Tuesday, November 24, 2015

Vinnuaðstaða í framhaldsskólum

Um daginn kom í heimsókn til okkar í Versló Anna Kristín Sigurðardóttir og talaði við okkur um hugmyndir um nemenda í framahaldsskólum um það hvernig aðstæður þeim þættu bestar til náms. Var þetta mjög áhugavert spjall, en niðurstöðurnar sem hún kynnti eru hluti af þessari viðamiklu úttekt á starfi í framhaldsskólum. Nemendur eru hrifnir af því að sitja í eyjum, en ekki hrifnir af því að sitja í 'hefðbundinni' uppröðun, og allra síst finnst þeim gott að vinna í hefðbundinni tölvustofu - enda minna þær starfsaðstæður að nokkru leyti á það sem húsdýrum er boðið upp á og þykir ekki gott.

Stuttu eftir að hafa tekið þátt í þesari umræðu stýrði ég litlu heimspekikaffihúsi í Tveimur heimum, samæðan fór fram í kringum borð í mjög kósí herbergi með sófa, dýnu og púðum, svona jógastemming í loftinu. Og ég hugsaði um klínískt hreinu og kassalöguðu stofurnar sem ég er vanur að kenna í.

Þá minntist ég líka samræðurýmisins hjá Brenifier í Argenteuille þar sem setið er í hring á alskonar stólum, fullt af bókum er upp í hillu og heimilislegt andrúmsloft - sem reyndar getur orðið ansi intens þegar samræðan er komin í gang....

Allavega í þessu eins og mörgu öðru gæti lykilorðið verið að meira alskonar skólar og aðstæður gæti barasta verið lausnarorðið .... ef þið eigið myndir af einhverju sem passar vel við þessar pælingar þá skelli ég þeim inn í bloggið :-) ....

Monday, November 23, 2015

Menntun, sköpun og pönk

Ég var að lesa þessa grein um nákvæmlega sama efni eftir Martin Robinson. Þar getur að líta þetta skemmtilega pönk manífestó:

tumblr_m4lf2z6Jk01qz6f4bo1_1280

og hér er Vélin með Mosa Frænda, klárlega eitt af þeim verkum okkar sem myndi teljast pönk. Takið eftir mér þarna á trommunum, en ég held að ef ég tel mig vera hressan og hráan bloggara á það í enn ríkari mæli við um mig sem trommara:


Punkturinn sem Robinson er að setja fram er að margir sem hafa starfað að breytingum og stofnað það sem hann kallar 'free schools' hafi verið pönkarar í sér og ekki verið þrúgaðir af hátimbruðum kenningum í kennslufræði heldur bara látið vaða.

Á hversdagslegri nótum er þetta líka spurning um marga fleti á því hvernig kennarar nálgast starfið. Fara menn í hvern tíma með belti og axlabönd þrælundirbúnir með allar aðferðir og hvert smáatriði á hreinu.... eða kannski með svona óljósa hugmynd um ætla kannski að gera þetta ...nú eða kannski hitt? Eru verkefnin með ítarlegum útskýrinum um hvernig eigi að forma hverja setningu í verkefninu, eða kannski aðeins óljós, jafnvel ljóðræn....

Annar punktur sem hann nefnir er pælingin um kennaranám, og þá bæði hvort það þurfi að vera jafnlangt og það er og hvort það eigi að vera hagnýtt eða teórítískt, pönkaða svarið ætti að liggja ljóst fyrir. Námið ætti að vera styttra, hagnýtara og umfram allt meira alskonar. Talandi um alskonar þá er hérna hið dásamlega lag Creeps:



Ég segi semsé meira pönk í kennsluna og lífið, láta svoldið vaða, leyfa sér stundum að vera með dólg, gera mistök og vera drullusama þó einhver segi að maður kunni ekki að spila eða eitthvað. Lokum þessu með Reykjavík ó Reykjavík....




Sunday, November 22, 2015

Tónahlaup

Í haust var á RÚV stutt sería sem hét Tónahlaup sem Jónas Sen sá um. Í þessum þáttum komu tónlistarmenn með frumsamin lög til hópa af grunnskólanemum sem svo útsettu þau og gerðu að sínum. Ég horfði á þessa þætti með yngri dóttur minni, Sölku og við höfðum mjög gaman. Það var skemmtilegt að fá innsýn í tónlistarkennslu í nokkrum ólíkum skólum, gaman að kynnast tónlistarmönnunum betur og frábært að fylgjast með vinnunni hjá kökkunum.

Hugmyndin að þáttunum er frábær og þetta sýnir svo vel hvað það er inspíerandi fyrir krakka að horfa á aðra krakka bauka eitthvað (annað gott dæmi er skólahreysti).... það hefði kannski mátt gera meira úr þessu, t.d. með því að allir hóparnir hittust og spiluðu saman.

Eina próblemið var kannski að lögin voru mörg hver dáldið erfið, og það verður að viðurkennast að við vorum lang ánægðust með lagið hans Ingó Veðurguðs í fyrsta þættinum....


Takk fyrir okkur RÚV, og meira svona!