of moderating the showcasing for Biophilia Educational Project. This is my opening address:

Introduction for Biophilia Showcase
Heaven
Heaven‘s bodies
whirl around me
Make me wonder
The refrain in the epic motherapp of Biophilia, Cosmogony, seems to me to capture the essence of the human spirit. The spirit of curiosity, restlessness and joyful passion for understanding, or trying to understand, the world and ourselves. That this magnificent work of art by Björk formed the spark for an ambitious, dynamic and inspiring educational project seems in hindsight to be almost inevitable.

The first model of the Educational project was developed in 2011 at Björk’s Biophilia concerts/residency in Iceland. It was originally conceived by Björk, Reykjavík City Schools and the University of Iceland. In 2014 the Icelandic Ministry of Education, Science and Culture made the Biophilia Educational Project one of its main projects during Iceland´s Presidency in the Nordic Council and this is why we are all here today. This project has been large and complex in scope, involving 33 schools, 147 teachers and 3454 students in the Five Nordic Countries, the Faroe Islands, Greenland and Aaland.

Biophilia encourages creative and critiial thought and action for students and their teachers, employing technology in creative and innovative ways. Biophilic work is interdisciplinary, playful and exciting – where the main fields are always science and music, but with detours into visual art, psychology, drama and countless other domains.

The project’s execution has been reviewed by Attentus, and in their preliminary report it comes through that almost all participants in the focus groups reported that sharing experiences through meetings both within their workplaces and countries was very important and it was interesting and inspiring to hear what other people were doing – and today we will get excellent opportunities for sharing across borders!

On a personal note, it has been a great honour to participate in a small way in this project and I am utterly thrilled to be here with you today.  Working on the texts that come with the songapps was a challenge and a pleasure. It is wonderful to get one’s educational convictions strengthened and to be  inspired to become a more creative, critical and biophilic teacher.


So, lets start the show! 

Tuesday, June 28, 2016

Tólf prinsipp Fluxus og nektarskrið Curvers

Sá litli gjörningur að skirfa þennan texta hér inn í þetta blogg um menntamál er kannski óviðeigandi, en engu að síður nauðsynlegur þar sem efni hans hefur leitað á mig um skeið. Ég ætla kannski að setja einn eða tvo fleiri svona listatengda pistla á næstunni, sjáum til.

Ég hef síðan ég var unglingur verið áhugamaður um listasögu tuttugustu aldar, sumsé svona sirka frá dada og fram til dagsins í dag, og einkum þá frá hugmyndalegu sjónarmiði. Ég hef eiginlega þá (fremur óvenjulegu, allt því dónalegu) skoðun að hugmyndastraumar dada, fluxus, performanslistar og hvað þetta nú heitir, með öllum sínum niðursoðna kúk, þögn og nekt sé alveg örugglega mikilvægari hugmyndasögulega en flest það sem heimspekingar voru að bauka á þessu tímabili, og jafnvel mikilvægara en margt það sem vísindin hafa fært okkur. Ég ætla ekki að rökstyðja þetta með einföldum hætti hérna strax heldur leyfa lesendum mínum að svitna.

Nýlega hafa tvö listaverk vakið nokkra athygli hérlendis sem eru sprottin úr þessum straumum, og bæði hverfast þau um nakta karlmenn - sumsé Almar í fiskabúrinu og nektarskrið Curvers. Umræða um verkin hefur nú kannski verið frekar yfirborðskennd, og einkum og sér í lagi þó um Almarsgjörninginn, og það furðulegasta af öllu er að þetta skuli þykja eitthvað rosalega frumlegt, og að enn og aftur kemur upp umræða um 'að þetta sé nú ekki list' - að sjálfsögðu er þetta list, en kannski hafa ekki allir smekk fyrir þessum verkum. Persónulega er ég hrifnari af verki Curvers en ég er náttúrulega hlutdrægur.

Jæja. Eitt einkenni listahreyfinga sem hafa komið og farið í þessum straumi eru ýmiskonar manífestó og yfirlýsingar. Eitt slíkt sem ég rakst á nýverið í einhverju netbrölti var tólf hugmyndir Fluxus, sem mér finnast dáldið góðar. Hugmyndin mín hérna er að máta listaverk Curvers sem ég nefni að ofan við þessar hugmyndir. Ekki er hugmyndin að halda því fram að Curver sé Fluxus maður eða neitt svoleiðis, hér er bara um að ræða smá tilraun til að tengja saman ólíka hluti, og hráa og hressa bloggið felur alltaf í sér einhvern smá leik og tilraunamennsku.

Curver Thoroddsen's Profile Photo
1) Alþjóðahyggja (globalism). Sköpun á að geta farið fram óháð landamærum og óeðlilegum þvingandi aðstæðum vegna þjóðernis og slíks. Curver skreið nakinn í öðru landi, þ.e.a.s Frakklandi og á tíma þar sem hið mjög svo alþjóðlega sport fótbolti umvafði allt. Inni í þessu er líka pæling um antí-elítisma: listamaður fjær fílabeinsturninum en skríðandi nakinn á gólfinu er erfitt að gera sér í hugarlund.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
2) Samruni lífs og listar (unity of art and life). Einn af mótsagnakenndu þáttunum í allri þeirri sögu sem ég byrja að rekja hér að ofan er að verkefni listarinnar sé að þurrka út listina, list verður and list. Þannig eru verk á borð við gjörning Curvers oft gagnrýnd með því að 'ég hefði alveg getað gert þetta' ... hins vegar er á það að líta að að fæstir gera það, en í mínum huga er það að listamaðurinn geri eitthvað sem ég gæti alveg gert (en geri ekki) í senn uppörvandi, ógnvekjandi og frelsandi. Ég vil ekki leggja til einhverja einfeldningslega afstæðishyggju um list hins vegar, eitthvað 'allt er list' - hins vegar gæti verið að 'allt getur orðið list' kannski nær lagi.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
3) Margmiðlun (intermedia).... tónlist, myndlist, leiklist allt rennur saman. Ég held reyndar að þetta eigi ekki sérstaklega vel við þetta tiltölulega einfalda verk, hins vegar er Curver maður ekki einhamur heldur beitir hann sér í hinum ýmsu miðlum og sem listamaður er klárt að hann flokkast sem margmiðlari.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
4) Tilraunastarfsemi (experimentalism). Hér kemur inn sú pæling að listamenn vinna í samvinnu og verkin verða hugsanlega til í vitrænu samtali. Á ekki beint við. Hins vegar þá er hægt að líta á verk sem félagslegar tilraunir sem segja okkar eitthvað um okkur sjálf, samfélagið og svo framvegis greinilega við hæfi hér, og að 'iconoclasm', eða helgimyndabrot sé inni í þessum pakka þá getur nú nakinn Curver framan við fjallkonuna varla gengið mikið lengra í þá átt. Jafnframt felst í þessu ákveðið uppgjör við hugmyndina um snillingin, en það uppgjör er vitaskuld nokkuð flókið.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
5) Tilviljunaraðferð (chance). Nú þekki ég ekki tilurð verksins, en þetta er lykilatriði í Dada, hjá Duchamp og Cage, en Curver hélt einmitt með fleirum frábæra tónleika nýlega í Mengi þar sem verk Cage voru flutt fyrir börn. Tilviljunin sem vinur listamanns, og vinur okkar allra, tengist pælingum ættuðum úr austrænni heimspeki (i ching), og er almennt séð ótrúlega frelsandi undan stöðugum tilburðum í okkar menningu til að ná valdi á og eigna sér alla mögulega og ómögulega hluti.
Curver Thoroddsen's Profile Photo

6) Leikur (playfulness). Þetta verk felur í sér mikinn leik og húmor, þetta skýrir sig sjálft.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
7) Einfaldleiki (simplicity). Nakinn maður á gólfi, gerist ekki öllu einfaldara.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
8) Nákvæmni (specificity). Þessi hugmynd á að fjalla um það að verk hafi nákvæm skilaboð og sé sjálfur sér nógt, og leki ekki merkingu út um allt. Ég sé nú ekki endilega flöt á því að það passi hér.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
9) Felur-margt-í-sér-leiki (implicicativeness). Áhugaverð þýðing hjá mér. Ég þarf aðeins að hugsa um þetta, en mér detur í hug að þetta sé kannski í smá mótsögn við 8) ... hins vegar er þetta að mínu viti eitt það áhugaverðasta við list almennt, hvernig hvert listaverk felur í sér annað. Nektarmyndir og nekt almennt er mikilvægt element í listasögunni, þannig eru allar nektarmyndir listasögunnar faldar í, eða 'implicit' í verki Curvers.
Curver Thoroddsen's Profile Photo

10) Dæmis-leiki (exemplativism). Þetta er sá eiginleiki verkst að vera klárt dæmi um hugmyndina, kenninguna eða hugmyndafræðina sem hún er innblásin af. Líkt og ég nefni að ofan þá þekki ég ekki alveg tilurð verksins, en mig grunar að hér eigi þetta alls ekki við.
Curver Thoroddsen's Profile Photo
11) Staðsetning í tíma (presence in time). Hér virðist um að ræða að tíminn sé mikilvægt element í verkum fluxus-fólks. Þetta verk tekur ákveðinn afmarkaðan tíma, 1 klukkustund, sem virkar kannski ekki langt, en þegar maður skríður nakinn á gólfi hlýtur það að virka dáldið langt...
Curver Thoroddsen's Profile Photo
12) Tónlist (musicality). Þetta skýrir sig sjálft, og tengist náttúrulega margmiðluninni. Er þetta kannski að einhverju leyti eins konar dans?

(takið eftir að röðin fokkaðist aðeins upp hjá mér)

góðar stundir






Saturday, March 12, 2016

New Voices in the European Democracies part 2 - Debate finals and end of session

On Thursday, 10 March the finals of the debates took place. There were four debates that were carried out simultaneously in four locations, so arranging the whole event was a bit challenging and was carried out well. Unfortunately I was only able to attend the beginning of one of the sessions, where they debated whether refugees weaken democracy in host countries.

On the whole it seems that the debates went well, most of the speakers were Icelanders and Romanians. This activity was well organised. Nevertheless it is difficult for those who have lower English skills, and in a mixed group this is a challenge - were the element of competion, while adding a level of excitement, also can cause problems. Ways to solve this could be to allow one speech in mother language per team, or to allow alternative methods of delivery, using pictures, movements or whatever.

The last activities, on Friday, 11 May were a short introduction to Appland by me, an interesting film and rap from the Spanish team on what weakens democracy, and a film presented by Turkey on the same topic.

The social aspect of the visit was a great success, the students from Iceland were very happy with their hosts and sad to leave, and the teachers were treated to a number of very interesting tours, entertainment and amazing feasts! Takk fyrir okkur!! Below some pictures from the debate session I attended






Tuesday, March 8, 2016

New Voices in the European Democracies - meeting in Sibiu

Young Voices 12.jpgI have decided to write this post in English so that my friends in the project can read it - but to include in my educational blog, since the topic is obviously educational! I hope my loyal Icelandic fans (ha, ha) will excuse this!

One of the many things that have made career as a teacher at the Commercial College of Iceland has been the opportunity to participate in International cooperation with schools all over Europe, and once in the USA. Currently I am involved in a very large and ambitious Erasmus+ project, titled Young Voices in the European Democracies - with participants from nine countries, and a wide variety of schools. I am now attending my third meeting in Sibius, Romania, I was involved in organising the meeting in Reykjavík and had the pleasure of visiting Sofia, Bulgaria last fall. 

The partner school here is Gheorghe Lazăr National College an old school with a proud tradition, whose history mirrors the history of Romania and in particular Transilvania since 1692. The reception by the school has been exemplary, and the fact that the school is downtown a few minutes walk from our hotel is an added bonus. 


The winning team of Icelannd, Heiðrún, Helena,
Arnór, Hjórdís and Bára
The activities for the students have been interesting. The first part was a competition for posters and presentations for imaginary political parties. Germany won the place for best poster, but the Icelandic team won for the best presentation of the party 'A New tomorrow' - especially for their musical performance.... 

The parties from the countries were varied, but a clear theme that emerged were young people's concerns regarding the environment, the refugee crisis and the importance of education, a very good example is the German poster.

The beautiful German poster
The second main part of the activities for the students is participating in debates. The whole group was divided into four groups and each of those groups then divided into parts for or against certain motions. I followed the preparation of the teams today and saw that the students came up with many interesting arguments, and also that this activity is both engaging and challenging. In this activity, like in many others we have had in the project the language barrier is a problem, however, I am confident that this provides an excellent opportunity for all the participants to improve their English skills - but also their patience and ability to negotiate and making an effort to understand the other - basic democratic skills. Displaying 20160308_120514.jpgDisplaying 20160308_120514.jpgDisplaying 20160308_120514.jpgDisplaying 20160308_120514.jpgDisplaying 20160308_120514.jpgI will follow up with a report on the results of the debates later!
Hard work preparing for debates

The experience afforded to the students and the teachers when such activities are successful (and in fact also when they are not!) are invaluable, and a truer form of education and growth is hard to find - so like I said in the beginning, participating in great projects like this is a very important part of my identity as a teacher and I hope to take part in many more in the future, and encourage educators everywhere to make an effort to get involved in international cooperation!

Sunday, February 21, 2016

Klappland - pólítískur ómöguleikur

Hver á heima i Klapplandi? Ég á heima í Klapplandi!

Undanfarið hefur verið unnið hörðum höndum að því að fyrsti íslenski stjórnmálahlutverkanámsappleikurinn - Klappland (hefur gengið undir vinnuheitinu Appland) líti dagsins ljós.  Höfundur leiksins er ég, Ármann Halldórsson, forritarinn er Friðrik Magnússon, hönnuður appsins Guðný Þorsteinsdóttir (en saman eru þau Gebo Kano) og svo eru myndirnar eftir Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur.

Leikurinn er hugsaður til að kenna krökkum ferili stjórnmála, og fara þau þannig í gegnum það að búa sér til stjórnmálamann (eða 'kall' eins og það heitir á fagmáli), mynda stjórnmálaflokka, bjóða fram til kosninga og mynda svo ríkisstjórn eða vera í stjórnarandstöðu (skuggaráðuneyti) eftir þær. Markmið og viðfangsefni stjornmála í Klapplandi eru ólík Íslandi og meðvitað sneytt hjá því að gera leikinn með einhverjum hætti tengdan samtímanum eða flokkspólítík.  Allt utanumhald fer fram í appinu, en leikurinn fer fyrst og fremst fram í samskiptum og samningaviðræðum þátttakenda. Leikmannafjöldi er hugsaður á bilinu 15-25, og það þarf leikstjórnanda sem gegnir hlutverki konungs eða drottningar: sumsé bekkur með i-padda og kennari.

Náðst hefur samkomulag við iPad verkefnið í Kópavogi, sem er stýrt af Birni Gunnlaugssyni um að prufukeyra appið í bekk þar núna í vor. Fyrsta spilaprufa fer þó fram í Kópavogsskola þriðjudagskveldið 23. febrúar kl. 20, og geta áhugasamir meldað sig með því að ganga í Facebook hópinn Klappland. Við í þróunarteyminu höfum mikla trú á því að hér sé komin spennandi leikur sem eigi framtíðina fyrir sér og að um sé að ræða frumlegan og spennandi samruna tækni og leikjaaðferða í kennslu.

Fylgist með hér á blogginu til að frétta hvernig gengur með prufur, en best af öllu er að mæta á þriðjudagin!

Hér eru svo nokkur skjáskot úr appinu:





Hér meldar maður sig í flokk
Persónusíðan
Síða til að mynda flokkabandalög


Svona lýkur leiknum, stig vinnast fyrir að koma málefnum sínum að og ná embætti. 

Thursday, February 18, 2016

Brúnn eða rauður, bekkjarkerfi og áfangakerfi

Magnús Þorkelsson spilaði út skemmtilegu svari við blogginu mínu um bekkjarkerfi vs. áfangakerfi, sem má lesa hér. Hann skrifar af þekkingu og áhuga á málefninu. Ég vil bara aðeins bregðast við örfáum punktum hérna:

Mér kemur ekki til hugar að halda því fram að bekkjarkerfið skili betri nemendum upp í háskóla fyrir þær sakir að þar séu bekkjarkerfi, það hefur nákvæmlega eins og Maggi skrifar allt með það að gera hvaða nemendur koma þangað inn. Mín spurning snýr að því hvort meðalnámsfólk og slakara gæti hugsanlega vegnað, eða allavega liðið betur í bekkjarskólum.

Hvernig svo sem heildartölur um umsóknir í framhaldsskóla eru reiknaðar út þá er það allavega ljóst að bekkjarskólar njóta mikilla vinsælda, einkum meðal þeirra sem útskrifast úr grunnskóla. Hversu mikilvægt bekkjarkerfið per se er í því samhengi er náttúrulega erfitt að fullyrða um, en ég hugsa að það skipti einhverju máli.

Sú staðreynd að bekkjarskólar hafi ekki haft innihaldslýsingar fyrirliggjandi og ekki verið virkir í að móta stefnu þegar námskrár voru ritaðar verður bara að skrifast á aumingjagang (og kemur mér ekki á óvart, reyndar) og í því samhengi verður áfangakerfið bara að teljast eiga 'sigurinn' skilið.... sá sigur er að mínu mati ótvíræður þó að Maggi reyni að sýna fram á annað.

Bloggið mitt er ekki innlegg í eitthvað dekurvæl bekkjarskóla, ég er reyndar helst á því að taka upp einhver allt önnur viðmið við inntöku (var t.d. fylgjandi hverfisskólum) og finnst undarlegt að skólar sem eru að mestu eða öllu leyti reknir fyrir almannafé þurfi ekki að sýna neina félagslega ábyrgð.

Ég skil svo ekki fullkomlega hvað er átt við í lokaorðunum, nema ég er sammála því að burðarásinn í góðri menntun séu nemendur og kennarar, og í raun aðallega nemendur, sem geta svo lært gríðarlega mikið hverjir af öðrum - og hugsanlega getur bekkjarkerfið eða einhver nýstárlegri útfærsla á því verið heppileg til þess arna. Og ég deili ósk Magga um að flóttamenn fái að njóta menntunar, og vildi óska að hægt væri að vinna bug á námsleiðanum sem herjar á framhaldsskólanemendur - og þar hugsa ég að það sé mjög einfeldningslegt að ætla að áfanga- eða bekkjarkerfi sé úrslitaatriði.

Takk sömuleiðis fyrir hugleiðingarnar!

Friday, February 5, 2016

Bekkjarkerfi og áfangakerfi

Datt í hug að velta hérna upp klassísku umræðuefni innan framhaldsskólans á Íslandi, bekkjarkerfi og áfangakerfi. Ekki er að sjá að þetta efni hafi verið mikið rannsakað beinlínis, en kannski er þetta vinkill í stóru framhaldsskólarannsókninni. Ég ætla eiginlega bara að setja fram nokkra punkta sem allir bjóða upp á frekari útfærslu.

Á undanförnum árum og áratugum hafa verið stofnaðir allnokkrir framhaldsskólar á Íslandi. Allir sem einn hafa þessir skólar verið áfangaskólar, eða einhvers konar tilbrigði við áfangaskóla, eftir því sem ég kemst næst hefur ekki verið stofnaður bekkjarskóli síðan MT (nú MS) var stofnaður. Þetta er áhugavert í ljósi þess að þegar umsóknir nemenda um skóla eru skoðaðar njóta bekkjarskólar umtalsvert meiri vinsælda en áfangaskólar.

Í framhaldi af þessu hafa svo allar námskrár sem samdar hafa verið um langt skeið gengið út frá áfangakerfinu sem normi. Öll nálgun í kringum breytinguna sem nú er að ganga yfir kerfið (sem er betur þekkt sem 'stytting') er áfangakerfismiðjuð, og þrátt fyrir mikið tal um 'frjálsa nálgun skóla' þá er það orðið þannig að þeir skólar sem eru bekkjarskólar hafa velflestir fellt kerfið sitt inn í ramma áfangakerfisins.

Bekkjarkerfið býður upp á miklu fleiri tækifæri til margskonar uppbrots á skólastarfi. Þverfagleg verkefni, vettvangsferðir (innan- og utanlands) eru mun auðveldari viðfangs. Að mörgu leyti hentar bekkjarkerfið betur fyrir fjölbreyttar kennsluaðferðir en áfangakerfið. Þó að tilfellið sé að í  hugum fólks sé sterk tenging milli íhaldssemi (mikil próf, einstefnumiðlun í kennslu, lítið val) og bekkjarkerfisins þá held ég að sú tenging sé alfarið ónauðsynleg, enda er t.d. lýðræðislegi framhaldsskólinn í Kaupmannahöfn (Det Frie Gymnasium) bekkjarskóli.

Bekkjarkerfið veitir félagslegt og námslegt öryggi og tryggir ákveðið lágmarksfélagslíf fyrir alla nemendur. Það getur að vísu verið vont að vera í slæmum bekk og það getur verið erfiðara að skera sig úr, og þannig leitt til ákveðinnar meðalmennsku.... í raun minni háttar vandamál í mínum huga.

Val er vissulega erfiðara viðfangs og verður minna í bekkjarkerfi. Ég held þó kannski í því samhengi, sbr. punktinn um kennsluhættina, geti verið að það skipti meira máli 'hvernig' og 'hjá hverjum' þú lærir frekar en nákvæmlega hvað viðfangsefnið er. Þannig getur þróttmikil og flott íslenskukennslu gefið af sér margt sem fengist kannski síður þó maður gæti valið heimspeki, listasögu og myndlist - heimspeki-, listasögu og myndlist er hægt að kenna með galómögulegum hætti þannig að nemendur fái ekki baun útúr því... Áfangakerfið leiðir til þess að hugsað er einhliða út frá kennslugrein, en hlutir eins og aðferðir, og hugsanlega bara viðhorf og nálgun kennara sem fagmanna gleymist kannski.

Samfella í námi getur orðið meiri í bekkjarkerfi, kennari hefur tækifæri til að sinna því að fylgja hóp yfir heilan vetur í gegnum erfið viðfangsefni og getur þannig náð dýpt sem síður er hægt að ná með því að brjóta allt upp og byrja upp á nýtt á 3 mánaða fresti. Sú galna hugmynd sem er ríkjandi á Íslandi (reyndar bæði í bekkjarskólum og áfangaskólum) að prófa verði úr og meta hvert einasta skitterí sem kemur fyrir í námsferlinum er hugsun sem við þurfum að losa okkur við.

Að síðustu vil ég svo varpa þeirri spurningu fram hvort að það sé möguleiki að brottfall og ýmis önnur vandamál sem herja á framhaldsskólanna væru minni ef fleiri skólar væru bekkjarskólar, eða ef bæði kerfin hefðu fengið að njóta sannmælis í þróun og stefnumótun innan framhaldsskólans?