Ég hef verið framhaldsskólakennari í 20 ár, og er á því (af ýmsum ástæðum) að það sé besta starf í heimi (heimurinn er hins vegar afar ófullkominn, svo það er mikið pláss til bætingar)... Ein ástæðan er að stéttinn er fjölbreytt og við hvern skóla kennir fólk sem kemur úr ýmsum áttum. Hér að neðan set ég fram tilgátu um þrjár týpur kennara, sem býður upp á möguleika að spegla sjálfan sig. Tvær fyrstu týpurnar tel ég í meginatriðum jákvæður, ég er ekki alveg viss með þá þriðju.
1) Ljúfi kennarinn. Fókus þessa kennara er velferð nemenda. Hann er fljótur að læra nöfn, veit hverjir í bekknum eru saman, er flinkur í foreldrasamskiptum og rekst yfirleitt vel í kennarahópnum.
2) Fagidjótinn. Þessi kennari elskar greinina sína og er mjög upptekinn af alskonar nördagangi tengdu henni. Fylgist vel með nýjungum á sínu sviði og mikill brunnur að sækja í ef mann vantar að vita meira um greinina. Veit ekki hverjir eru saman í bekknum og ekki líklegur til að bjóða sig fram í hóp sem á að ræða samskipti á vinnustað.
Reglupésinn. Þessi kennari hefur mestan áhuga á agamálum, reglum og einkunnum. Orð eins og "einkunnaverðbólga" og "prófsvindl" eru hans ljóðlist og tónlist. Áberandi á kennarafundum, áhugamaður um snjallsímabann.
Saturday, February 16, 2019
Wednesday, February 13, 2019
Menntavísindasvið = Hufflepuff
Fór á öldungis mjög skemmtilega og upplýsandi ráðstefnu um framhaldsskólann á föstudaginn. Margt vakti athygli mína og þá einkum hversu einsleitir kennsluhættirnir eru, veik staða starfsnáms, viðvarandi brottfall og fleira, mæli eindregið með að lesa meira um þetta í sérritinu sem var tilefni ráðstefnunnar (mæli sérstaklega með grein Ástu Henriksen, en svo skemmtilega vill til að hún er eini framhaldsskólakennarinn í fullu starfi sem á grein í þessu safn, og að auki traustur samkennari minn og bandamaður í starfi).
Þetta var frábært framtak, en eitt finnst mér svoldið skemmtilegt, og þetta komment er aðallega fyrir þá sem voru á ráðstefnunni og svo þekkja eitthvað til Harry Potters. Ef skólinn sem var lengst til hægri (frá áhorfendum séð) á glærunni hjá Berglindi Rós er Hufflepuff íslenskra framhaldsskóla, þá er það alveg á hreinu að Menntavísindasvið er Hufflepuff háskólans, og það er einhver elegant og skemmtileg írónía í þessu öllu saman sem gefur lífinu lit.
Þetta var frábært framtak, en eitt finnst mér svoldið skemmtilegt, og þetta komment er aðallega fyrir þá sem voru á ráðstefnunni og svo þekkja eitthvað til Harry Potters. Ef skólinn sem var lengst til hægri (frá áhorfendum séð) á glærunni hjá Berglindi Rós er Hufflepuff íslenskra framhaldsskóla, þá er það alveg á hreinu að Menntavísindasvið er Hufflepuff háskólans, og það er einhver elegant og skemmtileg írónía í þessu öllu saman sem gefur lífinu lit.
Subscribe to:
Posts (Atom)