...þessi frasi, er nokkuð góður. Það er nebblega þannig að þegar maður er staddur í einhverri sitúasjón og það er stungið upp á einhverju eru eðlislæg viðbrögð okkar flestra "nei, en... " . Þetta á oft við, vissulega, en ekki nærri eins oft og fólk heldur.
(hvað er líka þetta með að vera alltaf í svörtum fötum íslendingar? .... líklega erum við svona sorgmædd yfir að búa á þessum nárassi)
Í spunaleiklist, improv, er bannað að segja "nei, en", maður á að segja "já, og". Þetta er yfirlett útskýrt með einföld dæmi.
A: Hrausti Galahad, viltu koma með mér í leiðangur, berjast við dreka og bjarga prinsessu?
B: Nei.
Þar með lauk þeirri sögu.
Reynsla mín er sú að þetta er erfiðara en maður hefði haldið. Þetta tengist ekki endilega bara neikvæðni, heldur líka þörfinni til að halda því striki sem maður hefur sjálfur ákveðið. Tvö dæmi:
Í einhverju atriði þar sem verið var að leika nörda/ hakkara lýsti einhver því yfir að hann hefði verið nýbúinn að hakka sig inn í Seðlabankann. Þetta er mjög áhugavert og býður upp á miklar pælingar, en í stað þess að já/og-a þá þurfti ég að koma að einhverjum leim prívat brandara og heil dularfull saga um efnahagsglæpi og hrun varð þar með að engu.
Í öðru atriði þar sem ég, eins og fáviti, fattaði ekki að félagi minn var að mæma kartöflutínslu spurði ég hann hvaða tegund af eggjum við værum að tína brást hann frekar firrtur við og leiðrétti mig (þetta var, rétt að taka fram ákaflega fattlaust af mér) í stað þess að já-og-a ruglið í mér og taka þetta út í að þetta væru egg Dódó-fugla sem verpa alltaf neðanjarðar, og eggin eru svo notuð í flögur.... eða eitthvað.... (þetta hefði orðið mjög fyndið þar sem þá var hægt að hlæja með og að í senn, svona ef þið fattið hvað ég á við)
Ég legg til að allir æfi sig í að segja "já-og" því þá gerast miklu skemmtilegri hlutir, á sviðinu og í lífinu.
Og skella sér í bleiku skyrtuna og setja upp hattinn og drífa sig út í sólina.
No comments:
Post a Comment