Saturday, March 9, 2013

Spádómurinn - Hildur Knútsdóttir

Ég er aðeins að svíkjast um varðandi efni þessa bloggs og fjalla um annað áhugamál mitt hér, en ég vel að gera það frekar en að stelast til að skrifa á íslensku á enska bloggið mitt - úff stundum er lífið svo flókið.... en hins vegar tel ég nú að umfjöllun um bókmenntir og menntamál séu nú ekki svo fjarlæg að lesendur fái flog... hmm.... auk þess er þetta náttúrulega mitt blogg.

Ég las nýlega bókina sem er nefnd í titlinum, en ég heyrði Hildi spjalla um hana og lesa úr henni á Furðusagnaþinginu í haust leið, og vakti það áhuga minn. Helsta einkenni hennar er að í henni er hefðbundnum kynjahlutverkum í fantasíum og almennt í bókmenntum snúið við og allir þeir sem eru virkir í átökum bókarinnar, góðir sem illir, eru konur, en karlmenn eru í bakgrunni. Þetta element virkar vel og gefur bókinni skemmtilegan blæ og lofar góðu um framhaldið í skrifum Hildar.

Bókin er annars á vissan hátt mjög hefðbundi fantasía þar sem aðalpersónan, Kolfinna, er svona 'chosen one' sem kemst í kynni við undraöfl og (spoiler alert!) bjargar málunum. Illkvendið ógurlega Iðrun er vissulega nokkuð óhuggulegt.... en ....

Helsti galli bókarinnar finnst mér að baksagan er nokkuð óskýr og illska Iðrunar einhvern veginn fjarlæg og nær ekki til manns - og úrlausnin frekar létt. Kostur bókararinnar er að heimurinn sem Hildur býr til er áhugaverður og býður upp á frekari ævintýri, og svo er ferðin til tunglsins og karakter Jóns intresant - og starálfatýpurnar skemmtilegar ... Það er þó þannig að sagan er frekar lokuð, þeas. framhaldið mun ekki byggja á frekari vandræðum í sambandi við Iðrun allavega. Hins vegar eru möguleikar varðandi tenginguna suður o.s.frv. Hugmyndin um að allir yrðu að ganga með vængi fannst mér líka mjög skemmtilega súr - kannski hefði verið hægt að gera sögu sem væri þannig að það væru alltaf allir með vængi en það reyndist svo bara vera óþarfi...

Ég mæli með bókinni við alla sem hafa gaman af furðusögum, og ekki síst fyrir stelpur og konur til að fá smá skammt af áhugaverðum tilraunum með kynjavinkilinn í þessum geira.

Spádómurinn

No comments:

Post a Comment