Ég hef aðeins verið að pæla í og rausa um tengslamyndun kennara við nemendur, umhyggju fyrir þeim og jafnvel virðingu. Í framhaldsskólum á Íslandi er það svo að þeir kennarar sem hafa mest tengsl við nemendur á fyrsta hluta námsins eru kennarar í svokölluðum kjarnagreinum, sem sé íslensku, stærðfræði og ensku. Af þessum sökum er það svo að kennarar þessara grein hafa í einhverjum skilningi meiri tækifæri til að kynnast og tengjast nemendum í upphafi náms en aðrir: þeir fylgja hópum lengur og eyða meiri tíma með honum. Því er mikilvægt að hér sé á ferðinni fólk sem býr yfir mannskilningi og innsæi; og afar slæmt þegar kennarar þessara greina eru fjarlægir eða kuldalegir í samskiptum.
Kennarar í sérgreinum ákveðinna brauta taka svo í vissum skilningi við boltanum á seinni hluta námsins. Þannig held ég að það myndist oft merkilegt samband milli nemenda á eðlisfræðibraut og eðlisfræðikennara; og spekúlantar á félagsfræðibrautum taka oft upp hætti og skoðanir meistara sinna í félagsgreinum.
Þeir kennarar sem eru okkur eftirminnilegir eru gjarna þeir sem höfðu eitthvað meira til málanna leggja en bara greinina sína - og voru etv. sjálfir svo samtvinnaðir greininni að erfitt væri að sjá hvar annað endaði og hitt byrjaði. Þessir kennarar kenna sjálfa sig, eins og Parker Palmer myndi orða það.
Það er fullt af geggjuðum kennurum í umferð, en ég held að það sé fyrst og fremst tvennt sem ógni því að mannlegi þáttur kennslunnar sé ræktaður. Það er annars vegar of mikil og rík áhersla á greinina og námsefnið (og hugsanlega námsbækurnar) og tengt yfirferðarblæti. Hins vegar held ég að stöðlun og binding á ákveðnum vinnuaðferðum og verkefnaformum sem henta kennurum og nemendum misvel geti líka ógnað því að kennarinn finni sér sinn eigin stíl og geti ræktað tengsl sín við nemendur með sem bestum hætti.
Og svo er það mitt mat að bekkjarkerfið sé mun líklegra til að bjóða upp á öflug mannleg tengsl en áfangakerfið, bara svona svo það komi enn og aftur skýrt fram.
Tuesday, November 26, 2019
Sunday, November 24, 2019
Tilgáta um kerfi
Þessi póstur er nú svona frekar kannski heimspeki en beint menntablogg, og þó.
Mennirnir, náttúran og alheimurinn eru samsafn ótrúlegs fjölda kerfa sem eru bæði aðskilin og samtvinnuð. Ég er með ónæmiskerfi, lifi í hagkerfi, starfa í menntakerfi og er hluti af vistkerfi. Stundum fer ég svo líka bara alveg í kerfi.
Að menntast er að vakna til vitundar um þessi kerfi og samsetningu þeirra. Þeir sem vilja ganga lengra sökkva sér oní eitthvað ákveðið kerfi og geta frætt okkur mikið um það, aðrir pæla í tengingum milli kerfa og svo framvegis.
Í bókinni Sapiens setur Yuval Noah Harrari fram skemmtilega hugmynd um tvenns konar kerfi, en hann kallar þau kaos 1 og kaos 2. Kaos 1 kerfi er t.d. veðrið. Það er mjög flókið kerfi með töluverðum ófyrirsjáanleika sem má skilja með flóknum vísindum og stærðfræði, og það er hægt að spá fyrir um framtíð kerfisins (með misgóðum árangri). Veðurspáin hefur hins vegar engin áhrif á veðrið.
Kaos 2 kerfi er svo hins vegar kerfi eins og hagkerfi. Ef ég spái því (og er í þannig stöðu að mark sé á mér tekið) að verð á gulli muni hækka, þá gæti mjög vel verið að verð á gulli lækki. Það sem er sagt um kerfið hefur áhrif á það; það má segja að kerfið sé með ákveðnum hætti meðvitað um sjálft sig. Menntakerfið er klárlega kaos 2 kerfi, en þar líkt og í flestum slíkum tilfellum látum við eins og það sé líkara veðrinu (sem er frekar einfeldningslegt).
(ég er svo að vinna með tilgátu um kaos 3 kerfi)
Til að flækja þetta svo aðeins er áhugavert að hugsa um loftslagsbreytingar en þar komum við að samspili milli kerfa, og þá einmitt hagkerfisins og veðurkerfisins. Virkni hagkerfisins hefur þar áhrif á þróun kaos 1 kerfis, og hugmyndafræði og athafnir þar hafa áhrif, áhrif sem svo er að líkindum hægt að breyta með því að spá og breyta athöfnum og hugmyndafræði okkar.
Ég held að e.k. kaos 2 vitund sé lykilatriði; að átta sig á því hversu dýnamísk stór hluti kerfanna sem við hrærumst í eru í raun, en ég held það kalli á aðlögun á hugsun og okkar og hegðun á margvíslegan hátt.
En engin ástæða til að fara í kerfi samt.
Saturday, November 16, 2019
Tvö afmælisbörn, áfangakerfið og fiskabúrið
Nýlega hef ég verið svo heppinn að vera viðstaddur og taka þátt í viðburðum þar sem fagnað var tveimur merkilegum ástundurum menntavísinda - en þau eru nebblega bæði sjötug á á árinu, en þetta eru Hafþór Guðjónsson annars vegar og Sigrún Aðalbjarnardóttir hins vegar.
Ég hef notið kennslu og lesið verk þeirra beggja mér til mikils gagns og ánægju. Í nálgun þeirra beggja á viðfangsefni sín tengd menntun og kennslu (og reyndar uppeldi á breiðari grundvelli í tilfelli Sigrúnar) eru í fræðum þeirra beggja (þó ólík séu) sterkur heimspekilegur þráður. Í gagnrýninni nálgun sinni á lífið í kennslustofunni leitar Hafþór til gagnrýninnar hefðar amerísks pragmatisma (einkum Rorty), og sýn Sigrúnar á siðferðisþroska og mikilvægi samræðunnar í uppeldi er undir sterkum áhrifum frá Habermas, og undir henni liggur sterkur aristótelískur grunnur.
Þar sem ég er mjög hrifnæmur einstaklingur þá fer ég oft beint í að pæla í og lesa og kynna mér eitthvað nýtt sem ég kynnist á svona viðburðum. Þess vegna er ég núna að hlusta á bókina "The Courage to Teach" eftir Parker Palmer sem Hafþór vitnaði í í sínu partíi. Og þegar ég svo sat þingið sem var til heiðurs Sigrúnu þá fannst mér ég heyra margt þar sem er samhljómur með því sem Palmer er að tala um.
Kjarni þess máls er að kennarar hugi að sjálfum sér og sínu eigin sálartetri, að kennarinn í einhverjum skilningi kenni sjálfan sig. Samband kennarans við nemendurna og möguleikar hans til að hafa áhrif á þá byggja á að hann hvíli vel í eigin skinni, og hafi djúpan og þroskaðan skilning á erindi sínu við fagið sitt, nemendurna og heiminn í heild sinni. Í bókinni beinir Palmer máli sínu fyrst og fremst til háskólakennara, en engu að síður finnst mér hún eiga fullt erindi við mig sem framhaldsskólakennara.
Gildin sem Sigrún velur sem titil á einu af sínum helstu ritum eru virðing og umhyggja. Ég lít á þessi tvö fyrirbæri sem mjög mikilvæga þætti í mínu starfi sem framhaldsskólakennara. En ég velti fyrir mér hvort að umhverfið sem ég starfa innan hamli mér á vissan hátt að rækta þessi gildi, og þá einkum kannski umhyggjuna. Til að geta sýnt fólki umhyggju þarf maður að þekkja það. I þeim ramma sem áfangakerfið sem starfið í framhaldsskólanum byggir á (að mestu) þá eyði ég almennt ekki nægilegum tíma með nemendum til að ná að kynnast þeim almennilega, og krafan um yfirferð og að fylgja frekar stífum og nákvæmum námsáætlunum dregur úr sveigjanleika í samskiptum. Í fyrsta skipti á ferlinum er ég núna að kenna bekk sem mér finnst ég þekkja virkilega vel, finnst ég geta unnið með þeim og gert kröfur til þeirra (og tekið tillit) sem í flestum tilfellum er útilokað að ná, enda er ég búinn að kenna þeim þrjá áfanga. Þetta er tilfellið þó að ég vinni í bekkjarskóla, en fjarlægðin milli kennara og nemenda er skv. minni reynslu enn meiri í áfangaskólum - þó þar sé vissulega "betri agi".
Fræðin geta hjálpað til að lyfta okkur úr smástund úr fiskabúrinu og skoða vatnið sem við syndum í. Ég vil þakka Sigrúnu og Hafþóri fyrir að gera mig að meira hugsandi kennara og efa ekki að ég geti sótt innblástur í þeirra fræði út ferilinn, og hvet alla sem vinna við kennslu til að kynna sér rit þeirra og rannsóknir.
Ég hef notið kennslu og lesið verk þeirra beggja mér til mikils gagns og ánægju. Í nálgun þeirra beggja á viðfangsefni sín tengd menntun og kennslu (og reyndar uppeldi á breiðari grundvelli í tilfelli Sigrúnar) eru í fræðum þeirra beggja (þó ólík séu) sterkur heimspekilegur þráður. Í gagnrýninni nálgun sinni á lífið í kennslustofunni leitar Hafþór til gagnrýninnar hefðar amerísks pragmatisma (einkum Rorty), og sýn Sigrúnar á siðferðisþroska og mikilvægi samræðunnar í uppeldi er undir sterkum áhrifum frá Habermas, og undir henni liggur sterkur aristótelískur grunnur.
Þar sem ég er mjög hrifnæmur einstaklingur þá fer ég oft beint í að pæla í og lesa og kynna mér eitthvað nýtt sem ég kynnist á svona viðburðum. Þess vegna er ég núna að hlusta á bókina "The Courage to Teach" eftir Parker Palmer sem Hafþór vitnaði í í sínu partíi. Og þegar ég svo sat þingið sem var til heiðurs Sigrúnu þá fannst mér ég heyra margt þar sem er samhljómur með því sem Palmer er að tala um.
Kjarni þess máls er að kennarar hugi að sjálfum sér og sínu eigin sálartetri, að kennarinn í einhverjum skilningi kenni sjálfan sig. Samband kennarans við nemendurna og möguleikar hans til að hafa áhrif á þá byggja á að hann hvíli vel í eigin skinni, og hafi djúpan og þroskaðan skilning á erindi sínu við fagið sitt, nemendurna og heiminn í heild sinni. Í bókinni beinir Palmer máli sínu fyrst og fremst til háskólakennara, en engu að síður finnst mér hún eiga fullt erindi við mig sem framhaldsskólakennara.
Gildin sem Sigrún velur sem titil á einu af sínum helstu ritum eru virðing og umhyggja. Ég lít á þessi tvö fyrirbæri sem mjög mikilvæga þætti í mínu starfi sem framhaldsskólakennara. En ég velti fyrir mér hvort að umhverfið sem ég starfa innan hamli mér á vissan hátt að rækta þessi gildi, og þá einkum kannski umhyggjuna. Til að geta sýnt fólki umhyggju þarf maður að þekkja það. I þeim ramma sem áfangakerfið sem starfið í framhaldsskólanum byggir á (að mestu) þá eyði ég almennt ekki nægilegum tíma með nemendum til að ná að kynnast þeim almennilega, og krafan um yfirferð og að fylgja frekar stífum og nákvæmum námsáætlunum dregur úr sveigjanleika í samskiptum. Í fyrsta skipti á ferlinum er ég núna að kenna bekk sem mér finnst ég þekkja virkilega vel, finnst ég geta unnið með þeim og gert kröfur til þeirra (og tekið tillit) sem í flestum tilfellum er útilokað að ná, enda er ég búinn að kenna þeim þrjá áfanga. Þetta er tilfellið þó að ég vinni í bekkjarskóla, en fjarlægðin milli kennara og nemenda er skv. minni reynslu enn meiri í áfangaskólum - þó þar sé vissulega "betri agi".
Fræðin geta hjálpað til að lyfta okkur úr smástund úr fiskabúrinu og skoða vatnið sem við syndum í. Ég vil þakka Sigrúnu og Hafþóri fyrir að gera mig að meira hugsandi kennara og efa ekki að ég geti sótt innblástur í þeirra fræði út ferilinn, og hvet alla sem vinna við kennslu til að kynna sér rit þeirra og rannsóknir.
Subscribe to:
Posts (Atom)