Monday, October 28, 2013

Menntabloggari skoðar heiminn

Nú hefur menntabloggarinn ykkar verið þögull um nokkurt skeið - þetta á sér margvíslegar skýringar - en ekki sít þá að hann (ég) hefur verið á flakki um veröldina.

Fyrst fór hann (ég) til USA - nár tiltekið Boston og heimsótti þar ægilega fínan einkaskóla St Georges -
og svo hinn massívt flotta háskóla Harvaard.

Markmið ferðarinnar var að fræðast um Mindfulness í kennslu og í stuttu máli lukkaðist það vel

Í því samhengi stendur tvennt klárlega upp úr að mínu mati.

1) 5 mínútna hugleiðsla í Zen anda í St Georges í kapellunni.

Sitja
Hálf-opin augu
Telja andardrætti
5 mín - 2 klst.
(hægt að byrja og enda með bjöllu, vera með reykelsi og e-ð - en það er óþarfi)

2) Kynning á hugmyndum Ellen Langer um mindfulness.  elsta áherslan hennar er á vitsmunalega nálgun á mindfulness. Hann (ég) hefur ekki fundið góða þýðingu á mindfulnesss. Nokkrir punktar hjá henni voru mjög áhugaverðir, en áhugaverðast fannst mér þessi pæling með að gera hlutina með smá tvisti í hvert skipti - jafnvel þannig að maður taki bara sjálfur eftir því. Reyndar er þetta nokkuð sem ég geri sjálfur og hef alltaf gert - með það helst að augnmiði að deyja ekki úr leiðindum.

Hún semsé gerir ekki mikið með hugleiðslu - en - mér finnst samt eins og að einhverju leyti séu hennar pælingar þess eðlis að þær falli vel að koan-hefðinni í Zen .... og reyndar þá líka að margvíslegum pælingum úr nútímalistum t.d.

Sp: Hefur hundur búddaeðli?
Sv: 4.33

(frumsaminn og tvistaður kóan)

Nú svo fór hann (ég) til Danmerkur stuttu eftir að ég (hann) kom heim frá USA og heimsækir þar (enn) Rysensteen menntaskólann í miðborg Kaupmannahafnar. Fyrsta alvöru heimsóknardaginn hefur þetta gengið á:

-Trúarbragðatími með íslendingum og dönum (5S úr Versló er semsé að heimsækja 3X hér og við erum 2 kennarar og skólastjóri frá Versló). Í þessum tíma glímdu tæplega 60 nemendur í hópum við klípusögur sem Johanna hafði valið saman.... hún skipti þeim í hópa og þau komu svo með niðustöður og kynntu fyrir hinum. Kennslan fór fram í stóru fjölnotarými sem mér finnst að ætti að vera til boða í hverjum skóla.



Síðan sat ég fund með Inga um hvernig Rysensteen hefur náð að verða að skóla sem notar tölvur og upplýsingatækni með skipulögðum og effektívum hætti. Allir tímar eru lagðir upp i upplýsingakefinu og nánast öllu efni er miðlað pappírslaust. Þetta sáum við líka í verki í tímunum. Líklega er þetta alls ekki óraunhæft markmið í Versló (ég er kominn vel í áttina í minni kennslu) .... en engu að síður er ljóst að þau eru kominn miklu lengra en við.
kennarstofan í Rysenteen

Svo sat ég byrjunina á fundi um töflugerðina. Rysensteen er með það sem, kallað er fljótandi töflu. Hver hópur á að fá ákveðið magn tíma í hverri grein, en svo er taflan skipulögð þannig að hægt er að leiðrétta fyrir öllum vettvangsferðum, endurmenntun kennara og öllu slíku. Þetta er algjör snilld og ætti að taka upp ekki seinna en á morgun í Versló.

Lokatími dagsins var svo heimspekitíma með Per. Umfjöllunarefni tímans var siðfræðikenning W.D. Ross  . Áhugavert efni og nemendurnir voru ótrúlega áhugasamir - en það er greinilegt að heimspekin sem kennslugrein í dönskum menntaskólum er mjög í anda hefðbundinnar háskólaheimspeki - ólíkt nálgun sem ég hef haft áhuga fyrir sem er meira í anda heimspekipraktíkur og barnaheimspeki.

Per er hins vegar mjög öflugur kennari og mér fannst kúl hvernig hann byggði tímann upp:

Upphitun (hugtakaleikfimi .... upprifjun)
Þrælavinna (svara efnislegum spurningum og ræða)
Opnari umræður (sjónarmið nemenda og opnari spurningar ræddar)

.... svo hjó ég mjög eftir því að í lok tímans stóðu nemendur upp og fóru að ræða pólítík ....

Í stuttu máli þá er Rysensteen mjög spennandi skóli. Mest spennandi er hvernig þeir nota upplýsingatækni, fjótandi taflan og svo virkilega áhugasamir og öflugir kennarar og nemendur - og svo líka öflugt alþjóðasamstarf!

Á morgun heimsæki ég
svo með Inga Det Frie Gymnasium og kynnist þá lýðræðisskóla í verki. Blogg um það mun svo fylgja.





No comments:

Post a Comment