Thursday, March 15, 2012

menntun og félagsmiðlar

Ég hef áður tjáð mig um fjarnám og nauðsyn þess að kennari samtímans sé netverji. Ég vil í þessum pósti fagna frumkvæði Ægis Karls Ægissonar sem fékk mig með sér í að ræsa síðuna 'Framhaldsskólakennarinn' á Facebook. Ég geri mér grein fyrir því að margt er gagnrýnivert við félagsmiðla eins og Facebook, en þó hef ég þá skoðun að möguleikarnir sem þeir bjóða eru bókstaflega ótrúlegir. Nú hef ég undanfarið, eins og einhverjir sem fylgjast með hér á blogginu vita, verið að garfa í að læra og komast af stað í Spunaspilum. Nánast allur lærdómur og upplýsingar sem ég hef aflað mér á því sviði hefur farið í gegnum Facebook. Ég hef náð sambandi við reynda Spunaspilara á síðu þeirra (og þau hafa tekið mér alveg ótrúlega vel!) og þannig hef ég náð að læra og skipuleggja viðburði - og þetta er bara rétt að byrja! Ég á mér ákveðna sýn varðandi tengsl samræðunnar og spunaspilanna, en það kemur seinna....

Nú á fyrstu dögum Framhaldsskólakennarans hafa yfir hundrað manns gengið til liðs við okkur, og þegar er hafin þar lífleg umræða um kennsluaðferðir og komnir inn linkar um áhugaverð málefni og viðburði. Þarna geta kennarar sem eru einyrkjar í litlum skólum fundið stuðning, og við sem búum við að þurfa að ræða sömu málin við sama fólkið aftur og aftur og aftur fundið ferska vinda blása....

Ég held að það sé ekki svo að Facebook dragi úr félagslegri virkni og höfði til lágra hvata, heldur býðst í þessum nýja heimi tengsla möguleiki á að læra og kynnast og búa til betri heim. Ég bendi svo fólki á að Twitter hefur líka marga skemmtilega eiginleika og mæli með því að menn prófi það næst....


No comments:

Post a Comment