Sunday, April 29, 2012
Hugur ræður hálfum sigri 1
Er nú í árlegri heimsókn minni á ráðstefnu Miðstöðvar um skólaþróun við Háskólann á Akureyri, sem að þessu sinni ber titilinn 'Hugurinn ræður hálfum sigri'. Alltaf mjög fróðlegt og skemmtilegt að koma, og merkilegt hvað það koma fáir úr framhaldsskólanum.... set líka fram minn venjulega fyrirvara að þetta er hrátt en hresst, og athygli mín kann að hafa farið aðeins upp og niður gegnum daginn, líkt og gerist með nemendur og aðra sem innbyrða mikinn fróðleik á stuttum tíma.... Hér eru semsé smá komment á aðalfyrirlestrana og málstofurnar sem ég sótti.
The dynamic approach to school improvement. Dr. Leonidas Kyriakides (aðal)
Flott á þessum ráðstefnum að fá alltaf öfluga erlenda fræðimenn til að halda aðalererindi. Hér er augljóslega á ferðinni mikill lurkur á þessu sviði, en hann er með mjög bombastískt og flókið módel sem segir samt fremur augljósan hlut. Vekur mig mjög til umhugsunar um tengsl og virkni megindlegra og eigindlegra aðferða. Flóknar íhlutunar og sambanburðarrannsóknir til að komast að niðurstöðum um að gott sé að byggja endurmenntun kennara á rannsóknum og þekkingu á því hvað virkar best í skólastarfi. Þó er hann greinilega í miklum svona málamiðlunarpælingum og samþættingu, og þá verður þetta mjög svona hegelskt og yfirþyrmandi. Hann og félagar hans hafa hannað flokkunarkerfi fyrir kennara. ég hef þó miklar efasemdir um þetta; veit ekki hvernig ég myndi fíla að fara í einhverja endurmenntun sem 'level 1' kennari (skv. Kyriakides eru fimm stig). Minnir þó skemmtilega á Dungeons and Dragons; en í kennslu er ég náttúrulega komin á Epic Tier.... Að gamni slepptu finnst mér keimur af því að hér sé á ferðinni svona vald sérfræðingana og meðferð á kennurum sem e.k. rottum í búri; ég hef meiri trú á valdeflingu kennara, starfendarannsóknum, lýðræði, dreifræði og svoleiðis nokkru...
Söguaðferðin María Steingrímsdóttir (málstofa)
Storyline aðferðin gengur út á að velja ákveðið þema sem myndar ákveðna sögu sem nemendur vinna svo verkefni út frá; þannig að verkefnið myndar ferli eins og sögu. Áherslan töluverð á ferlið, sjálfstæði nemenda og þverfaglegheit. Hugsanlega er ekkert algjörlega frumlegt í þessu, en hér er um að ræða aðferð og skóla sem hefur náð nokkurri fótfestu á Íslandi, þó aðallega á yngri stigum. Rökstuðningur Maríu gekk út á að sýna hvernig útkoma aðferðarinnar fellur að kenningum um virkt nám, og jafnframt að grunnstoðum nýrra menntalaga og námskráa. Við vorum frekar fá að hlusta, og að verulegu leyti var hún 'preaching to the converted' - mér fannst þetta mjög fróðlegt og svo finn ég að í þessu alls kyns tengingar við mínar eigin pælingar um spunaspilin....
http://www.storyline-scotland.com/whatisstoryline.html
Leiklistarkennsla í FG Bjarni Snæbjörnsson (málstofa)
Ótrúlega spennandi verkefni, mikil og áhugaverð vinna með grunnþættina, ekki síst lýðræðið. Bjarni heífur öll einkenni frumkvöðuls í skólaþróun, og greinilegt að hann hefur fengið góðan stuðning í FG. Hann lýsti efri áföngum í leiklistinni þar sem nemendur fá frjálsar hendur til að búa til sitt eigið leikverk í anda 'devised theatre' ... ég sé náttúrulega líka hérna alls konar tengingar við spunaspilapælinguna. Mér finnst svo almennt og af mikilli alvöru að innreið fjölbreyttara fólks og öðruvísi sýnar sé eitthvað sem við í framhaldsskólunum þurfum að fagna og vinna með, ölllum til heilla!
Lýðræðisleg augnablik Dr Anna Magnea Hreinðiðsdóttir (aðal)
Rödd nemenda mikilvæg á öllum skólastigum og þarf að fá að heyrast, hér hefðu mátt vera meira af góðum dæmum um t.d. lýðræði í verki í leikskólum. Hef á tilfinningunni að lýðræði sé mun meira í orði en á borði alls staðar í skólakerfinu. Mér finnst samt grunnstefið um að þróun verði með safni augnablika sem við byggjum á.... Ég missti aðeins einbeitinguna í þessum fyrirlestri en var sammála flestu sem fram kom, fannst kannski bara ekki mikið nýtt í því.... lærði þó orðið að vera 'hlaðkaldur' - það er að vera nokkuð kuldalegur í viðmóti við fyrstu kynni....
Einstaklingsmiðun í Skólastarfi - Birna María Sveinbjörnsdóttir (málstofa)
Einstaklingsmiðun meiri í orði en á borði. Áætlunartímar þar sem nemendum er sagt hvað á að gera, með örlitlum mun milli einstaklinga. Einstaklingsmiðun á að vera heildræn skuldbinding um samvinnu, samræðu, ígrundum og íhlutun allra sem að skólastarfinu koma og á við alla nemendur og kennara og starfsfólk. Nemendur kennara sem hafa einstaklingsmiðun á valdi sínu ná betri árangri, skv. rannsóknum sem Birna nefndi. Nota pælingar um Svæði hins mögulega þroska fyrir kennara jafnt sem nemendur. Vinnur útfrá kenningum Kyriakides, og maður nær ákveðnu sambandi við þær hér. Þessar pælingar um að kennarar séu á ákveðnum stigum finnst mér samt enn virka um margt dúbíus og stór hætt að hér sé aðeins verið að tala niður til kennara, ég veit ekki....
Skólinn sem lærdómssamfélag Dr. Anna Kristín Sigurðardóttir (málstofa)
Pælingar út frá Senge um hvernig skólar geti orðið að Learning Community. Mjög áhugavert að mörgu leyti, en það er þannig að traust, samvinna og færni kennara í að eiga í gagnrýnu samtali hefur forspárgildi um árangur nemenda. Vakti mann til umhugsunar um hvernig samtöl fara fram í manns eigin starfi, og ég reyndar verð að segja að mér finnst við ágæt í minni deild, þó finnst mér reyndar að það sé þannig að við séum gagnrýnin og getum náð að miðla málum, en, fólk stendur á ákveðnum grunnskoðunum sem eru óhagganlegar - þannig að lærdómssamfélagið nær kannski botni í því að einstaklingar komast bara ákveðið langt frá sínum eigin grunn sjónarmiðum. Annað sem er ákveðin írónía í öllum þessum fræðum: hvað ef lærdómssamfélagið velur að fara í áttir sem eru allt aðrar en akademían telur besta - að taka upp harðkjarna einhliða miðlun, harðar refsingar á nemendum eða eitthvað - er sjálfgefið að gagnrýnin samræða í hóp leiði alltaf til 'góðra niðurstaðna'? Sami vandi finnst mér innbyggður í kenningum starfendarannsókna..... Reyndar, fyrst ég er kominn af stað er kannski líka í þessum pælingum hjá Önnu og Birnu mjög rík áhersla á kennarasjónarhornið en minni á nemendasjónarhornið, og hugsanlega er það líka veikleiki í pælingum Kyriakides... bara pæling...
Ingvar Sigurgeisson et al (málstofa)
Fyrirlestur sem byggði á gögnum úr ótrúlega yfirgripsmikilli og áhugaverðri úttekt á grunnskólanum á Íslandi. Hér er hugað að muninum á kennurum í skólum sem kenna í opnum rýmum og lokuðum. Áhugavert hvernig þessi aðferðafræði sem tengist opnun hefur ekki náð neinni fótfestu í framhaldsskólum, og finnst eflaust flestum kollegum mínum það ágætt... það er samt mjög athyglisvert, sbr. t.d. storyline hvernig framhaldsskólinn hefur verið nánast ónæmur fyrir ýmsum nýjungum í kennsluháttum, aftur finnst mörgum það ágætt ég læt vera að taka mjög sterka afstöðu núna.... Annað sem er náttúrulega líka merkilegt er að meðan mikið er til af rannsóknum og gögnum um grunnskólann þá er það sorglega lítið sem er hægt að finna um grunnskólann. Ég er t.d. að pæla í að þyrfti að gera upp við áfangakerfið, en ég veit ekki til þess að það sem slíkt hafi mikið verið rannsakað, og þá tel ég það mikilvægt að nýju skólanámskrárnar verið ekki bara gagnrýnislaus endurvörpun á áfangakerfinu eins og það er í dag.... Mynduðust nokkuð skemmtilegar umræður, og það er augljóst að þessi rannsókn er gríðarlega metnaðarfull og verður hægt að gera ótrúlega mikið með þetta gagnasafn! ...
Tekist á við 21. öldina Hildur Hauksdóttir MA (aðal)
Áhugavert að pæla í skólaþróuninni, er framhaldsskólinn að skríða inn í 21. öldina? Hér var á ferðinni skemmtileg hugleiðing sem átti vel við mig þar sem Hildur er líka enskukennari og er í skóla sem hefur átt að mörgu leyti samleið með Versló, en er kominn lengra í að aðlaga sig að nýju námskránni. Ólíkt mörgum kollega vorra nálgaðist hún þetta jákvætt, en af raunsæi og lýsti því vel hvernig það er skrýtið fyrir kennara sem vildu bara fara að kenna um hvað Emily Dickinson væri frábær að takast á við lýðræði, sjálfbærni og sköpun.... Opnar og einlægar pælingar.... þau eru að þróa áfanga þar sem þau ætla að nálgast umfjöllun um Ísland á ensku, pæling sem við erum líka í, svo kjörin grundvöllur fyrir samráð og samstarf þarna!
Niðurstaða (bara ég)
Mér finnst alltaf dáldið endasleppar þessar ráðstefnur, en skil að það sé ekki hægt að splæsa í endalausa kokteila... Ég hef samt alltaf dálítið gaman af því að vera svona einn og vera svona aðeins eins og útundan; svona smá 'outsider' fílingur í því .... hmmm.... Ég er hins vegar alveg sannfærður um að þið yrði stéttinni til mikils framdráttar ef við yrðum duglegri að sækja svona fundi, þing og ráðstefnur. Legg ég þá til að allir hafi einu skyndiprófi færra, fari aðeins hraðar yfir ritgerðirnar og losi tíma til að sinna þessu: ég geri það, og sjá .... ég er ekki að segja að ég sé besti kennari í heimi (ekki ef miðað er við fjölda skyndiprófa og nákvæmni í yfirferð ritgerða) - en ég hef fullan haus af hugmyndum og pælingum og kem þeim oft í framkvæmd; vegna þess að ég ríf mig reglulega upp og skelli mér á fyrirlestra og ráðstefnur, svo les ég líka allan fjandan og er virkur á http://www.facebook.com/groups/406845292664977/ .... hlakka til að sjá fleiri úr framhaldsskólakennarahópnum á næsta svona giggi....
og á morgun þá er ég á leiðinni á heimsókn í Menntaskólann á Tröllaskaga og lofa bloggi um það næst!
Saturday, April 7, 2012
Lærdómur: kerfisbundið ferli eða eitthvað sem gerist meðan þú ert að bauka við annað?
Þessi póstur er íslensk útgáfa á smá pistli á enska blogginu mínu, Incidental Learning. Ég hef undanfarið mikið verið að pæla í lýðræðislegum skólum, og einkum Sudbury Valley School, skemmtileg innleiðing í hvað það snýst um má sjá hér í vídeóinu um nemandann sem svaf.
Þegar Bret Mckenzie tók við óskarsverðlaunum fyrir besta lagið í kvikmynd, "Man or Muppet", þakkaði hann foreldrum sínum sérstaklega fyrir að hafa aldrei vesenast í honum með að 'fá sér almennilega vinnu'. Chris Kubasik, leikjahöfundur, tileinkar skáldsögu sína Changeling föður sínum, 'who kept the house well stocked with books.' Ég ólst upp innan um bókastafla, tímaritsgreinar, Þjóðviljann (helgarblaðið var frábært) og ég leitaði að vild í þessum fjársjóðum og lærði heil reiðinnar býsn, óþvingað og af eigin áhuga. Ég man sérstaklega eftir að horfa á bókahillurnar og hugleiða titla eins og Ég læt allt fjúka, og Vindur, vindur vinur minn (bækur sem ég svo las reyndar ekki).
Nú alast ekki allir upp við aðstæður eins og ég, McKenzie og Kubasik, þess vegna er hlutverk skólanna til að jafna stöðuna svo mikilvægt. Þetta er ein af ástæðum þess að allt tal um að það þurfi að sinna 'bráðgerum' börnum eitthvað sérstaklega hefur aldrei hljómað sannfærandi í mín eyru - þessir bráðgeru eru með nóg að bauka og pæla og pluma sig. Það sem skólinn þarf að gera er að veita öllum tækifæri til að bauka og pæla og finna sig. Kennarar eiga að vera alskonar fólk með alskonar þekkingu sem krakkarnir eiga að hafa aðgang að, en þeir eiga ekki endilega stöðugt að þröngva sér og sínu upp á þá. Ég held að þó að bara ákveðin hluti af skólastarfi væri haft í anda lýðræðisskólanna myndu opnast möguleikar fyrir krakka til að finna sig og ná að móta sig, sem tónlistarmenn, leikja- og fantasíuhöfundar, eða sem fyrsta flokks íþróttamenn og bloggarar eins og ég.... hmmm....
Hér er náttúrulega margt sem þarf að skoða, en þröng og skilyrðislaus skipting eftir aldri er óeðlileg, takmarkaðir möguleikar til vals, stífar og ósveigjanlegar stundatöflur og of litlir möguleikar til að velja.
Ég ætla ekki að halda því fram að maður læri allt svona. Ég vil að fóllk fari í stífa þjálfun og taki próf í að keyra bíla, fljúga flugvélum og öllu slíku. Misskilningurinn sem hefur átt sér stað er að halda að allur lærdómur eigi sér stað með sama hætti og lúti sömu lögmálum. Í mínum greinum, ensku og heimspeki held ég að það sé alveg fráleitt að svo sé, þekkingin og færnin byggist atvikskennt upp yfir langan tíma og verður til í ástundun og er knúin áfram af áhuga.
Verkefni: Í textanum er ein staðreyndavilla. Finnið hana og rökstyðjið svarið. Einungis verður farið yfir svör í kommentakerfi Blogspot.
Þegar Bret Mckenzie tók við óskarsverðlaunum fyrir besta lagið í kvikmynd, "Man or Muppet", þakkaði hann foreldrum sínum sérstaklega fyrir að hafa aldrei vesenast í honum með að 'fá sér almennilega vinnu'. Chris Kubasik, leikjahöfundur, tileinkar skáldsögu sína Changeling föður sínum, 'who kept the house well stocked with books.' Ég ólst upp innan um bókastafla, tímaritsgreinar, Þjóðviljann (helgarblaðið var frábært) og ég leitaði að vild í þessum fjársjóðum og lærði heil reiðinnar býsn, óþvingað og af eigin áhuga. Ég man sérstaklega eftir að horfa á bókahillurnar og hugleiða titla eins og Ég læt allt fjúka, og Vindur, vindur vinur minn (bækur sem ég svo las reyndar ekki).
Nú alast ekki allir upp við aðstæður eins og ég, McKenzie og Kubasik, þess vegna er hlutverk skólanna til að jafna stöðuna svo mikilvægt. Þetta er ein af ástæðum þess að allt tal um að það þurfi að sinna 'bráðgerum' börnum eitthvað sérstaklega hefur aldrei hljómað sannfærandi í mín eyru - þessir bráðgeru eru með nóg að bauka og pæla og pluma sig. Það sem skólinn þarf að gera er að veita öllum tækifæri til að bauka og pæla og finna sig. Kennarar eiga að vera alskonar fólk með alskonar þekkingu sem krakkarnir eiga að hafa aðgang að, en þeir eiga ekki endilega stöðugt að þröngva sér og sínu upp á þá. Ég held að þó að bara ákveðin hluti af skólastarfi væri haft í anda lýðræðisskólanna myndu opnast möguleikar fyrir krakka til að finna sig og ná að móta sig, sem tónlistarmenn, leikja- og fantasíuhöfundar, eða sem fyrsta flokks íþróttamenn og bloggarar eins og ég.... hmmm....
Hér er náttúrulega margt sem þarf að skoða, en þröng og skilyrðislaus skipting eftir aldri er óeðlileg, takmarkaðir möguleikar til vals, stífar og ósveigjanlegar stundatöflur og of litlir möguleikar til að velja.
Ég ætla ekki að halda því fram að maður læri allt svona. Ég vil að fóllk fari í stífa þjálfun og taki próf í að keyra bíla, fljúga flugvélum og öllu slíku. Misskilningurinn sem hefur átt sér stað er að halda að allur lærdómur eigi sér stað með sama hætti og lúti sömu lögmálum. Í mínum greinum, ensku og heimspeki held ég að það sé alveg fráleitt að svo sé, þekkingin og færnin byggist atvikskennt upp yfir langan tíma og verður til í ástundun og er knúin áfram af áhuga.
Verkefni: Í textanum er ein staðreyndavilla. Finnið hana og rökstyðjið svarið. Einungis verður farið yfir svör í kommentakerfi Blogspot.
Subscribe to:
Posts (Atom)