bóndi, leikskólakennari, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, vísindamaður hjá CERN, afleiðugreinir hjá Íslandsbanka, grunnskólakennari, kafari, leyniskytta, bakari, hjúkrunarfræðingur, einræðisherra, listamaður, forritari, svæfingalæknir....
Hvaða stétt er það sem við framhaldsskólakennarar tengjum okkur helst við í sjálfsmynd okkar? Hef heyrt því fleygt að mörgum framhaldsskólakennurum finnst þeir ekki eiga samleið með t.d. leikskólakennurum, og þá eru þeir sennilega frekar með hugann hjá félögum okkar hjá CERN, velferðarráðuneytinu (á það ekki annars að vera með litlum?) og Íslandsbanka.
Ég persónulega er frekar væmin týpa og lít á grunnskóla- og leikskólakennara sem þær stéttir sem ég eigi helst samleið með: og að svo eigum við öll saman að öllu leyti helst að finna okkur samleið með listamanninum; skólastarf er að mínu mati skapandi starf og mér finnst það gott og notalegt að hugsa um það þannig.
Reyndar finnst mér samt bóndatenginin líka áhugaverð; og í þeirri líkingu er þá líklega litið á nemendur sem búfénað..... (manni þykir vænt um greyin en sendir þau samt í sláturhúsið).
No comments:
Post a Comment