1) Leiðtogi er formlega rétt kjörin. Við valið var öllum reglum fylgt, viðkomandi er það sem kalla mætti "réttkjörin". Hér gildir að tryggt sé að ekki hafi verið svindlað, rétt hafi verið farið með kjörgögn, hlautlausir matsmenn lagt blessun sína yfir ferlið o.s.frv.
2) Leiðtogi nýtur trausts meirihluta þeirra sem hann á að leiða á hverjum tíma. Þetta er nokkuð afstæðara, en hér hægt að notast við almenna orðræðu, skoðanakannanir o.s.frv. Leiðtogi sem um langt skeið er í embætti í óþökk meirihluta þeirra sem hann á að leiða er afleitur leiðtogi.
3) Leiðtogi stendur siðferðilega traustum grunni, byggt á sjálfsþekkingu og raunsærri sýn á raunverulegt erindi sitt í stöðuna. Þetta mætti hugsanlega tengja við eitt af grunnsjónarmiðum jógaheimspeki, eða satya sem er að sjá hlutina eins og þeir raunverulega eru. Þetta er vitaskuld vandmeðfarið, en ég myndi líta þannig á að annars vegar er þetta atriði sem leiðtogi á við sjálfan sig, og hins vegar í eins konar persónulegu sambandi viðkomandi við hvern og einn í heildinni sem leidd er... Þessi afstaða kann að vera röng og jafnvel uppblásinn, en ég tel að þetta sé mikilvægt atriði og oft vanmetið.
Dæmið sem ég hef í huga er vitaskuld Trump forseti Bandaríkjanna,
1) mörg vafaatriði.
2) nei, svo virðist ekki vera og
3) .... tja, já, hmm...... Líklega má sér segja að hans afstaða til erindis síns virðist vera sú að þarna sé hann á hárrréttum stað, en margir þeir sem tilheyra ríkinu hans og svo við sem horfum á þetta utanfrá teljum að það byggi á einhverjum hrikalegum misskilningi....
Dæmið sem ég hef í huga er vitaskuld Trump forseti Bandaríkjanna,
1) mörg vafaatriði.
2) nei, svo virðist ekki vera og
3) .... tja, já, hmm...... Líklega má sér segja að hans afstaða til erindis síns virðist vera sú að þarna sé hann á hárrréttum stað, en margir þeir sem tilheyra ríkinu hans og svo við sem horfum á þetta utanfrá teljum að það byggi á einhverjum hrikalegum misskilningi....
Svo er bara að prófa að máta þetta á hina og þessa :-)