Thursday, December 21, 2023
Íslenskir nemendur í dönsku umhverfi
Monday, July 3, 2023
Grein í Vísi 2 - breytingar í framhaldsskólum
Tengi hér á grein eftir mig í Vísi, svona til að halda til haga - Breytingar í framhaldsskólum. Það hafa orðið líflegar og skemmtilegar umræður um þetta á féalgsmiðlum hjá mér, og ég vil halda til haga að
- þriggja anna kerfið með lotum var þróað í MS en ekki í FG
- spannakerfi (fjórar annir) hefur verið þróað í Menntaskólanum á Egilsstöðum
- fjarnám á framhaldsskólastigi er mjög öflugt og að líkindum einstakt á heimsvísu
- MH var með 3 anna kerfi þegar skólinn var stofnaður, en þá var ekki komið áfangakerfi
Thursday, June 29, 2023
Námsmat - grein í Vísi 1
Ég skelli hér inn link á grein sem birtist í Vísi um námsmat eftir mig, svona til að halda utanum það sem ég skrifa hér. Vinur minn benti mér á að það vantar inn í greinina kveikjuna að greininn, en það mun vera Facebook póst frá Ragnari Þór Péturssyni þar sem hann stingur upp á inntökuprófi í Versló og aðra vinsæla skóla, sem mér finnst alveg afleit hugmynd.
Annað undirliggjandi eru pælingar um símatsáfanga vs. prófaáfanga í framhaldsskóla og kannski svona pælingin að benda á að munurinn sé kannski ekki svo afgerandi.
Sameiningar og allir í verknám
Í síðustu viku kom upp umræða að sameina eigi Kvennaskólann og Menntaskólann við Sund og starta nýjum skóla í Stakkahlíð, sem nú um stundir hýsir Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Ein af ástæðum þess að flytja þurfi MS er sögð að húsnæði skólans sé myglað, en svo er víst Stakkahlíðin líka mygluð - svo mögulega væri verið að fara úr myglunni í fúkkann. Rökin fyrir svona sameiningu eru fjárhagsleg hagræðing og einhver samlegðaráhrif sem samkvæmt reiknimeisturum skili til lengri tíma hagnaði. Jafnframt er talað um minnkandi árganga svo þörfin fyrir framhaldsskólapláss muni fara minnkandi á næstu árum.