En.
Þegar við erum að gera það sem við getum til að námið og skólinn haldi áfram í rafheimum detta mér nokkrir punktar í hug fyrir kennara og nemendur. Kennarar:
- Ekki missa okkur í verkefnum og tækninýjungum og stöðugum prófum og skilum, halda sig við eðlilegan damp og hugsanlega slaka aðeins á klónni.
- Gera verkefnin persónuleg og áhugaverð, jafnvel lauma smá kímni með þar sem hægt er.
- Nota myndir, myndbönd, hljóð og svo framvegis, eftir því sem tæknileg geta leyfir.
- Vera í góðu sambandi við samkennara, vera klár í að peppa og leiðbeina þar sem maður getur.
- Vera vakandi yfir því ef nemendur eru ekki að bregðast við og skila og vera í sambandi við námsráðgjafa og stjórnendur um það.
- Fylgjast vel með, vinna verkefni eins samviskusamlega og gerlegt er.
- Taka þátt í umræðum og vera virk í að láta vita ef t.d. flækjustig þess sem ætlast er til verður of hátt.
- Vera virk í að vera í sambandi við samnemendur og peppa, leiðbeina og halda uppi stemmingu.
- Hugsanlega lauma hugmyndum að leiðum að kennurum ef hugmyndir kvikna.
Og allir að muna
- also this shall pass.
No comments:
Post a Comment