Í tilefni af umræðum um bekkjarkerfi og áfangakerfi sem tengjast bloggi mínu um efnið sem hafa spunnist á Facebook þá ætla ég að bæta aðeins við og bregðast við ákveðnum pælingum hér. Umræðan er á nokkuð óvísindalegum nótum, og tengist reynslu og tilfinningu okkar fyrir kerfunum sem kennarar annars vegar og nemendur hins vegar.
Kveikja umræðunnar var hugtakið "umhyggjusamband" nemenda og kennara sem er áhugavert fyrirbæri. Bekkjarkerfi er ekki forsenda slíks sambands, en ég held að slíkt samband myndist ekki milli kennara og nemenda í hóp sem kennari kennir eina önn, til þess þarf lengri tíma. Að sama skapi myndast ekki sterkt tengsl milli nemenda sem sitja saman eina önn í hóp, ólíkt því sem gerist í bekk sem er saman í flestum fögum yfir lengra tímabil. Tilgáta mín væri þá að í þeim tilfellum þar sem nemendur hafa sömu kennara um lengri tíma en eina önn í bekkjarskólum geti slíkt samband myndast. Að sama skapi myndast örugglega sterk slík sambönd innan lítilla skóla, enda hafa þar nemendur oft sömu kennara um lengri tíma og nánd milli nemenda og kennara er miklu meiri, og skiptir þá engu þó þeir skólar séu áfangaskólar. Að sama skapi held ég að svipað geti verið upp á teningnum á litlum brautum, og myndi ég nefna sem dæmi Alþjóðabrautina hjá okkur í Versló, sem ég tel vera mjög merkilegt menntamenningarfyrirbæri fyrir margra hluta sakir.
Í bekkjarskóla er það þannig að hver bekkur hefur ákveðinn karakter, félagslega og námslega. Ef vel er þá virkar bekkurinn sem eins konar "lærdómssamfélag" þar sem sterkir nemendur eru til stuðnings þeim sem veikari eru fyrir námslega (og félagslega) - og bekkurinn stendur saman þegar á gefur, bregst sameiginlega við ósanngirni af hendi kennara o.s.frv., veitir nemendum ákveðið skjól sem ekki er fyrir hendi í áfangaskóla. Ef námsandinn er ekki jákvæður í bekknum og ef leiðandi aðilar innan hans hafa tilhneigingu í leiðindi getur andinn orðinn lærdómsfjandsamlegur, sem er afleitt.
Sjálfur var ég nemandi í áfangaskóla´, MH, og var mjög ánægður. Ég var í frábærum vinahóp, sterkur nemandi og naut þess að geta valið mikið af áföngum á sviðum sem hentuðu mér - og ég náði góðu sambandi við kennara. Valið, sveigjanleiki og að sækja sér styrk í vinahópinn er það sem áfangaskólinn gefur, og það er auðveldara að feta sína eigin braut - bekkjarskólar geta vissulega ýtt undir ákveðna meðalmennsku. Fyrir ýmsa er það þannig að valið sem að skólinn sem þau eru í býður er ekki endilega eitthvað sem hentar þeim, vinahópurinn er kannski alls ekki öflugur innan skólans og samband við kennara er mjög takmarkað. Mig grunar t.d. að fyrirkomulag varðandi umsjónakennara nái ekki að skila sér í sterkum tengslum nemenda og kennara í áfangaskólum.
Önnur áhugaverð atriði eru kostir og gallar þess að nemendur hafi heimastofur, þróun og útfærsla félagslífs (t.d. bekkjarpartí), ákveðnar pælingar varðandi t.d. hópavinnu (sem þarf að hugsa með öðrum hætti í bekkjarkerfi en áfangakerfi) - og svo síðast en ekki síst það sem ég held að næsta blogg í þessum flokki beinist að möguleikar á að gera bekkjarkerfið framsæknara.
Monday, November 19, 2018
Friday, November 16, 2018
Umhyggjusamband nemenda og kennara - hvað gildir það?
Fyrir allnokkrum árum varð ég var við það að samkennari minn (sem því miður er hættur fyrir aldur fram) var að vasast í því að hringja í, og jafnvel sækja nemendur sjálfur sem áttu erfitt með mætingar. Þótti mér nokkuð langt gengið í meðvirkni þarna - en samt - það er eitthvað fallegt við þetta. Áhugavert er að þessi kennari var klárlega það sem mætti kalla "af gamla skólanum" , var bæði strangur og gerði miklar kröfur til nemenda sinna eftir því sem ég best veit.
Þróun menntunar - líkt og samfélagsins í heild - einkennist af ákveðinni kerfisvæðingu. Ég hlýddi á ágætan lestur Atla Harðarsonar um þetta nýlega og þar m.a. kom hann inn hvernig það er ekki spurt "Talarðu dönsku?" heldur "Hvað ertu með margar einingar í dönsku?" Þegar skólar verða að einkunna og eininga verksmiðjum er hætt við að persónulegi þátturinn gefi undan.
Alvarlegur galli á áfangakerfinu er að kennari er bara með hóp í eina önn. Í vissum tilfellum er þetta kappnóg, en hins vegar hugsa ég að til að mynda almennilegt "umhyggjusamband" þá þurfi heilan vetur - fyrir mig dugir önnin ekki. Ég næ alltaf langbesta sambandinu við fyrsta árs bekkina sem taka tvo áfanga í röð og ég er með í heilan vetur.
Skylt þessu er hið mikla "yfirferðarblæti" sem einkennir stemminguna í skólum - en stuttir áfangar og mikil áhersla á að "klára efnið" minnkar tíma sem kennari hefur til að þróa e.k. samband við nemendur, og reyndar hefur það líka slæm áhrif varðandi tilraunir til að auka fjölbreytni í kennsluaðferðum o.s.frv. Þarna kemur líka inn í vandinn sem felst í þessari spurningu - "er þetta til prófs" / "gildir þetta".
Ég tel öruggt að markviss vinna til að efla umhyggjusamband í framhaldsskólum myndi auka gæði náms, minnka brottfall og gera starf kennara og nemenda ánægjulegra í alla staði.
Þróun menntunar - líkt og samfélagsins í heild - einkennist af ákveðinni kerfisvæðingu. Ég hlýddi á ágætan lestur Atla Harðarsonar um þetta nýlega og þar m.a. kom hann inn hvernig það er ekki spurt "Talarðu dönsku?" heldur "Hvað ertu með margar einingar í dönsku?" Þegar skólar verða að einkunna og eininga verksmiðjum er hætt við að persónulegi þátturinn gefi undan.
Alvarlegur galli á áfangakerfinu er að kennari er bara með hóp í eina önn. Í vissum tilfellum er þetta kappnóg, en hins vegar hugsa ég að til að mynda almennilegt "umhyggjusamband" þá þurfi heilan vetur - fyrir mig dugir önnin ekki. Ég næ alltaf langbesta sambandinu við fyrsta árs bekkina sem taka tvo áfanga í röð og ég er með í heilan vetur.
Skylt þessu er hið mikla "yfirferðarblæti" sem einkennir stemminguna í skólum - en stuttir áfangar og mikil áhersla á að "klára efnið" minnkar tíma sem kennari hefur til að þróa e.k. samband við nemendur, og reyndar hefur það líka slæm áhrif varðandi tilraunir til að auka fjölbreytni í kennsluaðferðum o.s.frv. Þarna kemur líka inn í vandinn sem felst í þessari spurningu - "er þetta til prófs" / "gildir þetta".
Ég tel öruggt að markviss vinna til að efla umhyggjusamband í framhaldsskólum myndi auka gæði náms, minnka brottfall og gera starf kennara og nemenda ánægjulegra í alla staði.
Subscribe to:
Posts (Atom)